Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 11:25 Gurbanguly Berdymukhamedov gaf Vladimír Pútín, forseta Rússlands, þennan hund á fundi þeirra árið 2017. EPA/MAXIM SHEMETOV Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. Styttan var reist í nýju hverfi í Ashgabat, höfuðborg landsins, og komið fyrir á stóru hringtorgi í hverfinu. Styttan stendur á palli sem þakinn er skjám sem sýna myndefni af hundategundinni. Um er að ræða svokallaða Alabai hunda en Berdymukhamedov er mikill aðdáandi þeirra og hefur hann meðal annars skrifað bók um tegundina og jafnvel ljóð sem varð svo að lagi. Í frétt ríkismiðils Túrkmenistan segir að tilgangur styttunnar og minnisvarðans í heild sé að votta „þessum dásamlegu dýrum“ virðingu. Styttan sjálf er sex metra há og er sögð standa á níu metra háum palli, samkvæmt áðurnefndri frétt. Þar segir þó einnig að minnisvarðinn sé ellefu metra hár og á 36 metra palli. Hér að neðan má sjá myndefni úr frétt Ríkissjónvarps Túrkmenistan í gær sem fjallaði um opnun hverfisins og þar á meðal um styttuna umræddu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í fyrra hefur Berdymukhamedov lengi hyllt Alabai hundana og notað þá í viðleitni hans til að byggja þjóðarstolt. Hann hefur gefið öðrum þjóðarleiðtogum hvolpa og þeirra á meðal er Valdimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: Frægasta hláturskast Íslandssögunnar Berdymukhamedov hefur einnig skrifað ljóð og bók um hesta Túrkmenistan en ást hans á hestum hefur verið vel skrásett í gegnum tíðina og þá sérstaklega af grínistanum John Oliver í þætti hans Last Week Tonight í fyrra. Hann hefur þar að auki gefið út lag með barnabarni sínu sem fjallar um hesta Túrkmenistan. Hér er svo enn meira myndefni af Berdymukhamedov með hundum. Þar má meðal annars sjá einræðisherrann gefa hermönnum Alabai hvolpa. Túrkmenistan Dýr Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. Styttan var reist í nýju hverfi í Ashgabat, höfuðborg landsins, og komið fyrir á stóru hringtorgi í hverfinu. Styttan stendur á palli sem þakinn er skjám sem sýna myndefni af hundategundinni. Um er að ræða svokallaða Alabai hunda en Berdymukhamedov er mikill aðdáandi þeirra og hefur hann meðal annars skrifað bók um tegundina og jafnvel ljóð sem varð svo að lagi. Í frétt ríkismiðils Túrkmenistan segir að tilgangur styttunnar og minnisvarðans í heild sé að votta „þessum dásamlegu dýrum“ virðingu. Styttan sjálf er sex metra há og er sögð standa á níu metra háum palli, samkvæmt áðurnefndri frétt. Þar segir þó einnig að minnisvarðinn sé ellefu metra hár og á 36 metra palli. Hér að neðan má sjá myndefni úr frétt Ríkissjónvarps Túrkmenistan í gær sem fjallaði um opnun hverfisins og þar á meðal um styttuna umræddu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í fyrra hefur Berdymukhamedov lengi hyllt Alabai hundana og notað þá í viðleitni hans til að byggja þjóðarstolt. Hann hefur gefið öðrum þjóðarleiðtogum hvolpa og þeirra á meðal er Valdimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: Frægasta hláturskast Íslandssögunnar Berdymukhamedov hefur einnig skrifað ljóð og bók um hesta Túrkmenistan en ást hans á hestum hefur verið vel skrásett í gegnum tíðina og þá sérstaklega af grínistanum John Oliver í þætti hans Last Week Tonight í fyrra. Hann hefur þar að auki gefið út lag með barnabarni sínu sem fjallar um hesta Túrkmenistan. Hér er svo enn meira myndefni af Berdymukhamedov með hundum. Þar má meðal annars sjá einræðisherrann gefa hermönnum Alabai hvolpa.
Túrkmenistan Dýr Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10