Ekið var á tólf ára stúlku á rafmagnshlaupahjóli þar sem hún fór yfir götu á gangbraut í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Betur fór en á horfðist og reyndust áverkar stúlkunnar minniháttar. Ekki reyndist þörf á því að fara með hana á bráðadeild og komu foreldrar hennar til að sækja hana.
Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í nótt, meðal annars í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Maður var handtekinn í tengslum við málið, einnig grunaður um annað innbrot fyrr um nóttina.