Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 15:47 Teikning af Salvador Cienfuegos í réttarsal í Los Angeles. Hann er nú laus undan ákærum í Bandaríkjunum. AP/Bill Robles Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. Salvador Cienfuegos, fyrrverandi hershöfðingi og varnarmálaráðherra Mexíkó, var handtekinn við komuna til Los Angeles í síðasta mánuði. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa aðstoðað fíkniefnahringinn H-2 við að smygla þúsundum kílóa af kókaíni, heróíni, metafmetamíni og maríjúana á meðan hann var ráðherra frá 2012 til 2018. Þá voru lögð fram sannanir fyrir því að Cienfuegos hefði beitt áhrifum sínum sem ráðherra til að halda hlífiskildi yfir glæpagenginu og beinst löggæslustofnunum frekar á spor keppinauta þess. Þetta hafi hann gert í skiptum fyrir mútugreiðslur. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ákærurnar hefðu verið felldar niður svo hægt verði að rannsaka Cienfuegos og ákæra ef tilefni þykir til í Mexíkó, að sögn AP-fréttastofunnar. Ákvörðunin væri tekin í ljós „sterks samstarfs“ ríkjanna í löggæslumálum og til að sýna að ríkin væru samstíga gegn glæpum af öllum toga. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í dag að ríkisstjórn hans hefði mótmælt því að hafa ekki verið látin vita af því að Cienfuegos væri til rannsóknar í Bandaríkjunum og krafist þess að fá sönnunargögn gegn honum. „Við sjáum þetta ekki sem leið til refsileysis heldur frekar sem virðingarvott við Mexíkó og herafla Mexíkó,“ sagði Ebrard í dag. Cienfuegos (t.v.) var ráðherra í fyrrverandi ríkisstjórn Enrique Peña Nieto (t.h.).AP/Rebecca Blackwell Telur ákvörðunina gjöf Trump til forseta Mexíkó Bandarískur dómari þarf enn að fallast á samkomulag bandarískra og mexíkóskra yfirvalda. Alríkissaksóknari í málinu sagði að það væri í þágu almannahagsmuna í Bandaríkjunum að fella ákærurnar niður. Utanríkishagsmunir vægju þyngra en hagsmunir þess að Cienfuegos yrði sóttur til saka. Þegar Cienfuegos var handtekinn í október vöruðu saksóknarar við því að mikil hætta væri á að hann flýði land og reyndi að notfæra sér sambönd sín við glæpagengið og aðra spillta embættismenn til að koma sér undan saksókn í Bandaríkjunum. Mike Vigil, fyrrverandi yfirmaður alþjóðamála hjá Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir ákvörðun bandarískra yfirvalda ekkert annað en „gjöf“ Donalds Trump til Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó. Hún gæti verið fyrsta málið þar sem Trump beitir valdi sínu til að náða menn eða fella niður rannsóknir á lokavikum forsetatíðar sinnar. Bendir Vigil á að López Obrador hafi verið Trump undirgefinn í innflytjendamálum og hafi til þessa dregið að óska Joe Biden, verðandi forseta, til hamingju með kosningasigur sinn. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur. „Líkurnar á að Cienfuegos verði sakfelldur í Mexíkó eru litlar sem engar,“ segir Vigil og vísar til þess að Cienfuegos sé vel tengdur í mexíkóskum stjórnmálum. Ebrard utanríkisráðherra neitaði því að samkomulagið tengdist nokkuð forsetakosningunum í Bandaríkjunum og yfirvofandi stjórnarskiptum í Bandaríkjunum. Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19 Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. Salvador Cienfuegos, fyrrverandi hershöfðingi og varnarmálaráðherra Mexíkó, var handtekinn við komuna til Los Angeles í síðasta mánuði. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa aðstoðað fíkniefnahringinn H-2 við að smygla þúsundum kílóa af kókaíni, heróíni, metafmetamíni og maríjúana á meðan hann var ráðherra frá 2012 til 2018. Þá voru lögð fram sannanir fyrir því að Cienfuegos hefði beitt áhrifum sínum sem ráðherra til að halda hlífiskildi yfir glæpagenginu og beinst löggæslustofnunum frekar á spor keppinauta þess. Þetta hafi hann gert í skiptum fyrir mútugreiðslur. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ákærurnar hefðu verið felldar niður svo hægt verði að rannsaka Cienfuegos og ákæra ef tilefni þykir til í Mexíkó, að sögn AP-fréttastofunnar. Ákvörðunin væri tekin í ljós „sterks samstarfs“ ríkjanna í löggæslumálum og til að sýna að ríkin væru samstíga gegn glæpum af öllum toga. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í dag að ríkisstjórn hans hefði mótmælt því að hafa ekki verið látin vita af því að Cienfuegos væri til rannsóknar í Bandaríkjunum og krafist þess að fá sönnunargögn gegn honum. „Við sjáum þetta ekki sem leið til refsileysis heldur frekar sem virðingarvott við Mexíkó og herafla Mexíkó,“ sagði Ebrard í dag. Cienfuegos (t.v.) var ráðherra í fyrrverandi ríkisstjórn Enrique Peña Nieto (t.h.).AP/Rebecca Blackwell Telur ákvörðunina gjöf Trump til forseta Mexíkó Bandarískur dómari þarf enn að fallast á samkomulag bandarískra og mexíkóskra yfirvalda. Alríkissaksóknari í málinu sagði að það væri í þágu almannahagsmuna í Bandaríkjunum að fella ákærurnar niður. Utanríkishagsmunir vægju þyngra en hagsmunir þess að Cienfuegos yrði sóttur til saka. Þegar Cienfuegos var handtekinn í október vöruðu saksóknarar við því að mikil hætta væri á að hann flýði land og reyndi að notfæra sér sambönd sín við glæpagengið og aðra spillta embættismenn til að koma sér undan saksókn í Bandaríkjunum. Mike Vigil, fyrrverandi yfirmaður alþjóðamála hjá Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir ákvörðun bandarískra yfirvalda ekkert annað en „gjöf“ Donalds Trump til Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó. Hún gæti verið fyrsta málið þar sem Trump beitir valdi sínu til að náða menn eða fella niður rannsóknir á lokavikum forsetatíðar sinnar. Bendir Vigil á að López Obrador hafi verið Trump undirgefinn í innflytjendamálum og hafi til þessa dregið að óska Joe Biden, verðandi forseta, til hamingju með kosningasigur sinn. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur. „Líkurnar á að Cienfuegos verði sakfelldur í Mexíkó eru litlar sem engar,“ segir Vigil og vísar til þess að Cienfuegos sé vel tengdur í mexíkóskum stjórnmálum. Ebrard utanríkisráðherra neitaði því að samkomulagið tengdist nokkuð forsetakosningunum í Bandaríkjunum og yfirvofandi stjórnarskiptum í Bandaríkjunum.
Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19 Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55