Samstarf þróunarbanka um fjármögnun heimsmarkmiðanna Heimsljós 13. nóvember 2020 13:45 Gunnisal Heimsfaraldur kórónaveiru stefnir heimsmarkmiðunum í hættu. Að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) veldur farsóttin því að fjögur þúsund milljarða bandarískra dala skortir á þessu ári til baráttunnar gegn fátækt og hungri. Það þýðir að takmarkið, að uppfylla heimsmarkmiðin sautján fyrir árið 2030, verður fjarlægara en áður. Þetta kom fram á sögulegum fjarfundi fulltrúa 450 þróunarbanka – Finance in Common Summit – sem haldinn var að frumkvæði frönsku ríkisstjórnarinnar í gær með þátttöku Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Antónío Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Angel Gurría framkvæmastjóra OECD. Á fundinum var samþykkt nær samhljóða yfirlýsing um aðgerðir sem felur í sér stuðning við opinbera aðila og einkaaðila um forgangsröðun fjárfestinga í þágu heimsmarkmiðanna. Angel Gurría framkvæmdastjóri OECD bendir á að 90 af 122 þróunarríkjum hafi gengið í gegnum samdrátt vegna ýmiss konar takmarkana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar sem hafi bitnað á atvinnulífi, eins og ferðaþjónustu og iðnaði. Einnig hafi utanaðkomandi fjármögnun dregist saman um 700 milljarða dala með samdrætti í fjárfestingum erlendra aðila og peningasendingum brottfluttra. Á sama tíma hafi heimsfaraldurinn kallað á aukna útgjaldaþörf ríkja sem nemur um eitt þúsund milljörðum dala, meðal annars til heilbrigðismála og annarra efnahagslegra úrræða til að bregðast við samfélagslegum áhrifum faraldursins. Mörgum fátækum ríkjum hafi hins vegar ekki tekist að fá lán til að standa undir miklum útgjöldum vegna mikillar skuldsetningar og lélegs lánshæfismats. Mikill samhugur ríkti á fundinum um nauðsyn þess að fjármálastofnanir taki höndum saman um aukna fjármögnun í þágu heimsmarkmiðanna með grænar áherslur að markmiði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent
Heimsfaraldur kórónaveiru stefnir heimsmarkmiðunum í hættu. Að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) veldur farsóttin því að fjögur þúsund milljarða bandarískra dala skortir á þessu ári til baráttunnar gegn fátækt og hungri. Það þýðir að takmarkið, að uppfylla heimsmarkmiðin sautján fyrir árið 2030, verður fjarlægara en áður. Þetta kom fram á sögulegum fjarfundi fulltrúa 450 þróunarbanka – Finance in Common Summit – sem haldinn var að frumkvæði frönsku ríkisstjórnarinnar í gær með þátttöku Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Antónío Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Angel Gurría framkvæmastjóra OECD. Á fundinum var samþykkt nær samhljóða yfirlýsing um aðgerðir sem felur í sér stuðning við opinbera aðila og einkaaðila um forgangsröðun fjárfestinga í þágu heimsmarkmiðanna. Angel Gurría framkvæmdastjóri OECD bendir á að 90 af 122 þróunarríkjum hafi gengið í gegnum samdrátt vegna ýmiss konar takmarkana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar sem hafi bitnað á atvinnulífi, eins og ferðaþjónustu og iðnaði. Einnig hafi utanaðkomandi fjármögnun dregist saman um 700 milljarða dala með samdrætti í fjárfestingum erlendra aðila og peningasendingum brottfluttra. Á sama tíma hafi heimsfaraldurinn kallað á aukna útgjaldaþörf ríkja sem nemur um eitt þúsund milljörðum dala, meðal annars til heilbrigðismála og annarra efnahagslegra úrræða til að bregðast við samfélagslegum áhrifum faraldursins. Mörgum fátækum ríkjum hafi hins vegar ekki tekist að fá lán til að standa undir miklum útgjöldum vegna mikillar skuldsetningar og lélegs lánshæfismats. Mikill samhugur ríkti á fundinum um nauðsyn þess að fjármálastofnanir taki höndum saman um aukna fjármögnun í þágu heimsmarkmiðanna með grænar áherslur að markmiði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent