Forsetar, dómarar og forstjórar Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 18. nóvember 2020 06:00 Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn í gær. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar. Með hverju árinu færumst við nær jafnrétti á ólíkum sviðum samfélagsins. Ekki kemur lengur á óvart þegar útlendingar tala um að Ísland sé eitt þeirra landa sem fremst standa í jafnréttisbaráttu. Þeir lýsa jafnréttisparadís og telja upp fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann, fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætisráðherra og unga, afar frambærilega konu í embætti forsætisráðherra. Við erum stolt af þessu. Hlutur kvenna í atvinnulífinu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna áratugi. Aukin menntun og fjölgun kvenna á vinnustöðum hefur gerbreytt umhverfinu, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Blessunarlega þykja það ekki lengur sérstök tíðindi hér á landi þegar kona gegnir leiðtogahlutverki. En þrátt fyrir framfarir erum við ekki enn komin alla leið. Enn eru völd og áhrif kvenna í íslensku viðskiptalífi minni en karla. Því þarf að breyta. Mikilvægar fyrirmyndir Fyrir réttum sjö árum var kona ráðin forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Motors, verkfræðingurinn Mary Barra. Ráðningin þótti fréttnæm, enda fyrsta konan til að gegna stöðu æðsta yfirmanns hjá bílaframleiðandanum. Fyrstu misserin í nýju starfi vék hún sér undan spurningum blaðamanna um kyn, sem hún sagði engu skipta. Sú afstaða breyttist þegar á vegi hennar urðu feðgin, verkfræðingur og ung dóttir hans. Faðirinn sneri sér að forstjóranum, sem þegar naut mikillar velgengni í sínu starfi, og þakkaði henni fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi. Hún væri að ryðja brautina fyrir dóttur hans og hennar jafnöldrur, sem nú vissu að konur gætu verið forstjórar. Meira að segja forstjórar bandarískra bílarisa sem ekki hefðu getið sér orð fyrir að gefa konum tækifæri. Ef fleiri kynsystur fylgdu í hennar fótspor yrðu það ekki sérstök tíðindi þótt kona kæmist til metorða. Þannig framtíð vildi hann búa dóttur sinni. Verk að vinna Í íslensku atvinnulífi hefur heilmargt áunnist. Enn er þó tækifæri til að gera betur. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að fjölbreyttur hópur stjórnarmanna nær betri árangri en einsleitur. Því er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið að starfsmenn, stjórnendur og stjórnarmenn, komi úr mörgum áttum og færi með sér fjölbreytta reynslu og þekkingu. Verði fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma. SA munu hér eftir sem hingað til leggja þunga áherslu á aukið jafnrétti og fjölbreytni í atvinnulífinu. Því enn er verk að vinna. Stöndum undir nafni Í dag klukkan 9 verður streymt frá Hvatningarverðlaunum jafnréttismála á vefsíðu SA. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á fyrirtækjum sem skara framúr í jafnréttismálum. Önnur fyrirtæki eru hvött til þess að feta sömu braut. Að hvatningunni standa Samtök atvinnulífsins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands og UN Women á Íslandi. Þær Mary Barra og frú Vigdís Finnbogadóttir, forstjórinn og forsetinn, koma úr ólíkum áttum. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa rutt brautina og sýnt komandi kynslóðum, þvert á landamæri og atvinnugreinar, að engin ástæða sé til að treysta ekki konum til æðstu metorða. Höldum áfram að gera betur. Styrkja stoðir atvinnulífsins á öllum vígstöðvum. Samfélaginu öllu til heilla. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Jafnréttismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn í gær. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar. Með hverju árinu færumst við nær jafnrétti á ólíkum sviðum samfélagsins. Ekki kemur lengur á óvart þegar útlendingar tala um að Ísland sé eitt þeirra landa sem fremst standa í jafnréttisbaráttu. Þeir lýsa jafnréttisparadís og telja upp fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann, fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætisráðherra og unga, afar frambærilega konu í embætti forsætisráðherra. Við erum stolt af þessu. Hlutur kvenna í atvinnulífinu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna áratugi. Aukin menntun og fjölgun kvenna á vinnustöðum hefur gerbreytt umhverfinu, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Blessunarlega þykja það ekki lengur sérstök tíðindi hér á landi þegar kona gegnir leiðtogahlutverki. En þrátt fyrir framfarir erum við ekki enn komin alla leið. Enn eru völd og áhrif kvenna í íslensku viðskiptalífi minni en karla. Því þarf að breyta. Mikilvægar fyrirmyndir Fyrir réttum sjö árum var kona ráðin forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Motors, verkfræðingurinn Mary Barra. Ráðningin þótti fréttnæm, enda fyrsta konan til að gegna stöðu æðsta yfirmanns hjá bílaframleiðandanum. Fyrstu misserin í nýju starfi vék hún sér undan spurningum blaðamanna um kyn, sem hún sagði engu skipta. Sú afstaða breyttist þegar á vegi hennar urðu feðgin, verkfræðingur og ung dóttir hans. Faðirinn sneri sér að forstjóranum, sem þegar naut mikillar velgengni í sínu starfi, og þakkaði henni fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi. Hún væri að ryðja brautina fyrir dóttur hans og hennar jafnöldrur, sem nú vissu að konur gætu verið forstjórar. Meira að segja forstjórar bandarískra bílarisa sem ekki hefðu getið sér orð fyrir að gefa konum tækifæri. Ef fleiri kynsystur fylgdu í hennar fótspor yrðu það ekki sérstök tíðindi þótt kona kæmist til metorða. Þannig framtíð vildi hann búa dóttur sinni. Verk að vinna Í íslensku atvinnulífi hefur heilmargt áunnist. Enn er þó tækifæri til að gera betur. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að fjölbreyttur hópur stjórnarmanna nær betri árangri en einsleitur. Því er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið að starfsmenn, stjórnendur og stjórnarmenn, komi úr mörgum áttum og færi með sér fjölbreytta reynslu og þekkingu. Verði fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma. SA munu hér eftir sem hingað til leggja þunga áherslu á aukið jafnrétti og fjölbreytni í atvinnulífinu. Því enn er verk að vinna. Stöndum undir nafni Í dag klukkan 9 verður streymt frá Hvatningarverðlaunum jafnréttismála á vefsíðu SA. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á fyrirtækjum sem skara framúr í jafnréttismálum. Önnur fyrirtæki eru hvött til þess að feta sömu braut. Að hvatningunni standa Samtök atvinnulífsins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands og UN Women á Íslandi. Þær Mary Barra og frú Vigdís Finnbogadóttir, forstjórinn og forsetinn, koma úr ólíkum áttum. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa rutt brautina og sýnt komandi kynslóðum, þvert á landamæri og atvinnugreinar, að engin ástæða sé til að treysta ekki konum til æðstu metorða. Höldum áfram að gera betur. Styrkja stoðir atvinnulífsins á öllum vígstöðvum. Samfélaginu öllu til heilla. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun