OECD rassskellir Isavia Þórir Garðarsson skrifar 18. nóvember 2020 11:00 Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið. Full ástæða er til að kafa betur ofan í málið, enda kemur nafn Isavia fyrir í 110 skipti á tæplega 30 síðum í skýrslunni. Aðallega er það ofurgjaldtaka Isavia af öllu sem fram fer á Keflavíkurflugvelli sem vekur athygli OECD. Enginn annar flugvöllur í Evrópu leggur jafn háa þóknun á þá þjónustu sem farþegar fá. OECD gengur svo langt að segja að framferði Isavia ógni ferðaþjónustunni. Stjórnlaus gjaldtökugleðin gengur út á að fá þjónustufyrirtæki til að borga sem mest fyrir að fá að vera með aðstöðu í flugstöðinni, jafnt til að selja mat, drykk, vörur og veita aðra þjónustu. Til að standa undir svimandi háum leyfisgjöldunum þurfa fyrirtækin síðan að hækka verð til viðskiptavina. OECD segir í samkeppnismatinu að gjöld sem leggjast á farþega í og við flugstöðina standi undir tveimur þriðju af tekjum Keflavíkurflugvallar. Hvergi annars staðar í Evrópu sé þetta hlutfall jafn hátt. Okrið á hópferðabílunum OECD tilgreinir sérstaklega að Samkeppniseftirlitið hafi hafi gagnrýnt hátt bílastæðagjald sem hópferðafyrirtæki þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli. Þar með er unnið gegn því að umhverfisvænasti ferðamátinn geti verið samkeppnisfær. Í því samhengi má geta þess að Samkeppniseftirlitið hefur krafist þess að gjaldtaka Isavia verði byggð á raunverulegum kostnaði við bílastæðin. Hingað til hefur Isavia réttlætt gjaldtökuna með útreikningum sem fyrirtækið neitar þó að sýna opinberlega. Þetta pukur beinir sjónum að enn einni gagnrýni sem fram kemur í samkeppnismati OECD, undarlega háum kostnaði hjá Isavia. Lítil ráðdeild OECD segir Isavia engu aðhaldi sæta frá stjórnvöldum um ráðdeild og skynsamlega uppbyggingu. Keflavíkurflugvöllur er óhagkvæmasti flugvöllur í Evrópu, með einingakostnað sem er tvöfalt hærri en að meðaltali. Jafnvel þó tekið sé tillit til sérstöðu flugvallarins og veðurfars, þá er hann samt mun óhagkvæmari en flugvellir sem búa við svipuð skilyrði í Noregi og Finnlandi. Í skýrslu OECD segir að breytilegur kostnaður sé 31% hærri á Keflavíkurflugvelli en á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þó að launakostnaður á þessum stöðum sé nánast sá sami. Þessi yfirgripsmikla úttekt OECD sýnir einfaldlega að Keflavíkurflugvöllur er frámunalega illa rekinn og algjörlega á röngum forsendum. Peningamokstur Hagnaður af rekstri Keflavíkurflugvallar rennur ekki til eigandans, ríkisins, heldur fer hann allur aftur inn í starfsemina. Ekkert annað íslenskt ríkisfyrirtæki en Isavia hefur algjöran sjálfsákvörðunarrétt um hvernig það aflar tekna eða eyðir þeim. Þetta endurspeglast í frámunalegu lélegu kostnaðaraðhaldi eins og OECD bendir á. Markmiðið virðist það eitt að kreista sem mesta fjármuni út úr ferðafólki í gegnum fyrirtækin sem veita því þjónustu til að geta svo bruðlað með peningana. Áform um uppbyggingu á flugvellinum eru síðan ákveðin út frá þessum miklu tekjum, en ekki út frá raunverulegri þörf eða skynsamlegri framtíðarsýn. Að mati OECD er afskipta- og áhrifaleysi eigandans óviðunandi og leggur stofnunin til að í þeim efnum verði tekið í taumana. Okrinu verður að linna Umfram allt hvetur OECD stjórnvöld þó til að stuðla að því að gjaldtaka af þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli snúist um að lækka kostnað viðskiptavina - ekki að hækka hann eins og nú er. Þau fyrirtæki sem geti boðið hagstætt verð á þjónustu sinni og stuðli að samkeppni verði valin til að veita hana. Núverandi viðskiptamódel Isavia á Keflavíkurflugvelli er akkúrat í hina áttina - að velja fyrirtæki sem geta borgað Isavia sem hæst gjald. OECD telur í skýrslu sinni að hinn hái kostnaður sem fellur á farþega sem um Keflavíkurflugvöll fara sé meira en líklegur til að fæla ferðamenn frá því að koma hingað til lands. Stefna Isavia í ofurgjaldtökunni sé því líkleg til að hafa neikvæð áhrif á stöðu ferðaþjónustunnar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið. Full ástæða er til að kafa betur ofan í málið, enda kemur nafn Isavia fyrir í 110 skipti á tæplega 30 síðum í skýrslunni. Aðallega er það ofurgjaldtaka Isavia af öllu sem fram fer á Keflavíkurflugvelli sem vekur athygli OECD. Enginn annar flugvöllur í Evrópu leggur jafn háa þóknun á þá þjónustu sem farþegar fá. OECD gengur svo langt að segja að framferði Isavia ógni ferðaþjónustunni. Stjórnlaus gjaldtökugleðin gengur út á að fá þjónustufyrirtæki til að borga sem mest fyrir að fá að vera með aðstöðu í flugstöðinni, jafnt til að selja mat, drykk, vörur og veita aðra þjónustu. Til að standa undir svimandi háum leyfisgjöldunum þurfa fyrirtækin síðan að hækka verð til viðskiptavina. OECD segir í samkeppnismatinu að gjöld sem leggjast á farþega í og við flugstöðina standi undir tveimur þriðju af tekjum Keflavíkurflugvallar. Hvergi annars staðar í Evrópu sé þetta hlutfall jafn hátt. Okrið á hópferðabílunum OECD tilgreinir sérstaklega að Samkeppniseftirlitið hafi hafi gagnrýnt hátt bílastæðagjald sem hópferðafyrirtæki þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli. Þar með er unnið gegn því að umhverfisvænasti ferðamátinn geti verið samkeppnisfær. Í því samhengi má geta þess að Samkeppniseftirlitið hefur krafist þess að gjaldtaka Isavia verði byggð á raunverulegum kostnaði við bílastæðin. Hingað til hefur Isavia réttlætt gjaldtökuna með útreikningum sem fyrirtækið neitar þó að sýna opinberlega. Þetta pukur beinir sjónum að enn einni gagnrýni sem fram kemur í samkeppnismati OECD, undarlega háum kostnaði hjá Isavia. Lítil ráðdeild OECD segir Isavia engu aðhaldi sæta frá stjórnvöldum um ráðdeild og skynsamlega uppbyggingu. Keflavíkurflugvöllur er óhagkvæmasti flugvöllur í Evrópu, með einingakostnað sem er tvöfalt hærri en að meðaltali. Jafnvel þó tekið sé tillit til sérstöðu flugvallarins og veðurfars, þá er hann samt mun óhagkvæmari en flugvellir sem búa við svipuð skilyrði í Noregi og Finnlandi. Í skýrslu OECD segir að breytilegur kostnaður sé 31% hærri á Keflavíkurflugvelli en á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þó að launakostnaður á þessum stöðum sé nánast sá sami. Þessi yfirgripsmikla úttekt OECD sýnir einfaldlega að Keflavíkurflugvöllur er frámunalega illa rekinn og algjörlega á röngum forsendum. Peningamokstur Hagnaður af rekstri Keflavíkurflugvallar rennur ekki til eigandans, ríkisins, heldur fer hann allur aftur inn í starfsemina. Ekkert annað íslenskt ríkisfyrirtæki en Isavia hefur algjöran sjálfsákvörðunarrétt um hvernig það aflar tekna eða eyðir þeim. Þetta endurspeglast í frámunalegu lélegu kostnaðaraðhaldi eins og OECD bendir á. Markmiðið virðist það eitt að kreista sem mesta fjármuni út úr ferðafólki í gegnum fyrirtækin sem veita því þjónustu til að geta svo bruðlað með peningana. Áform um uppbyggingu á flugvellinum eru síðan ákveðin út frá þessum miklu tekjum, en ekki út frá raunverulegri þörf eða skynsamlegri framtíðarsýn. Að mati OECD er afskipta- og áhrifaleysi eigandans óviðunandi og leggur stofnunin til að í þeim efnum verði tekið í taumana. Okrinu verður að linna Umfram allt hvetur OECD stjórnvöld þó til að stuðla að því að gjaldtaka af þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli snúist um að lækka kostnað viðskiptavina - ekki að hækka hann eins og nú er. Þau fyrirtæki sem geti boðið hagstætt verð á þjónustu sinni og stuðli að samkeppni verði valin til að veita hana. Núverandi viðskiptamódel Isavia á Keflavíkurflugvelli er akkúrat í hina áttina - að velja fyrirtæki sem geta borgað Isavia sem hæst gjald. OECD telur í skýrslu sinni að hinn hái kostnaður sem fellur á farþega sem um Keflavíkurflugvöll fara sé meira en líklegur til að fæla ferðamenn frá því að koma hingað til lands. Stefna Isavia í ofurgjaldtökunni sé því líkleg til að hafa neikvæð áhrif á stöðu ferðaþjónustunnar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun