Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Ný rannsókn Rannsóknar- og greiningar sýnir að 15 prósent nemenda í 10. bekk hafi notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í áttatíu og einum skóla í september og október. Rannsóknin var unnin í samvinnu við sveitarfélögin. Samkvæmt rannsókninni er ekki aukning á vímuefnanotkun nemenda samanborðið við könnun Rannsóknar og greiningar frá því í febrúar, samvera með foreldrum og vinum er meiri og hærra hlutfall nemenda nær átta síma svefni á nóttunni eða um 38 prósent. 14 prósent meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma Svör barnanna við spurningum á svokölluðum vellíðunarkvarða voru hins vegar ekki eins jákvæð. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. „Við sjáum þau lægri núna í október samanborið við það sem könnun okkar sýndi í febrúar. Þar inni eru spurningar eins og að líta bjartsýnum augum til framtíðar og að finnast maður vera að gera gagn. Við sjáum lægri tölur í öllum liðunum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur. Hér sést munurinn á svörum barnanna frá febrúar og nú í október. Grafík/Rannsóknir- og greining Aðeins 27,7 prósent nemenda meta andlega heilsu sína mjög góða samkvæmt könnuninni og 14 prósent slæma eða mjög slæma. „Hlutfallið er lægra núna í október miðað við það sem við sáum í febrúar þannig að vissulega sjáum við ákveðnar vísbendingar um að andlega líðanin sé ekki eins góð og hún var þá,“ segir Margrét. Niðurstöður vellíðunarkvarðans gefi vísbendingar um að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á andlega heilsu barnanna. „Og það er svo sem ekkert óeðliegt að börnin okkar, sem reyndar eru búin að standa sig eins og hetjur í þessum heimsfaraldri, séu að upplifa breytingar á sinni líðan vegna þess að líf okkar allra er bara gjörólíkt,“ segir Margrét. 15 % barna í tíunda bekk hafa notað nikótínpúða Fimmtán prósent barna í 10. bekk hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. grafík/Rannsóknir- og greining Eins og fyrr segir var ekki aukning á vímuefnanotkun meðal nemedna. Hins vegar var notkun nikótónpúða í fyrsta sinn könnuð. „Það er í raun og veru bara hægt að segja að við greinum neyslu. Við sjáum að það eru fimmtán prósent nemenda í 10. bekk sem hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Og ef við skoðum daglega neyslu þá er hlutfallið rúm níu prósent,“ segir Margrét. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í áttatíu og einum skóla í september og október. Rannsóknin var unnin í samvinnu við sveitarfélögin. Samkvæmt rannsókninni er ekki aukning á vímuefnanotkun nemenda samanborðið við könnun Rannsóknar og greiningar frá því í febrúar, samvera með foreldrum og vinum er meiri og hærra hlutfall nemenda nær átta síma svefni á nóttunni eða um 38 prósent. 14 prósent meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma Svör barnanna við spurningum á svokölluðum vellíðunarkvarða voru hins vegar ekki eins jákvæð. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. „Við sjáum þau lægri núna í október samanborið við það sem könnun okkar sýndi í febrúar. Þar inni eru spurningar eins og að líta bjartsýnum augum til framtíðar og að finnast maður vera að gera gagn. Við sjáum lægri tölur í öllum liðunum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur. Hér sést munurinn á svörum barnanna frá febrúar og nú í október. Grafík/Rannsóknir- og greining Aðeins 27,7 prósent nemenda meta andlega heilsu sína mjög góða samkvæmt könnuninni og 14 prósent slæma eða mjög slæma. „Hlutfallið er lægra núna í október miðað við það sem við sáum í febrúar þannig að vissulega sjáum við ákveðnar vísbendingar um að andlega líðanin sé ekki eins góð og hún var þá,“ segir Margrét. Niðurstöður vellíðunarkvarðans gefi vísbendingar um að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á andlega heilsu barnanna. „Og það er svo sem ekkert óeðliegt að börnin okkar, sem reyndar eru búin að standa sig eins og hetjur í þessum heimsfaraldri, séu að upplifa breytingar á sinni líðan vegna þess að líf okkar allra er bara gjörólíkt,“ segir Margrét. 15 % barna í tíunda bekk hafa notað nikótínpúða Fimmtán prósent barna í 10. bekk hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. grafík/Rannsóknir- og greining Eins og fyrr segir var ekki aukning á vímuefnanotkun meðal nemedna. Hins vegar var notkun nikótónpúða í fyrsta sinn könnuð. „Það er í raun og veru bara hægt að segja að við greinum neyslu. Við sjáum að það eru fimmtán prósent nemenda í 10. bekk sem hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Og ef við skoðum daglega neyslu þá er hlutfallið rúm níu prósent,“ segir Margrét.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira