„Svelgdist á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtalið við Lilju Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 16:22 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kveðst allt annað en sátt við þau orð sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að sér hafi „svelgst á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtal við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Lilja hafi í þættinum tengt gagnrýni Hönnu Katrínar á framgöngu ráðherrans í jafnréttismálum við fjölskyldu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Í þættinum sagðist Lilja ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar sem nú stendur yfir. Þá benti Lilja á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á sama tíma og formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé systir umsækjanda um stöðuna. „Ég var farin að skoða brot á jafnréttislögum löngu áður en Lilja braut þau lög sem menntamálaráðherra við skipan ráðuneytisstjóra. Það hefur enda frá upphafi verið í DNA Viðreisnar að tala fyrir jafnréttismálum, benda á það sem betur má fara og leita leiða til úrbóta,“ skrifar Hanna Katrín í færslu á Facebook þar sem hún bregst við orðum ráðherrans. Hún hafi sömuleiðis löngu áður lagt fram skriflega fyrirspurn um brot á jafnréttislögum við ráðningar í opinber störf til forsætisráðherra og átt um það samtal í þingsal. „Þegar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fékk á sig úrskurðinn, úrskurð sem var með þeim harðorðari sem sést hafa, gagnrýndi ég það eðlilega, m.a. í ljósi fyrri umfjöllunar minnar,“ skrifar Hanna Katrín ennfremur. Þá listar hún fimm ástæður fyrir því hvers vegna ekki sé við Viðreisn að sakast að mati Hönnu Katrínar. „Það var ekki Viðreisn sem réð innmúraðan Framsóknarmann sem formann hæfninefndar - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem fékk á sig harðorðan úrskurð um brot á jafnréttislögum - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem kaus að fara þá áður (sem betur fer) ótroðnu slóð að stefna konunni sem leitaði réttar síns og vann - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem tók eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni kvenna sem þora að sækja rétt sinn þegar þær telja á sér brotið af valdhöfum - Það var Framsókn. Það er ekki Viðreisn sem dregur fjölskyldu gagnrýnenda inn í málið - Það er Framsókn,“ skrifar Hanna Katrín. Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að sér hafi „svelgst á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtal við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Lilja hafi í þættinum tengt gagnrýni Hönnu Katrínar á framgöngu ráðherrans í jafnréttismálum við fjölskyldu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Í þættinum sagðist Lilja ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar sem nú stendur yfir. Þá benti Lilja á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á sama tíma og formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé systir umsækjanda um stöðuna. „Ég var farin að skoða brot á jafnréttislögum löngu áður en Lilja braut þau lög sem menntamálaráðherra við skipan ráðuneytisstjóra. Það hefur enda frá upphafi verið í DNA Viðreisnar að tala fyrir jafnréttismálum, benda á það sem betur má fara og leita leiða til úrbóta,“ skrifar Hanna Katrín í færslu á Facebook þar sem hún bregst við orðum ráðherrans. Hún hafi sömuleiðis löngu áður lagt fram skriflega fyrirspurn um brot á jafnréttislögum við ráðningar í opinber störf til forsætisráðherra og átt um það samtal í þingsal. „Þegar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fékk á sig úrskurðinn, úrskurð sem var með þeim harðorðari sem sést hafa, gagnrýndi ég það eðlilega, m.a. í ljósi fyrri umfjöllunar minnar,“ skrifar Hanna Katrín ennfremur. Þá listar hún fimm ástæður fyrir því hvers vegna ekki sé við Viðreisn að sakast að mati Hönnu Katrínar. „Það var ekki Viðreisn sem réð innmúraðan Framsóknarmann sem formann hæfninefndar - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem fékk á sig harðorðan úrskurð um brot á jafnréttislögum - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem kaus að fara þá áður (sem betur fer) ótroðnu slóð að stefna konunni sem leitaði réttar síns og vann - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem tók eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni kvenna sem þora að sækja rétt sinn þegar þær telja á sér brotið af valdhöfum - Það var Framsókn. Það er ekki Viðreisn sem dregur fjölskyldu gagnrýnenda inn í málið - Það er Framsókn,“ skrifar Hanna Katrín.
Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent