Miklir lubbar á ferðinni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2020 21:01 Fjóla Valdís er ein þeirra fjölmörgu sem hefur ekkert fengið að vinna síðustu vikurnar út af samkomutakmörkunum. Vísir/Einar Fimm vikna lokun hárgreiðslustofa hefur tekið á starfsfólk sem vonast til að mega fara að klippa aftur eftir helgina, enda sé ekki vanþörf á. Þetta er í annað sinn á árinu sem hárgreiðslustofum er lokað vegna kórónuveirufaraldursins en í fyrri bylgju faraldursins var þeim lokað í sex vikur. Það hefur reynt á marga sem þar starfa að komast ekki í vinnuna vikum saman. „Fólk er þreytt á að hafa ekkert fyrir stafni,“ segir Fjóla Valdís Árnadóttir rekstrarstjóri Barbarans og að margir upplifi eirðarleysi. Þær reglur sem nú eru í gildi gilda fram á þriðjudag og óvíst hvað tekur við að þeim loknum. Sóttvarnalæknir undirbýr nú nýtt minnisblað sem hann ætlar að senda til heilbrigðisráðherra á næstu dögum um framhald sóttvarnaraðgerða. Hann hefur þó sagt að hann vilji fara hægt í að aflétta þeim takmörkunum sem í gildi eru. Breyta um stíl Fjóla segir hárgreiðslufólki finnast misræmi í því að hægt sé til að mynda að fara í sjúkraþjálfun en ekki í klippingu þó starfsfólk þar sé með grímur og jafnvel í hönskum. „Við skiljum það ekki alveg af því að sóttvarnir eru góðar hjá hárgreiðslufólki. Þetta skýtur dálítið skökku við.“ Fjóla vonast til að hægt verði að byrja að klippa aftur í næstu viku og segir marga bíða eftir að komast í klippingu. „Miklir lubbar á ferðinni og manni hlakkar mikið til að fara að klippa aftur. Svo er líka svo spennandi. Af því að í fyrri bylgjunni, að þegar fólk kom í klippingu, að þá sem sagt var það komið með svo mikið hár að það fór að breyta um stíl og það svona hafði alltaf verið með stutt og fór að vera með lengra og breyta til og það er svo skemmtilegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 10. nóvember 2020 17:25 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fimm vikna lokun hárgreiðslustofa hefur tekið á starfsfólk sem vonast til að mega fara að klippa aftur eftir helgina, enda sé ekki vanþörf á. Þetta er í annað sinn á árinu sem hárgreiðslustofum er lokað vegna kórónuveirufaraldursins en í fyrri bylgju faraldursins var þeim lokað í sex vikur. Það hefur reynt á marga sem þar starfa að komast ekki í vinnuna vikum saman. „Fólk er þreytt á að hafa ekkert fyrir stafni,“ segir Fjóla Valdís Árnadóttir rekstrarstjóri Barbarans og að margir upplifi eirðarleysi. Þær reglur sem nú eru í gildi gilda fram á þriðjudag og óvíst hvað tekur við að þeim loknum. Sóttvarnalæknir undirbýr nú nýtt minnisblað sem hann ætlar að senda til heilbrigðisráðherra á næstu dögum um framhald sóttvarnaraðgerða. Hann hefur þó sagt að hann vilji fara hægt í að aflétta þeim takmörkunum sem í gildi eru. Breyta um stíl Fjóla segir hárgreiðslufólki finnast misræmi í því að hægt sé til að mynda að fara í sjúkraþjálfun en ekki í klippingu þó starfsfólk þar sé með grímur og jafnvel í hönskum. „Við skiljum það ekki alveg af því að sóttvarnir eru góðar hjá hárgreiðslufólki. Þetta skýtur dálítið skökku við.“ Fjóla vonast til að hægt verði að byrja að klippa aftur í næstu viku og segir marga bíða eftir að komast í klippingu. „Miklir lubbar á ferðinni og manni hlakkar mikið til að fara að klippa aftur. Svo er líka svo spennandi. Af því að í fyrri bylgjunni, að þegar fólk kom í klippingu, að þá sem sagt var það komið með svo mikið hár að það fór að breyta um stíl og það svona hafði alltaf verið með stutt og fór að vera með lengra og breyta til og það er svo skemmtilegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 10. nóvember 2020 17:25 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 10. nóvember 2020 17:25
„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08
Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25