Snjöll samskipti Bryndís Guðmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 12:00 Á morgun er símalaus sunnudagur, áskorun Barnaheilla til landsmanna, sem felur í sér að leggja frá sér símann í tólf klukkustundir og njóta samverustunda með fjölskyldunni. Félagsleg nærvera er okkur öllum nauðsynleg. Á tímum sem þessum eru margir sem líta inn á við og skoða það sem mest skiptir máli – fjölskyldan, vinir, stuðningsnetið og að sjálfsögðu heilsan. Kostir samfélagsmiðla og snjallsíma í samskiptum eru áberandi sem aldrei fyrr og þá má helst ræða möguleikann á að viðhalda tengslum við nákomna þrátt fyrir að sitja hinum megin á landinu. Ömmur og afar skoða daglegt amstur barnabarna, vinir hópast saman í fjarskipta spilaleikjum og nafnaveislur eru haldnar með rafrænu móti. Ég held að allir taki undir það að þó tæknin sé vissulega góð þá jafnast ekkert á við að hitta okkar nánustu í eigin persónu, vera í sama rýminu, eins mörg og okkur sýnist, skiptast á góðum sögum, hlæja saman og mega knúsast að vild. Ég gerði meistararannsókn í félagsráðgjöf árið 2017 sem fjallaði um upplifun ungmenna af samskiptum með tilkomu snjallsímans. Niðurstöðurnar voru í takt við ritrýndar erlendar rannsóknir þar sem fram kom að snjallsíminn getur auðveldlega truflað samverustundir. Þetta lýsir sér þannig að síminn er tekinn reglulega upp í miðjum samræðum sem grefur þá undan tilfinningalegum tengslum og nánd milli samræðuaðila. Fólk upplifir minni samkennd, samskiptin skorta dýpt og verða þar af leiðandi ófullnægjandi. Þetta ástand er kallað fjarhuga nærvera (e. absent presence) þar sem eftirtektarleysi er lykilatriði en nærvera skerðist þrátt fyrir að aðilar sitja augliti til auglits vegna þess að snjallsíminn er í forgrunni. Árið hefur kennt okkur að meta allt fólkið okkar, saumaklúbbana, matarboðin og meira að segja troðninginn á útsölunum á nýjan hátt. Þegar stundin rennur upp og við megum öll koma saman aftur trúi ég að gæðastundirnar muni einkennast af snjöllum samskiptum í fjarveru snjallsímans. Aldrei er betri tími en á símalausum sunnudögum að æfa þennan sið og hvet ég alla sem lesa þessa grein að taka þátt á morgun. Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á morgun er símalaus sunnudagur, áskorun Barnaheilla til landsmanna, sem felur í sér að leggja frá sér símann í tólf klukkustundir og njóta samverustunda með fjölskyldunni. Félagsleg nærvera er okkur öllum nauðsynleg. Á tímum sem þessum eru margir sem líta inn á við og skoða það sem mest skiptir máli – fjölskyldan, vinir, stuðningsnetið og að sjálfsögðu heilsan. Kostir samfélagsmiðla og snjallsíma í samskiptum eru áberandi sem aldrei fyrr og þá má helst ræða möguleikann á að viðhalda tengslum við nákomna þrátt fyrir að sitja hinum megin á landinu. Ömmur og afar skoða daglegt amstur barnabarna, vinir hópast saman í fjarskipta spilaleikjum og nafnaveislur eru haldnar með rafrænu móti. Ég held að allir taki undir það að þó tæknin sé vissulega góð þá jafnast ekkert á við að hitta okkar nánustu í eigin persónu, vera í sama rýminu, eins mörg og okkur sýnist, skiptast á góðum sögum, hlæja saman og mega knúsast að vild. Ég gerði meistararannsókn í félagsráðgjöf árið 2017 sem fjallaði um upplifun ungmenna af samskiptum með tilkomu snjallsímans. Niðurstöðurnar voru í takt við ritrýndar erlendar rannsóknir þar sem fram kom að snjallsíminn getur auðveldlega truflað samverustundir. Þetta lýsir sér þannig að síminn er tekinn reglulega upp í miðjum samræðum sem grefur þá undan tilfinningalegum tengslum og nánd milli samræðuaðila. Fólk upplifir minni samkennd, samskiptin skorta dýpt og verða þar af leiðandi ófullnægjandi. Þetta ástand er kallað fjarhuga nærvera (e. absent presence) þar sem eftirtektarleysi er lykilatriði en nærvera skerðist þrátt fyrir að aðilar sitja augliti til auglits vegna þess að snjallsíminn er í forgrunni. Árið hefur kennt okkur að meta allt fólkið okkar, saumaklúbbana, matarboðin og meira að segja troðninginn á útsölunum á nýjan hátt. Þegar stundin rennur upp og við megum öll koma saman aftur trúi ég að gæðastundirnar muni einkennast af snjöllum samskiptum í fjarveru snjallsímans. Aldrei er betri tími en á símalausum sunnudögum að æfa þennan sið og hvet ég alla sem lesa þessa grein að taka þátt á morgun. Höfundur er félagsráðgjafi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun