Tveir nýir stofnar veirunnar hafa valdið tveimur hópsýkingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 11:47 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sagði Þórólfur raðgreiningu veirunnar sýna að áfram væri mest verið að fást við sama stofn af veirunni. „Hins vegar hafa fundist tveir nýir stofnar sem hafa verið að valda tveimur hópsýkingum núna undanfarið. Annan stofninn má rekja til landamæra en hinn stofninn hefur ekki fundist á landamærum þannig að einhvern veginn hefur hann komist framhjá kerfinu okkar. Þannig að þetta er eins og við höfum áður sagt, á sama tíma erum við að stöðva og greina um 350 einstaklinga á landamærunum, þannig að ég held að við getum sagt að aðgerðir okkar á landamærunum eru að lágmarka það að veiran komist hér inn þótt það kom ekki fyllilega í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. Spurður nánar út í hópsýkingarnar, hvar þær hefðu til að mynda komið upp og hversu margir hefðu smitast, vildi Þórólfur ekki fara út í smáatriði varðandi það. Vísaði hann í að sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hefðu haft það fyrir reglu að fara ekki út í smáatriði hópsýkinga nema það hefði tilgang fyrir rakningarteymið og almannaheill. Því væri ekki endilega farið svo í þessum tilfellum en um væri að ræða hópsýkingar sem tengdust ákveðnum fyrirtækjum. Þá sagði Þórólfur það ekki hafa úrslitaþýðingu hvort veiran sem greinist sé af einum eða öðrum stofni. Það sem hefði þýðingu varðandi greiningu á mismunandi stofnum væri að sjá hvort og hvenær veiran kemst í gegnum landamærin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sagði Þórólfur raðgreiningu veirunnar sýna að áfram væri mest verið að fást við sama stofn af veirunni. „Hins vegar hafa fundist tveir nýir stofnar sem hafa verið að valda tveimur hópsýkingum núna undanfarið. Annan stofninn má rekja til landamæra en hinn stofninn hefur ekki fundist á landamærum þannig að einhvern veginn hefur hann komist framhjá kerfinu okkar. Þannig að þetta er eins og við höfum áður sagt, á sama tíma erum við að stöðva og greina um 350 einstaklinga á landamærunum, þannig að ég held að við getum sagt að aðgerðir okkar á landamærunum eru að lágmarka það að veiran komist hér inn þótt það kom ekki fyllilega í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. Spurður nánar út í hópsýkingarnar, hvar þær hefðu til að mynda komið upp og hversu margir hefðu smitast, vildi Þórólfur ekki fara út í smáatriði varðandi það. Vísaði hann í að sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hefðu haft það fyrir reglu að fara ekki út í smáatriði hópsýkinga nema það hefði tilgang fyrir rakningarteymið og almannaheill. Því væri ekki endilega farið svo í þessum tilfellum en um væri að ræða hópsýkingar sem tengdust ákveðnum fyrirtækjum. Þá sagði Þórólfur það ekki hafa úrslitaþýðingu hvort veiran sem greinist sé af einum eða öðrum stofni. Það sem hefði þýðingu varðandi greiningu á mismunandi stofnum væri að sjá hvort og hvenær veiran kemst í gegnum landamærin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira