Sérfræðiþekking, almenn skynsemi og þjóðfélagsumræðan Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. nóvember 2020 19:00 Undirritaður hefur skrifað ýmsar greinar um COVID og sóttvarnir í landinu síðustu vikur, með nokkurri gagnrýni á hendur sóttvarna- og heilbrigðisyfirvöldum, og hefur fengið mismikið lof, - reyndar meira last en lof - fyrir. Hefur hann þó reynt að byggja sín skrif á handföstum upplýsingum, staðreyndum og rökum, en stundum dugar jafnvel sæmilega vandað efni ekki til. Viðkvæðið hjá mörgum hefur verið: Þykist hann vera einhver sérfræðingur í sóttvörnum!? Hvaða menntun og próf hefur þessi maður eiginlega á sviði heilbrigðismála!? Hvað er mannfjandinn eiginlega að skipta sér að þessu, um hvað þykist hann vera að tala!? Sumt verra hefur líka heyrzt, en það er flest svo ómerkilegt, að maður getur bara vorkennt þeim, sem slíkt hugsa og skrifa. Sumir skilja ekki, að með lágkúrulegu og efnislausu skítkasti eru menn ekki að smána þá, sem slíku er beint að, heldur sjálfa sig. Aumingjans bjálfarnir! Sumir eru svo hneykslaðir á því, að starf sóttvarnalæknis og þríeykis sé gagnrýnt í einhverjum efnum, að þeir ná varla upp í nefið á sér af hneykslan. „Við verðum að standa saman“, er viðkvæðið hjá mörgum. Já-og-amen-kórinn gellur og glymur um allt. Án eigin hugsunar, án skoðunar og greiningar hinna fjölmörgu hliða og þátta málsins - aðeins aular halda að þetta sé bara eitt mál; sóttvarnir - án yfirvegunar eða gagnrýni vaða menn fram á völl, í einhverjum hallilúja-kór, þar sem söngurinn er aðeins einn: Lofsöngur til sóttvarnayfirvölda og heilbrigðisyfirvalda, að Kára, sem í raun er hagsmunaaðili, ógleymdum. Nú vaknar sú spurning, hvort sóttvarnasérfræðingar séu um leið og þá kannske sjálfkrafa sérfræðingar í þjóðfélagsrekstri. Auðvitað ekki. Þeirra fag og þekking nær til þröngs heilbrigðissviðs, og annars ekki. Þeirra þekkingarstaða er ekkert meiri en þekkingarstaða, t.a.m. jarðfræðinga, fiskifræðinga, loftlagssérfræðinga, haffræðinga, veðurfræðinga, búfræðinga o.s.frv. á sínu afmarkaða sviði. Sóttvarnasérfræði er mjög þröngt svið, og það ekki sízt eins og málum er nú háttað með COVID, þar sem nýr faraldur er á ferð, sem lærðustu sóttvarnasérfræðingar þekkja lítið sem ekkert beint til. Ef sóttvarnasérfræðingar eiga að stjórna þjóðfélaginu í megin atriðum, eins og hér hefur gerzt, en ráðherra og ríkisstjórn fylgdi þeim lengst af í flestu, ættu þá eldfjallasérfræðingar að yfirtaka stjórn þjóðfélagsins, ef nýtt meiriháttar eldgos kæmi upp, veðurfræðingar, ef sérstök alvarleg veðurstaða kæmi upp, fiskifræðingar, ef miklar breytingar verða á fiskimiðum o.s.frv. Þjóðfélagið samanstendur af minnst hundrað þáttum, sem allir tengjast. Þetta er eins og keðja. Þegar átt er við einn hlekk, hefur það áhrif - mikil eða lítil eftir atvikum - á alla keðjuna. Margvíslegar ákvarðanir, sem hafa verið teknar síðustu vikur og mánuði, sem eingöngu voru hugsaðar út frá COVID, hafa haft áhrif - oft stórlega skaðleg - á marga aðra þjóðfélagsþætti, líka á fjölmarga aðra þætti í heilbrigðiskerfinu, eins og alls konar eftirlit og rannsóknir, aðgerðir og uppskurði, á almenna læknisþjónustu í landinu, en nánast öllu öðru hefur verið ýtt til hliðar, í einhverju, sem kalla mætti COVID-æði, og þar með stórfelldum hagsmunum og velferð fórnað fyrir miklu minni hagsmunum og velferð. Dæmi: Nú síðast gerðist það, að Orkuhúsinu var fyrirskipað að fresta valkvæðum aðgerðum, þar sem sjúklingar voru margir sárþjáðir og höfðu beðið aðgerða í ofvæni í langan tíma, alls 540 aðgerðum, bara hjá Orkuhúsinu, til að ekki yrði of mikið álag á bráðamóttöku eða Landspítala, ef margir myndu veikjast af COVID á þessum sama tíma. 540 að nokkru leyti sárþjáðum raunverulegum sjúklingum var, sem sagt, bara ýtt til hliðar, til að rýma fyrir heilbrigðu fólki, sem kynni að veikjast af COVID. Bara svona til vara. Það sem af er þessu ári hafa 26 manns látizt af COVID, þar af helmingurinn vegna afglapa eða óviðráðanlegra mistaka á Landakoti; án þeirra væru COVID-lát sennilega alls 14. Á sama tíma hafa um 1.970 manns látizt af völdum annarra sjúkdóma; krabbameins, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, slysa o.s.frv. í landinu. Yfir 40 manns höfðu látið lífið fyrir eigin hendi, og reiknað er með, að sjálfsvíg slái öll met á þessu ári. Ef illa fer, gætu sjálfsvíg orðið helmingi fleiri í ár, en dauðsföll vegna COVID, og má telja ljóst, að andlegt álag, úrræðaleysi, streita, svartsýni, andlegir sjúkdómar og geðveiki grasseri og valdi nú vanlíðan og fári umfram það, sem lengi hefur verið, líka meðal ungs fólks, en að hluta eða verulegu leyti er þetta orsök einhliða og yfirkeyrðra COVID-ráðstafana á kostnað alls annars. Það blasir auðvitað við, að yfirkeyrðar COVID-ráðstafanir hafa bitnað illa, ef ekki heiftarlega, á flestum þáttum mannlífs; mannlegum samskiptum, menntun, menningu, líkamsrækt, tómstunda- og skemmtanalífi, auk hvers kyns atvinnulífs í landinu. COVID, með sín 26 dauðsföll, án þess að lítið sé gert úr þeim, hefur í einhverju panik-ástandi verið forgangs raðað fram fyrir allt annað og líka á kostnað alls annars. Mátti enginn nefna þetta? Mátti enginn benda á aðrar leiðir? Ég vil nú koma að því, hvað menn, eins og ég, hafa til málanna að leggja, og, af hverju eðlilegt gæti talizt, að við tjáum okkur í opinni, almennri umræðu. Einkenni sérfræðinga er, að þeir vita mikið um lítið. Til að stjórna einhverri skipulegri starfsemi eða fyrirtæki - íslenzka ríkið er stærsta fyrirtæki landins - er miklu betra að hafa menn við stjórnvölinn, sem vita frekar eitthvað - jafnvel lítið - um margt eða mikið, heldur en mikið um lítið. Hafi kunnáttu og reynslu á mörgun ólíkum sviðum. Hafi gengið í gegnum margvíslega og krefjandi atburðarrás. Búi yfir mikilli og víðtækri reynslu. Séu sérfræðingar í „almennri skynsemi“. Undirritaður hefur í meira en hálfa öld farið um Evrópu og Asíu, staðið þar í rekstri og starfsemi, hitt alls kyns fólk, fólk af margvíslegum uppruna og með ólíkan menningarbakgrunn, kynnst þessu fólki, unnið með því, glaðst og hryggst með því, en líka keppt við það, tekizt á við það; lært margt og upplifað á alþjóðavettavangi, líka í gegnum mistök, sem oft eru bezti skólinn. Þetta gerir undirrituðum kleift, að skoða og tjá sig um margvísleg málefni, leggja eitthvað til málanna, þó að ekki væri nema til að vekja upp umhugsun og umræðu, á grundvelli almennrar skynsemi. Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur skrifað ýmsar greinar um COVID og sóttvarnir í landinu síðustu vikur, með nokkurri gagnrýni á hendur sóttvarna- og heilbrigðisyfirvöldum, og hefur fengið mismikið lof, - reyndar meira last en lof - fyrir. Hefur hann þó reynt að byggja sín skrif á handföstum upplýsingum, staðreyndum og rökum, en stundum dugar jafnvel sæmilega vandað efni ekki til. Viðkvæðið hjá mörgum hefur verið: Þykist hann vera einhver sérfræðingur í sóttvörnum!? Hvaða menntun og próf hefur þessi maður eiginlega á sviði heilbrigðismála!? Hvað er mannfjandinn eiginlega að skipta sér að þessu, um hvað þykist hann vera að tala!? Sumt verra hefur líka heyrzt, en það er flest svo ómerkilegt, að maður getur bara vorkennt þeim, sem slíkt hugsa og skrifa. Sumir skilja ekki, að með lágkúrulegu og efnislausu skítkasti eru menn ekki að smána þá, sem slíku er beint að, heldur sjálfa sig. Aumingjans bjálfarnir! Sumir eru svo hneykslaðir á því, að starf sóttvarnalæknis og þríeykis sé gagnrýnt í einhverjum efnum, að þeir ná varla upp í nefið á sér af hneykslan. „Við verðum að standa saman“, er viðkvæðið hjá mörgum. Já-og-amen-kórinn gellur og glymur um allt. Án eigin hugsunar, án skoðunar og greiningar hinna fjölmörgu hliða og þátta málsins - aðeins aular halda að þetta sé bara eitt mál; sóttvarnir - án yfirvegunar eða gagnrýni vaða menn fram á völl, í einhverjum hallilúja-kór, þar sem söngurinn er aðeins einn: Lofsöngur til sóttvarnayfirvölda og heilbrigðisyfirvalda, að Kára, sem í raun er hagsmunaaðili, ógleymdum. Nú vaknar sú spurning, hvort sóttvarnasérfræðingar séu um leið og þá kannske sjálfkrafa sérfræðingar í þjóðfélagsrekstri. Auðvitað ekki. Þeirra fag og þekking nær til þröngs heilbrigðissviðs, og annars ekki. Þeirra þekkingarstaða er ekkert meiri en þekkingarstaða, t.a.m. jarðfræðinga, fiskifræðinga, loftlagssérfræðinga, haffræðinga, veðurfræðinga, búfræðinga o.s.frv. á sínu afmarkaða sviði. Sóttvarnasérfræði er mjög þröngt svið, og það ekki sízt eins og málum er nú háttað með COVID, þar sem nýr faraldur er á ferð, sem lærðustu sóttvarnasérfræðingar þekkja lítið sem ekkert beint til. Ef sóttvarnasérfræðingar eiga að stjórna þjóðfélaginu í megin atriðum, eins og hér hefur gerzt, en ráðherra og ríkisstjórn fylgdi þeim lengst af í flestu, ættu þá eldfjallasérfræðingar að yfirtaka stjórn þjóðfélagsins, ef nýtt meiriháttar eldgos kæmi upp, veðurfræðingar, ef sérstök alvarleg veðurstaða kæmi upp, fiskifræðingar, ef miklar breytingar verða á fiskimiðum o.s.frv. Þjóðfélagið samanstendur af minnst hundrað þáttum, sem allir tengjast. Þetta er eins og keðja. Þegar átt er við einn hlekk, hefur það áhrif - mikil eða lítil eftir atvikum - á alla keðjuna. Margvíslegar ákvarðanir, sem hafa verið teknar síðustu vikur og mánuði, sem eingöngu voru hugsaðar út frá COVID, hafa haft áhrif - oft stórlega skaðleg - á marga aðra þjóðfélagsþætti, líka á fjölmarga aðra þætti í heilbrigðiskerfinu, eins og alls konar eftirlit og rannsóknir, aðgerðir og uppskurði, á almenna læknisþjónustu í landinu, en nánast öllu öðru hefur verið ýtt til hliðar, í einhverju, sem kalla mætti COVID-æði, og þar með stórfelldum hagsmunum og velferð fórnað fyrir miklu minni hagsmunum og velferð. Dæmi: Nú síðast gerðist það, að Orkuhúsinu var fyrirskipað að fresta valkvæðum aðgerðum, þar sem sjúklingar voru margir sárþjáðir og höfðu beðið aðgerða í ofvæni í langan tíma, alls 540 aðgerðum, bara hjá Orkuhúsinu, til að ekki yrði of mikið álag á bráðamóttöku eða Landspítala, ef margir myndu veikjast af COVID á þessum sama tíma. 540 að nokkru leyti sárþjáðum raunverulegum sjúklingum var, sem sagt, bara ýtt til hliðar, til að rýma fyrir heilbrigðu fólki, sem kynni að veikjast af COVID. Bara svona til vara. Það sem af er þessu ári hafa 26 manns látizt af COVID, þar af helmingurinn vegna afglapa eða óviðráðanlegra mistaka á Landakoti; án þeirra væru COVID-lát sennilega alls 14. Á sama tíma hafa um 1.970 manns látizt af völdum annarra sjúkdóma; krabbameins, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, slysa o.s.frv. í landinu. Yfir 40 manns höfðu látið lífið fyrir eigin hendi, og reiknað er með, að sjálfsvíg slái öll met á þessu ári. Ef illa fer, gætu sjálfsvíg orðið helmingi fleiri í ár, en dauðsföll vegna COVID, og má telja ljóst, að andlegt álag, úrræðaleysi, streita, svartsýni, andlegir sjúkdómar og geðveiki grasseri og valdi nú vanlíðan og fári umfram það, sem lengi hefur verið, líka meðal ungs fólks, en að hluta eða verulegu leyti er þetta orsök einhliða og yfirkeyrðra COVID-ráðstafana á kostnað alls annars. Það blasir auðvitað við, að yfirkeyrðar COVID-ráðstafanir hafa bitnað illa, ef ekki heiftarlega, á flestum þáttum mannlífs; mannlegum samskiptum, menntun, menningu, líkamsrækt, tómstunda- og skemmtanalífi, auk hvers kyns atvinnulífs í landinu. COVID, með sín 26 dauðsföll, án þess að lítið sé gert úr þeim, hefur í einhverju panik-ástandi verið forgangs raðað fram fyrir allt annað og líka á kostnað alls annars. Mátti enginn nefna þetta? Mátti enginn benda á aðrar leiðir? Ég vil nú koma að því, hvað menn, eins og ég, hafa til málanna að leggja, og, af hverju eðlilegt gæti talizt, að við tjáum okkur í opinni, almennri umræðu. Einkenni sérfræðinga er, að þeir vita mikið um lítið. Til að stjórna einhverri skipulegri starfsemi eða fyrirtæki - íslenzka ríkið er stærsta fyrirtæki landins - er miklu betra að hafa menn við stjórnvölinn, sem vita frekar eitthvað - jafnvel lítið - um margt eða mikið, heldur en mikið um lítið. Hafi kunnáttu og reynslu á mörgun ólíkum sviðum. Hafi gengið í gegnum margvíslega og krefjandi atburðarrás. Búi yfir mikilli og víðtækri reynslu. Séu sérfræðingar í „almennri skynsemi“. Undirritaður hefur í meira en hálfa öld farið um Evrópu og Asíu, staðið þar í rekstri og starfsemi, hitt alls kyns fólk, fólk af margvíslegum uppruna og með ólíkan menningarbakgrunn, kynnst þessu fólki, unnið með því, glaðst og hryggst með því, en líka keppt við það, tekizt á við það; lært margt og upplifað á alþjóðavettavangi, líka í gegnum mistök, sem oft eru bezti skólinn. Þetta gerir undirrituðum kleift, að skoða og tjá sig um margvísleg málefni, leggja eitthvað til málanna, þó að ekki væri nema til að vekja upp umhugsun og umræðu, á grundvelli almennrar skynsemi. Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar