Hæstiréttur fellst á að taka mál fjármálastjóra WOW air fyrir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. nóvember 2020 07:51 Skiptastjóri leggur ekki trúnað á að fjármálastjórinn hafi ekki komið að daglegum rekstri félagsins og vill því ekki samþykkja launakröfur hans sem forgangskröfur. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Skiptastjórar búsins vilja meina að ekki sé um forgangskröfu að ræða enda eigi stjórnendur fyrirtækja eða svokallaðir nákomnir aðilar, ekki rétt á slíku. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu þó áður komist að þeirri niðurstöðu að Stefán Eysteinn væri ekki nákominn aðili, þrátt fyrir stöðu sína innan félagsins, en því vill skiptastjóri ekki una og fór því fram á það við Hæstarétt að málið verði tekið þar. Stefán var eins og áður sagði framkvæmdastjóri fjármálasviðs WOW air og sat hann í framkvæmdastjórn félagsins og var með prókúru umboð fyrir það. Skiptastjóri WOW er á því að það geri hann nákominn félagin í skilningi laganna en Stefán Eysteinn var því ósammála og því fór málið fyrir dóm. Sagður ekki hafa komið að daglegum rekstri Í dómi Landsréttar er vísað til þess að þrátt fyrir að Stefán Eysteinn hafi gegnt þessari stöðu innan WOW air hafi hann ekki stýrt daglegum rekstri félagsins og því ekki haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins og félli ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi laganna. Skiptastjórinn, Þorsteinn Einarsson segir í rökstuðningi sínum fyrir kæruleyfi til Hæstaréttar að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og í andstöðu við skýr fordæmi Hæstaréttar og Landsréttar. Dómurinn hafi verið lítt rökstuddur og að rétturinn hafi engin rök fært fyrir þeirri niðurstöðu sinni að Stefán hafi í raun verið valdalaus innan WOW air. Mikið fordæmisgildi Þá hafi málið mikið fordæmisgildi, „enda felist í úrskurði Landsréttar að framkvæmdastjóri fjármálasviðs stórfyrirtækis, sem meðal annars var með prókúruumboð fyrir félagið og sérstaka heimild stjórnar þess til að skuldbinda það fyrir 500.000 til 1.000.000 bandaríkjadala hverju sinni, teljist ekki hafa verið nákominn félaginu við gjaldþrot þess,“ segir í rökstuðningi skiptastjóra. Hæstiréttur er sammála skiptastjóra um fordæmisgildi málsins þegar kæmi að skýringu á hugtakinu nákomnir í skilningi laganna og var beiðni um kæruleyfi því samþykkt. WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Skiptastjórar búsins vilja meina að ekki sé um forgangskröfu að ræða enda eigi stjórnendur fyrirtækja eða svokallaðir nákomnir aðilar, ekki rétt á slíku. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu þó áður komist að þeirri niðurstöðu að Stefán Eysteinn væri ekki nákominn aðili, þrátt fyrir stöðu sína innan félagsins, en því vill skiptastjóri ekki una og fór því fram á það við Hæstarétt að málið verði tekið þar. Stefán var eins og áður sagði framkvæmdastjóri fjármálasviðs WOW air og sat hann í framkvæmdastjórn félagsins og var með prókúru umboð fyrir það. Skiptastjóri WOW er á því að það geri hann nákominn félagin í skilningi laganna en Stefán Eysteinn var því ósammála og því fór málið fyrir dóm. Sagður ekki hafa komið að daglegum rekstri Í dómi Landsréttar er vísað til þess að þrátt fyrir að Stefán Eysteinn hafi gegnt þessari stöðu innan WOW air hafi hann ekki stýrt daglegum rekstri félagsins og því ekki haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins og félli ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi laganna. Skiptastjórinn, Þorsteinn Einarsson segir í rökstuðningi sínum fyrir kæruleyfi til Hæstaréttar að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og í andstöðu við skýr fordæmi Hæstaréttar og Landsréttar. Dómurinn hafi verið lítt rökstuddur og að rétturinn hafi engin rök fært fyrir þeirri niðurstöðu sinni að Stefán hafi í raun verið valdalaus innan WOW air. Mikið fordæmisgildi Þá hafi málið mikið fordæmisgildi, „enda felist í úrskurði Landsréttar að framkvæmdastjóri fjármálasviðs stórfyrirtækis, sem meðal annars var með prókúruumboð fyrir félagið og sérstaka heimild stjórnar þess til að skuldbinda það fyrir 500.000 til 1.000.000 bandaríkjadala hverju sinni, teljist ekki hafa verið nákominn félaginu við gjaldþrot þess,“ segir í rökstuðningi skiptastjóra. Hæstiréttur er sammála skiptastjóra um fordæmisgildi málsins þegar kæmi að skýringu á hugtakinu nákomnir í skilningi laganna og var beiðni um kæruleyfi því samþykkt.
WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira