Feður og fæðingar Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 07:00 Allir eiga að hafa jafna möguleika á vinnumarkaði og geta þroskað hæfileika sína óháð kyni. Aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði stuðlar að hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að þau fyrirtæki sem stuðla að fjölbreytni á vinnustað séu eftirsóknarverðir vinnustaðir og standi almennt betur að vígi. Fæðingarorlofslöggjöfin setti tóninn fyrir það sem áunnist hefur á vinnumarkaði og varðar jafnrétti kynjanna undanfarna áratugi. Tuttugu ár eru liðin frá því að lög voru sett um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin þóttu býsna framsækin, þar sem fæðingarorlof var lengt úr sex mánuðum í níu auk þess sem feðrum var veittur sjálfstæður réttur til þess að taka slíkt orlof. Áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en á hinum Norðurlöndunum. Nú liggur fyrir frumvarp til laga þar sem lagðar eru til breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Helstu nýmælin eru að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og að skipting fæðingarorlofsréttar verði sem jöfnust milli foreldra. Slík tilhögun er talin best til þess fallin að ná markmiði laganna sem er eftir sem áður, að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að sinna bæði vinnu og fjölskyldu. Tillögurnar kveða á um að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en verði heimilt að framselja einn mánuð á milli þeirra sé þess óskað. Því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Talið er að jöfn skipting fæðingarorlofs eigi að tryggja sem best jafna möguleika foreldra á að annast barn sitt í fæðingarorlofi þangað til barnið kemst inn á leikskóla án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á vinnu foreldris. Tilgangur laganna snýr því ekki einvörðungu að því að vernda heilsu móður og barns, heldur líka að bregðast við þróun á vinnumarkaði þar sem atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt samhliða aukinni menntun þeirra. Í umsögnum um frumvarpið og í umræðunni hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika, jafnvel algjöru valfrelsi við skiptingu fæðingarorlofsmánaða. Þetta eru réttmætar ábendingar. Í fullkomnum heimi ætti valfrelsi við skiptingu fæðingaorlofa milli foreldra að vera sjálfsögð. Því miður er hins vegar margt sem bendir til þess að sú leið myndi ýta undir enn ójafnari nýtingu á fæðingarorlofi og þar með aukið á kynjamisrétti. Undanfarin tuttugu ár hafa feður einungis tekið það þriggja mánaða fæðingarorlof sem þeim er eyrnamerkt en mikill meirihluti mæðra tekur það sem eftir stendur. Algengt er að mæður dreifi fæðingarorlofinu og lengi þar með fjarveru frá störfum til að brúa umönnunarbilið fram að leikskóla. Það leiðir óhjákvæmilega til mun lengri fjarveru kvenna frá störfum en karla vegna barneigna. Í Noregi var sjálfstæður réttur feðra styttur úr fjórtán vikum í tíu árið 2014. Samhliða þeirri breytingu drógu feður hins vegar úr sinni orlofstöku. Fjórum árum síðar var réttur feðra lengdur á ný og er nú fimmtán vikur í Noregi. Talið er að fæðingarorlof feðra sé sú einstaka aðgerð sem hefur mest áhrif haft til aukins jafnréttis á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreint fæðingarorlof feðra leiðir til þess að feður nýta fæðingarorlof sitt, sem hefur í framhaldi áhrif á staðalímyndir og viðhorf á vinnumarkaði og ekki síður innan veggja heimilisins. Þá er ýmislegt sem bendir til þess að taka feðraorlofs leiði til aukinnar þátttöku feðra í umönnun barna sinna, ákvarðana um framtíð og velferð þeirra og betri tengsla milli barna og feðra eftir að orlofinu lýkur. Það hefur svo aftur áhrif á hlutverk og staðalímyndir í þá átt að sjálfsagt sé að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á tekjuöflun og umönnun barna. Í hinum fullkomna heimi væri valfrelsi forelda við skiptingu fæðingarorlofs sjálfsögð réttindi. Í raunheimi er hætt við að slíkt gæti valdið afturför í jafnréttismálum og myndi færa samfélag okkar til í átt að þeim tíma sem ekkert okkar vill hverfa aftur til. Því miður erum við ekki komin lengra í jafnréttisbaráttunni en við færumst sífellt nær takmarkinu. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi. Höldum áfram á sömu braut. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allir eiga að hafa jafna möguleika á vinnumarkaði og geta þroskað hæfileika sína óháð kyni. Aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði stuðlar að hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að þau fyrirtæki sem stuðla að fjölbreytni á vinnustað séu eftirsóknarverðir vinnustaðir og standi almennt betur að vígi. Fæðingarorlofslöggjöfin setti tóninn fyrir það sem áunnist hefur á vinnumarkaði og varðar jafnrétti kynjanna undanfarna áratugi. Tuttugu ár eru liðin frá því að lög voru sett um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin þóttu býsna framsækin, þar sem fæðingarorlof var lengt úr sex mánuðum í níu auk þess sem feðrum var veittur sjálfstæður réttur til þess að taka slíkt orlof. Áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en á hinum Norðurlöndunum. Nú liggur fyrir frumvarp til laga þar sem lagðar eru til breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Helstu nýmælin eru að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og að skipting fæðingarorlofsréttar verði sem jöfnust milli foreldra. Slík tilhögun er talin best til þess fallin að ná markmiði laganna sem er eftir sem áður, að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að sinna bæði vinnu og fjölskyldu. Tillögurnar kveða á um að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en verði heimilt að framselja einn mánuð á milli þeirra sé þess óskað. Því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Talið er að jöfn skipting fæðingarorlofs eigi að tryggja sem best jafna möguleika foreldra á að annast barn sitt í fæðingarorlofi þangað til barnið kemst inn á leikskóla án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á vinnu foreldris. Tilgangur laganna snýr því ekki einvörðungu að því að vernda heilsu móður og barns, heldur líka að bregðast við þróun á vinnumarkaði þar sem atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt samhliða aukinni menntun þeirra. Í umsögnum um frumvarpið og í umræðunni hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika, jafnvel algjöru valfrelsi við skiptingu fæðingarorlofsmánaða. Þetta eru réttmætar ábendingar. Í fullkomnum heimi ætti valfrelsi við skiptingu fæðingaorlofa milli foreldra að vera sjálfsögð. Því miður er hins vegar margt sem bendir til þess að sú leið myndi ýta undir enn ójafnari nýtingu á fæðingarorlofi og þar með aukið á kynjamisrétti. Undanfarin tuttugu ár hafa feður einungis tekið það þriggja mánaða fæðingarorlof sem þeim er eyrnamerkt en mikill meirihluti mæðra tekur það sem eftir stendur. Algengt er að mæður dreifi fæðingarorlofinu og lengi þar með fjarveru frá störfum til að brúa umönnunarbilið fram að leikskóla. Það leiðir óhjákvæmilega til mun lengri fjarveru kvenna frá störfum en karla vegna barneigna. Í Noregi var sjálfstæður réttur feðra styttur úr fjórtán vikum í tíu árið 2014. Samhliða þeirri breytingu drógu feður hins vegar úr sinni orlofstöku. Fjórum árum síðar var réttur feðra lengdur á ný og er nú fimmtán vikur í Noregi. Talið er að fæðingarorlof feðra sé sú einstaka aðgerð sem hefur mest áhrif haft til aukins jafnréttis á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreint fæðingarorlof feðra leiðir til þess að feður nýta fæðingarorlof sitt, sem hefur í framhaldi áhrif á staðalímyndir og viðhorf á vinnumarkaði og ekki síður innan veggja heimilisins. Þá er ýmislegt sem bendir til þess að taka feðraorlofs leiði til aukinnar þátttöku feðra í umönnun barna sinna, ákvarðana um framtíð og velferð þeirra og betri tengsla milli barna og feðra eftir að orlofinu lýkur. Það hefur svo aftur áhrif á hlutverk og staðalímyndir í þá átt að sjálfsagt sé að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á tekjuöflun og umönnun barna. Í hinum fullkomna heimi væri valfrelsi forelda við skiptingu fæðingarorlofs sjálfsögð réttindi. Í raunheimi er hætt við að slíkt gæti valdið afturför í jafnréttismálum og myndi færa samfélag okkar til í átt að þeim tíma sem ekkert okkar vill hverfa aftur til. Því miður erum við ekki komin lengra í jafnréttisbaráttunni en við færumst sífellt nær takmarkinu. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi. Höldum áfram á sömu braut. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun