„Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 08:08 Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Almannavarnir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. Hann segir þróunina á faraldrinum í rétta átt, vonandi sé smitstuðullinn undir einum og haldist þannig enda sé ekki verið að gera miklar breytingar á samkomutakmörkunum næstu tvær vikurnar. Thor fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Hann var í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er tíu manna samkomubann og svo framvegis þannig að ef þetta heldur áfram í þessum farvegi þá eigum við eftir að sjá vonandi lágar tölur um mánaðamótin en þá er um að gera að halda þetta út svo það komi ekki bakslag,“ sagði Thor. Aðspurður hvort ætla mætti að þjóðin gæti haldið gleðileg jól sagðist hann telja að hægt væri að gera ráð fyrir því „ef við höldum þessu góða gengi alveg inn í miðjan des. Ef við gleymum okkur ekki í byrjun des og höldum að allt sé komið í fína lag. Þá kemur nefnilega bakslagið akkúrat sirka 20. des. rétt fyrir jólin. Það er reynslan sem er að myndast núna.“ En hvernig eigum við að gera þetta næstu daga þrátt fyrir afléttingar? Hvernig eigum við að gera þetta til þess að við getum haldið gleðileg jól? „Gefa krökkunum rými, leyfa þeim að njóta þess núna að fá að hittast aðeins. Höldum okkur til baka, verum aðeins hlédræg. Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður, núll, eitt, tvö smit á dag og þá getum við kannski farið að skoða eitthvað málin,“ sagði Thor. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og frétt Stöðvar 2 um nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. Hann segir þróunina á faraldrinum í rétta átt, vonandi sé smitstuðullinn undir einum og haldist þannig enda sé ekki verið að gera miklar breytingar á samkomutakmörkunum næstu tvær vikurnar. Thor fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Hann var í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er tíu manna samkomubann og svo framvegis þannig að ef þetta heldur áfram í þessum farvegi þá eigum við eftir að sjá vonandi lágar tölur um mánaðamótin en þá er um að gera að halda þetta út svo það komi ekki bakslag,“ sagði Thor. Aðspurður hvort ætla mætti að þjóðin gæti haldið gleðileg jól sagðist hann telja að hægt væri að gera ráð fyrir því „ef við höldum þessu góða gengi alveg inn í miðjan des. Ef við gleymum okkur ekki í byrjun des og höldum að allt sé komið í fína lag. Þá kemur nefnilega bakslagið akkúrat sirka 20. des. rétt fyrir jólin. Það er reynslan sem er að myndast núna.“ En hvernig eigum við að gera þetta næstu daga þrátt fyrir afléttingar? Hvernig eigum við að gera þetta til þess að við getum haldið gleðileg jól? „Gefa krökkunum rými, leyfa þeim að njóta þess núna að fá að hittast aðeins. Höldum okkur til baka, verum aðeins hlédræg. Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður, núll, eitt, tvö smit á dag og þá getum við kannski farið að skoða eitthvað málin,“ sagði Thor. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og frétt Stöðvar 2 um nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira