Baráttan við að ná heilsu: Sjúkraþjálfun eftir Covid-19 Unnur Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2020 09:30 Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. En jafnvel þó að faraldrinum fari að linna og að lífið færist smám saman í eðlilegt horf á ný þurfum við að takast áfram á við afleiðingar hans. Það er þungbært að hugsa til þess hversu marga veiran hefur lagt að velli og að enn fleiri þurfi að kljást við flókin einkenni og eftirköst þessa sjúkdóms. Við erum að læra hvernig veiran hagar sér – hvaða áhrif hún hefur á fólk. Þó margt hafi lærst og áunnist eigum við enn langa leið fyrir höndum. Að vera skugginn af sjálfum sér Það sem við vitum nú þegar er að þeir sem veikst hafa af Covid-19 geta þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins og þær verið af ýmsum toga. Leiðin til betri heilsu getur orðið löng en þá er mikilvægt að njóta stuðnings og sérþekkingar fagstétta. Í nýjum hlaðvarpsþætti „Frá toppi til táar,“ sem Félag sjúkraþjálfara hefur gert, lýsir kraftmikil kona á besta aldri, Margrét Gauja Magnúsdóttir, hvernig hún veiktist snemma í fyrstu bylgju faraldursins og baráttunni fyrir endurheimt heilsunnar. „Ofvirka mamman og fertugi jöklaleiðsögumaðurinn er bara skugginn af sjálfri sér í dag,“ segir Margrét Gauja, sem hefur allan þennan tíma tekist á við flókin einkenni sjúkdómsins. Hún lýsir því hvernig hún fer yfir einhver óskýr mörk í daglegu lífi, verður óskaplega þreytt og missir allt þrek. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem eru að takast á við afleiðingar Covid-19 hafi myndað samfélag á Facebook og miðli þar af reynslu sinni. Margrét Gauja segir þennan jafningjastuðning mikilvægan, engar töfralausnir séu komnar, en hún lýsir um leið eftir leiðsögn, eftirfylgni og stuðningi samfélagsins við þá sem hafa veikst og takast nú á við snúnar afleiðingar sjúkdómsins. Það er erfitt að berjast einn Lýsingar fólks á afleiðingum Covid-19 eru ólíkar eftir einstaklingum. Því er mikilvægt að skrá þær sögur, safna upplýsingum um einkennin og fylgjast vel með árangri markvissrar þjálfunar. Þessu lýsir Garðar Guðnason, sjúkraþjálfari á Reykjalundi, vel í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Á Reykjalundi hefur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna haldið utan um endurhæfingu Covid-sjúklinga. Staða hvers og eins er metin, spurt um einkenni, mælt þol og styrkur kannaður. Verkefnið er vandasamt og bataferlið getur tekið langan tíma. Fólk lýsir mæði og andþrengslum, mikilli þreytu, svima, vöðva- og liðverkjum. Einkennin breytast frá einum tíma til annars og enn vitum við ekki hver áhrifin verða til lengri tíma. Það verður að gefa sér að þetta taki tíma, segir Garðar. Mikilvægt sé að leita aðstoðar fagaðila. „Það er erfitt að standa í þessu einn.“ Endurhæfing skilar árangri Þó að við séum enn að læra á veiruna og um áhrif hennar getum við fagnað því að árangur hefur náðst. Bóluefni eru á leiðinni og stöðugt verður til ný þekking sem nýtist við endurhæfingu sjúklinga. Þar gegnir markviss sjúkraþjálfun stóru hlutverki. Sérþekking sjúkraþjálfara og ekki síður reynsla af nánd við sjúklinga og bataferil þeirra, er dýrmæt í þessu sambandi. Miðað er við að endurhæfing geti hafist um hálfu ári eftir að viðkomandi veikist. Margir sem hafa veikst lenda á vegg þegar þeir hefja bataferilinn, hafa farið of geyst af stað og ofreynt sig. Þá kemur bakslag, bæði líkamlegt og andlegt. Við þessu vara sjúkraþjálfarar og hvetja fólk til að byrja rólega, byggja upp þrek smám saman undir góðri og faglegri leiðsögn. Mikilvægt er að mæla árangurinn: Svona var ástandið. Nú get ég þetta. Þá öðlast maður trú á að heilsan komi aftur og lífið færist í eðlilegt horf. Slóð á hlaðvarpsþáttinn „Frá toppi til táar“. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Unnur Pétursdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. En jafnvel þó að faraldrinum fari að linna og að lífið færist smám saman í eðlilegt horf á ný þurfum við að takast áfram á við afleiðingar hans. Það er þungbært að hugsa til þess hversu marga veiran hefur lagt að velli og að enn fleiri þurfi að kljást við flókin einkenni og eftirköst þessa sjúkdóms. Við erum að læra hvernig veiran hagar sér – hvaða áhrif hún hefur á fólk. Þó margt hafi lærst og áunnist eigum við enn langa leið fyrir höndum. Að vera skugginn af sjálfum sér Það sem við vitum nú þegar er að þeir sem veikst hafa af Covid-19 geta þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins og þær verið af ýmsum toga. Leiðin til betri heilsu getur orðið löng en þá er mikilvægt að njóta stuðnings og sérþekkingar fagstétta. Í nýjum hlaðvarpsþætti „Frá toppi til táar,“ sem Félag sjúkraþjálfara hefur gert, lýsir kraftmikil kona á besta aldri, Margrét Gauja Magnúsdóttir, hvernig hún veiktist snemma í fyrstu bylgju faraldursins og baráttunni fyrir endurheimt heilsunnar. „Ofvirka mamman og fertugi jöklaleiðsögumaðurinn er bara skugginn af sjálfri sér í dag,“ segir Margrét Gauja, sem hefur allan þennan tíma tekist á við flókin einkenni sjúkdómsins. Hún lýsir því hvernig hún fer yfir einhver óskýr mörk í daglegu lífi, verður óskaplega þreytt og missir allt þrek. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem eru að takast á við afleiðingar Covid-19 hafi myndað samfélag á Facebook og miðli þar af reynslu sinni. Margrét Gauja segir þennan jafningjastuðning mikilvægan, engar töfralausnir séu komnar, en hún lýsir um leið eftir leiðsögn, eftirfylgni og stuðningi samfélagsins við þá sem hafa veikst og takast nú á við snúnar afleiðingar sjúkdómsins. Það er erfitt að berjast einn Lýsingar fólks á afleiðingum Covid-19 eru ólíkar eftir einstaklingum. Því er mikilvægt að skrá þær sögur, safna upplýsingum um einkennin og fylgjast vel með árangri markvissrar þjálfunar. Þessu lýsir Garðar Guðnason, sjúkraþjálfari á Reykjalundi, vel í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Á Reykjalundi hefur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna haldið utan um endurhæfingu Covid-sjúklinga. Staða hvers og eins er metin, spurt um einkenni, mælt þol og styrkur kannaður. Verkefnið er vandasamt og bataferlið getur tekið langan tíma. Fólk lýsir mæði og andþrengslum, mikilli þreytu, svima, vöðva- og liðverkjum. Einkennin breytast frá einum tíma til annars og enn vitum við ekki hver áhrifin verða til lengri tíma. Það verður að gefa sér að þetta taki tíma, segir Garðar. Mikilvægt sé að leita aðstoðar fagaðila. „Það er erfitt að standa í þessu einn.“ Endurhæfing skilar árangri Þó að við séum enn að læra á veiruna og um áhrif hennar getum við fagnað því að árangur hefur náðst. Bóluefni eru á leiðinni og stöðugt verður til ný þekking sem nýtist við endurhæfingu sjúklinga. Þar gegnir markviss sjúkraþjálfun stóru hlutverki. Sérþekking sjúkraþjálfara og ekki síður reynsla af nánd við sjúklinga og bataferil þeirra, er dýrmæt í þessu sambandi. Miðað er við að endurhæfing geti hafist um hálfu ári eftir að viðkomandi veikist. Margir sem hafa veikst lenda á vegg þegar þeir hefja bataferilinn, hafa farið of geyst af stað og ofreynt sig. Þá kemur bakslag, bæði líkamlegt og andlegt. Við þessu vara sjúkraþjálfarar og hvetja fólk til að byrja rólega, byggja upp þrek smám saman undir góðri og faglegri leiðsögn. Mikilvægt er að mæla árangurinn: Svona var ástandið. Nú get ég þetta. Þá öðlast maður trú á að heilsan komi aftur og lífið færist í eðlilegt horf. Slóð á hlaðvarpsþáttinn „Frá toppi til táar“. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun