Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 11:25 Gurbanguly Berdymukhamedov gaf Vladimír Pútín, forseta Rússlands, þennan hund á fundi þeirra árið 2017. EPA/MAXIM SHEMETOV Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. Styttan var reist í nýju hverfi í Ashgabat, höfuðborg landsins, og komið fyrir á stóru hringtorgi í hverfinu. Styttan stendur á palli sem þakinn er skjám sem sýna myndefni af hundategundinni. Um er að ræða svokallaða Alabai hunda en Berdymukhamedov er mikill aðdáandi þeirra og hefur hann meðal annars skrifað bók um tegundina og jafnvel ljóð sem varð svo að lagi. Í frétt ríkismiðils Túrkmenistan segir að tilgangur styttunnar og minnisvarðans í heild sé að votta „þessum dásamlegu dýrum“ virðingu. Styttan sjálf er sex metra há og er sögð standa á níu metra háum palli, samkvæmt áðurnefndri frétt. Þar segir þó einnig að minnisvarðinn sé ellefu metra hár og á 36 metra palli. Hér að neðan má sjá myndefni úr frétt Ríkissjónvarps Túrkmenistan í gær sem fjallaði um opnun hverfisins og þar á meðal um styttuna umræddu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í fyrra hefur Berdymukhamedov lengi hyllt Alabai hundana og notað þá í viðleitni hans til að byggja þjóðarstolt. Hann hefur gefið öðrum þjóðarleiðtogum hvolpa og þeirra á meðal er Valdimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: Frægasta hláturskast Íslandssögunnar Berdymukhamedov hefur einnig skrifað ljóð og bók um hesta Túrkmenistan en ást hans á hestum hefur verið vel skrásett í gegnum tíðina og þá sérstaklega af grínistanum John Oliver í þætti hans Last Week Tonight í fyrra. Hann hefur þar að auki gefið út lag með barnabarni sínu sem fjallar um hesta Túrkmenistan. Hér er svo enn meira myndefni af Berdymukhamedov með hundum. Þar má meðal annars sjá einræðisherrann gefa hermönnum Alabai hvolpa. Túrkmenistan Dýr Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. Styttan var reist í nýju hverfi í Ashgabat, höfuðborg landsins, og komið fyrir á stóru hringtorgi í hverfinu. Styttan stendur á palli sem þakinn er skjám sem sýna myndefni af hundategundinni. Um er að ræða svokallaða Alabai hunda en Berdymukhamedov er mikill aðdáandi þeirra og hefur hann meðal annars skrifað bók um tegundina og jafnvel ljóð sem varð svo að lagi. Í frétt ríkismiðils Túrkmenistan segir að tilgangur styttunnar og minnisvarðans í heild sé að votta „þessum dásamlegu dýrum“ virðingu. Styttan sjálf er sex metra há og er sögð standa á níu metra háum palli, samkvæmt áðurnefndri frétt. Þar segir þó einnig að minnisvarðinn sé ellefu metra hár og á 36 metra palli. Hér að neðan má sjá myndefni úr frétt Ríkissjónvarps Túrkmenistan í gær sem fjallaði um opnun hverfisins og þar á meðal um styttuna umræddu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í fyrra hefur Berdymukhamedov lengi hyllt Alabai hundana og notað þá í viðleitni hans til að byggja þjóðarstolt. Hann hefur gefið öðrum þjóðarleiðtogum hvolpa og þeirra á meðal er Valdimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: Frægasta hláturskast Íslandssögunnar Berdymukhamedov hefur einnig skrifað ljóð og bók um hesta Túrkmenistan en ást hans á hestum hefur verið vel skrásett í gegnum tíðina og þá sérstaklega af grínistanum John Oliver í þætti hans Last Week Tonight í fyrra. Hann hefur þar að auki gefið út lag með barnabarni sínu sem fjallar um hesta Túrkmenistan. Hér er svo enn meira myndefni af Berdymukhamedov með hundum. Þar má meðal annars sjá einræðisherrann gefa hermönnum Alabai hvolpa.
Túrkmenistan Dýr Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10