Fjórir af hverjum tíu Íslendingum segjast trúaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 07:08 Fyrr í haust var fjallað um könnunina í Kjarnanum. Þar kom fram að meirihluti væri hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, eða rúmlega 54 prósent svarenda. Vísir/Vilhelm Rúmlega fjórir af hverjum tíu Íslendingum telja sig trúaða ef marka má könnun sem Maskína gerði fyrir lífskoðunarfélagið Siðmennt í janúar á þessu ári og Fréttablaðið fjallar um á forsíðu sinni í dag. Í könnuninni kemur fram að lítill munur sé á á þeim sem segjast ekki vera trúaðir og vera trúaðir. Tuttugu prósent aðspurðra segjast síðan ekki getað sagt til um hvort þeir trúi. Kjarninn hefur greint frá hluta niðurstaðnanna og í blaðinu segir að þegar þær séu bornar saman við könnun frá árinu 2015 sjáist að trúuðum hefur fækkað og hinum trúlausu fjölgar. Þá er trúleysið útbreiddara meðal yngra fólks en samkvæmt könnuninni telur meira en helmingur fólks á aldrinum 18 til 39 ára sig ekki trúaðan. Fólk sem er aðeins með grunnskólamenntun er líklegast til að til að telja sig trúað, eða rúm 53 prósent. Tæp tuttugu prósent telja sig ekki trúuð. Meirihluti þeirra sem eru með framhaldsmenntun úr háskóla telur sig hins vegar ekki trúaðan eða tæp 48 prósent. 30 prósent segjast trúuð. Konur eru síðan líklegri til að telja sig trúaðar en karlar eða alls 45 prósent á móti 38 prósentum. 41 prósent karla telur sig ekki trúuð og 31 prósent kvenna. Trúuðum fækkar frá því sem var árið 2015, fer úr 46,6 prósentum í 41,6 prósent í ár, og þeim fjölgar sem telja sig ekki trúaða úr tæpum 30 prósentum í 36,1 prósent. Könnunin var gerð dagana 16. til 22. janúar 2020 og svöruðu 954. Þátttakendur höfðu ekki vitneskju um á hvers vegum könnunin væri samkvæmt upplýsingum frá Maskínu. Trúmál Þjóðkirkjan Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Rúmlega fjórir af hverjum tíu Íslendingum telja sig trúaða ef marka má könnun sem Maskína gerði fyrir lífskoðunarfélagið Siðmennt í janúar á þessu ári og Fréttablaðið fjallar um á forsíðu sinni í dag. Í könnuninni kemur fram að lítill munur sé á á þeim sem segjast ekki vera trúaðir og vera trúaðir. Tuttugu prósent aðspurðra segjast síðan ekki getað sagt til um hvort þeir trúi. Kjarninn hefur greint frá hluta niðurstaðnanna og í blaðinu segir að þegar þær séu bornar saman við könnun frá árinu 2015 sjáist að trúuðum hefur fækkað og hinum trúlausu fjölgar. Þá er trúleysið útbreiddara meðal yngra fólks en samkvæmt könnuninni telur meira en helmingur fólks á aldrinum 18 til 39 ára sig ekki trúaðan. Fólk sem er aðeins með grunnskólamenntun er líklegast til að til að telja sig trúað, eða rúm 53 prósent. Tæp tuttugu prósent telja sig ekki trúuð. Meirihluti þeirra sem eru með framhaldsmenntun úr háskóla telur sig hins vegar ekki trúaðan eða tæp 48 prósent. 30 prósent segjast trúuð. Konur eru síðan líklegri til að telja sig trúaðar en karlar eða alls 45 prósent á móti 38 prósentum. 41 prósent karla telur sig ekki trúuð og 31 prósent kvenna. Trúuðum fækkar frá því sem var árið 2015, fer úr 46,6 prósentum í 41,6 prósent í ár, og þeim fjölgar sem telja sig ekki trúaða úr tæpum 30 prósentum í 36,1 prósent. Könnunin var gerð dagana 16. til 22. janúar 2020 og svöruðu 954. Þátttakendur höfðu ekki vitneskju um á hvers vegum könnunin væri samkvæmt upplýsingum frá Maskínu.
Trúmál Þjóðkirkjan Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira