Leikjafræði Lilju Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 19:12 Á sunnudaginn var sat menntamálaráðherra í útvarpsviðtali og ræddi um þá niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála að hún hefði brotið jafnréttislög. Í viðtalinu sagði ráðherra eftirfarandi orð; „Ég er ráðherra. Ég er líka einstaklingur og ég verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, ef ég tel að það sé brotið á mér - þá hlýt ég að eiga sama rétt og viðkomandi einstaklingur að sækja minn rétt.“ Þessi ummæli eru merkileg þegar þau eru rýnd. Ummæli ráðherra bera vott um ákveðið skilningsleysi Lilju Alfreðsdóttur á hennar stöðu sem ráðherra og aðstöðumuninum á ráðherra og einstaklingnum sem hún stefnir. Í viðtalinu talaði ráðherra með þeim hætti að þetta dómsmál snerist um hennar persónu fremur um starfshætti hennar og meðferð valds. Menntamálaráðherra er hins vegar ekki fyrsti ráðherrann sem fær úrskurð um brot á jafnréttislögum. Aðrir ráðherrar hafa hins vegar ekki farið hennar leið, heldur almennt unað svona úrskurðum. Kannski hafa þeir séð að málin snúast einmitt ekki persónu þeirra heldur um yfirvegaða stjórnsýslu og vandaða. Menntamálaráðherra lýsti því hins vegar yfir í umræðunni að hún hefði sýnt kjark með því að stefna umræddum umsækjanda fyrir dóm. Dæmi hver fyrir sig um það. Menntamálaráðherra lýsti því einnig í þessu sama viðtali að hún hefði sætt þyngri gagnrýni en aðrir ráðherrar í sambærilegri stöðu. Tengdi hún það við kynferði sitt. Mun nærtækari skýring er nú samt sú staðreynd að aðrir ráðamenn hafa einmitt almennt ekki farið fram af þeirri hörku sem hún gerir í kjölfar svona úrskurðar. Það gerðu ekki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, ekki Jóhanna Sigurðardóttir og ekki Bjarni Benediktsson. Seint verður sagt um þetta ágæta fólk að þau skorti kjarkinn. Mögulega voru aðrir hagsmunir þeim ofar í huga, jafnvel bara stærri hagsmunir. Embættismennirnir sem ekki getað svarað Umræddan sunnudag fór menntamálaráðherra sömuleiðis með dagskrárvald sitt þannig að þar sat hún og ræddi í útvarpi um nafngreinda og ónafngreinda embættismenn. Það gerði ráðherra þrátt fyrir að vita ósköp vel að embættismaður svarar ekki ráðherra og þarf því að sitja undir því að ráðherra veitist að þeim, án þess að geta tekið til svara. Þessa leikjafræði höfum fram til þess fyrst og fremst séð hjá fyrrum flokkssystur hennar Vigdísi Hauksdóttur, sem hefur stundað það af kappi að tala niður til embættismanna borgarinnar. Ummæli menntamálaráðherra í útvarpsviðtali sunnudagsins birta djúpa Framsóknarmennsku, þar sem þeim er gerð upp spilling sem spyrja spurninga og vilja ræða það þegar fram kemur úrskurður um brot á jafnréttislögum. Svör ráðherrans í þingsal í dag voru um kjark sem hún sýnir. Ég verð að viðurkenna að öll nálgun ráðherra í þessu máli finnst mér bera vott um eitthvað allt annað en kjark. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn var sat menntamálaráðherra í útvarpsviðtali og ræddi um þá niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála að hún hefði brotið jafnréttislög. Í viðtalinu sagði ráðherra eftirfarandi orð; „Ég er ráðherra. Ég er líka einstaklingur og ég verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, ef ég tel að það sé brotið á mér - þá hlýt ég að eiga sama rétt og viðkomandi einstaklingur að sækja minn rétt.“ Þessi ummæli eru merkileg þegar þau eru rýnd. Ummæli ráðherra bera vott um ákveðið skilningsleysi Lilju Alfreðsdóttur á hennar stöðu sem ráðherra og aðstöðumuninum á ráðherra og einstaklingnum sem hún stefnir. Í viðtalinu talaði ráðherra með þeim hætti að þetta dómsmál snerist um hennar persónu fremur um starfshætti hennar og meðferð valds. Menntamálaráðherra er hins vegar ekki fyrsti ráðherrann sem fær úrskurð um brot á jafnréttislögum. Aðrir ráðherrar hafa hins vegar ekki farið hennar leið, heldur almennt unað svona úrskurðum. Kannski hafa þeir séð að málin snúast einmitt ekki persónu þeirra heldur um yfirvegaða stjórnsýslu og vandaða. Menntamálaráðherra lýsti því hins vegar yfir í umræðunni að hún hefði sýnt kjark með því að stefna umræddum umsækjanda fyrir dóm. Dæmi hver fyrir sig um það. Menntamálaráðherra lýsti því einnig í þessu sama viðtali að hún hefði sætt þyngri gagnrýni en aðrir ráðherrar í sambærilegri stöðu. Tengdi hún það við kynferði sitt. Mun nærtækari skýring er nú samt sú staðreynd að aðrir ráðamenn hafa einmitt almennt ekki farið fram af þeirri hörku sem hún gerir í kjölfar svona úrskurðar. Það gerðu ekki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, ekki Jóhanna Sigurðardóttir og ekki Bjarni Benediktsson. Seint verður sagt um þetta ágæta fólk að þau skorti kjarkinn. Mögulega voru aðrir hagsmunir þeim ofar í huga, jafnvel bara stærri hagsmunir. Embættismennirnir sem ekki getað svarað Umræddan sunnudag fór menntamálaráðherra sömuleiðis með dagskrárvald sitt þannig að þar sat hún og ræddi í útvarpi um nafngreinda og ónafngreinda embættismenn. Það gerði ráðherra þrátt fyrir að vita ósköp vel að embættismaður svarar ekki ráðherra og þarf því að sitja undir því að ráðherra veitist að þeim, án þess að geta tekið til svara. Þessa leikjafræði höfum fram til þess fyrst og fremst séð hjá fyrrum flokkssystur hennar Vigdísi Hauksdóttur, sem hefur stundað það af kappi að tala niður til embættismanna borgarinnar. Ummæli menntamálaráðherra í útvarpsviðtali sunnudagsins birta djúpa Framsóknarmennsku, þar sem þeim er gerð upp spilling sem spyrja spurninga og vilja ræða það þegar fram kemur úrskurður um brot á jafnréttislögum. Svör ráðherrans í þingsal í dag voru um kjark sem hún sýnir. Ég verð að viðurkenna að öll nálgun ráðherra í þessu máli finnst mér bera vott um eitthvað allt annað en kjark. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar