Fyrsta andlát barns af völdum Covid í Noregi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 16:13 Barnið lést á sjúkrahúsi í Bergen. Vísir/getty Barn sem smitað var af kórónuveirunni lést í dag á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu í Bergen í Noregi. Barnið er það fyrsta sem deyr af völdum veirunnar í landinu, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Barnið var með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm, að sögn sjúkrahússins. Spítalinn hefur ekki veitt upplýsingar um aldur barnsins eða aðra hagi þess á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Líkt og áður segir er þetta í fyrsta sinn sem Covid-smitað barn deyr í Noregi - og raunar í fyrsta sinn sem einstaklingur yngri en 20 ára deyr vegna veirunnar, samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla sem vísa í opinberar tölur. Eit barn innlagt på Haukeland universitetssjukehus døydde onsdag av covid-relatert sjukdom. Barnet hadde ein alvorlig bakenforliggande diagnose. - Av omsyn til personvernet og etter familien sitt ønske, kommenterer vi ikkje saken ytterlegare.— Haukeland (@haukeland_no) November 18, 2020 Bjørn Guldvog landlæknir í Noregi segir í samtali við norska dagblaðið VG í dag að fregnirnar af andláti barnsins séu afar sorglegar. Málið sé áminning um að Covid-sýking geti verið alvarleg í börnum sem glími við undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir andlát barnsins koma heim og saman við það sem þegar er vitað um sjúkdóminn. Málið undirstriki jafnframt mikilvægi sóttvarna sem miði að því að forða áhættuhópum frá sýkingu. Heilbrigðisráðherrann Bent Høie og forsætisráðherrann Erna Solberg hafa sent aðstandendum barnsins samúðarkveðjur. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Noregi frá upphafi faraldursins og um þrjú hundruð látist af völdum Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Barn sem smitað var af kórónuveirunni lést í dag á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu í Bergen í Noregi. Barnið er það fyrsta sem deyr af völdum veirunnar í landinu, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Barnið var með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm, að sögn sjúkrahússins. Spítalinn hefur ekki veitt upplýsingar um aldur barnsins eða aðra hagi þess á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Líkt og áður segir er þetta í fyrsta sinn sem Covid-smitað barn deyr í Noregi - og raunar í fyrsta sinn sem einstaklingur yngri en 20 ára deyr vegna veirunnar, samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla sem vísa í opinberar tölur. Eit barn innlagt på Haukeland universitetssjukehus døydde onsdag av covid-relatert sjukdom. Barnet hadde ein alvorlig bakenforliggande diagnose. - Av omsyn til personvernet og etter familien sitt ønske, kommenterer vi ikkje saken ytterlegare.— Haukeland (@haukeland_no) November 18, 2020 Bjørn Guldvog landlæknir í Noregi segir í samtali við norska dagblaðið VG í dag að fregnirnar af andláti barnsins séu afar sorglegar. Málið sé áminning um að Covid-sýking geti verið alvarleg í börnum sem glími við undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir andlát barnsins koma heim og saman við það sem þegar er vitað um sjúkdóminn. Málið undirstriki jafnframt mikilvægi sóttvarna sem miði að því að forða áhættuhópum frá sýkingu. Heilbrigðisráðherrann Bent Høie og forsætisráðherrann Erna Solberg hafa sent aðstandendum barnsins samúðarkveðjur. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Noregi frá upphafi faraldursins og um þrjú hundruð látist af völdum Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira