Ýmis fyrirtæki blómstra og engin hætta á vöruskorti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2020 13:42 Ólafur Stephensen segir skilaboðin til atvinnurekenda skýr. Ekki leita að undanþágum og standa með stjórnvöldum. Almannavarnir Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára. „Það er ekki allt svart þótt erfitt sé hjá mörgum,“ sagði Ólafur á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Enginn vöruskortur í kortunum Ólafur sagði að innan FA séu mörg fyrirtæki í smærri kantinum eða í millistærð. Í könnunum sem samtökin hafi gert komi fram að þrátt fyrir erfiða tíma vegna kórónuveirufaraldursins telji yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi að ári. Þá ræddi hann störf fólks á bak við tjöldin hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hafi unnið þrekvirki að koma vörum til landsins svo aldrei sé neinn alvarlegur skortur í verslunum. Í byrjun faraldursins hefði ekki verið augljóst að þannig tækist að búa um hnútana. Ekki væri von á vöruskorti nú þegar jólin eru á næsta leyti. Litlar líkur séu á því og þá ekki í neinu sem telja mætti til lykilvara. Þá nefndi hann ljóst að ýmislegt mætti læra af faraldrinum. Þannig væru atvinnurekendur orðnir býsna góðir í að finna lausnir til að starfa á meðan hertum aðgerðum stendur. Ljóst væri að stjórnvöld og atvinnulíf gætu unnið vel saman á erfiðum tímum. Fyrirtæki standi með stjórnvöldum Ólafur nefndi á þeim nótum að FA hefði lagt áherslu á atvinnurekendur að leita allra ráða til að starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setji á tímum kórónuveirufaraldursins. Það þurfi að standa með stjórnvöldum. „Það verður ekkert eðlilegt aftur nema við stöndum saman og vinnum saman.“ Tryggja þyrfti áframhaldandi rekstur innan þess ramma og forðast að leita undanþága frá reglum sem gildi í samfélaginu. Hann lagði þó áherslu á því að yfirvöld væru skýr og pössuðu upp á fyrirsjáanleika varðandi aðgerðir til að koma til móts við atvinnurekendur á þessum tímum. Lokunarstyrkir séu dæmi um það enda ljóst að hjá sumum fyrirtækjum sé óumflýjanlegt annað en að þau verði gjaldþrota. Brúarlánin misheppnuð Varðandi fyrirtækin innan FA þá eru stærri fyrirtækin með sterkara bakland og betra aðgengi að fjármagni. Faraldurinn reynist því minni fyrirtækjum heilt yfir verr en þeim stærri. Hann sagðist þó hafa nokkrar áhyggjur af því að úrræði stjórnvalda, og það fjármagn sem sett hefur verið til hliðar, sé ekki að nýtast nógu vel. Dæmi um það væri brúarlánin sem væru misheppnað úrræði og hafi ekki virkað. Þar megi líklega kenna um áhættu bankanna af slíkum lánum, sem sé of mikil. Úrræðið þurfi að endurskoða svo það gagnist fyrirtækjum. Þá nefndi hann að hjá 12 prósent fyrirtækja innan FA séu tekjur meiri en fyrir ári. Best gangi hjá þeim sem flytji inn og selji raftæki. Þá séu margir landsmenn að sinna viðhaldi og því gangi verslunum með aðföng í byggingariðnaði vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Sjá meira
Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára. „Það er ekki allt svart þótt erfitt sé hjá mörgum,“ sagði Ólafur á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Enginn vöruskortur í kortunum Ólafur sagði að innan FA séu mörg fyrirtæki í smærri kantinum eða í millistærð. Í könnunum sem samtökin hafi gert komi fram að þrátt fyrir erfiða tíma vegna kórónuveirufaraldursins telji yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi að ári. Þá ræddi hann störf fólks á bak við tjöldin hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hafi unnið þrekvirki að koma vörum til landsins svo aldrei sé neinn alvarlegur skortur í verslunum. Í byrjun faraldursins hefði ekki verið augljóst að þannig tækist að búa um hnútana. Ekki væri von á vöruskorti nú þegar jólin eru á næsta leyti. Litlar líkur séu á því og þá ekki í neinu sem telja mætti til lykilvara. Þá nefndi hann ljóst að ýmislegt mætti læra af faraldrinum. Þannig væru atvinnurekendur orðnir býsna góðir í að finna lausnir til að starfa á meðan hertum aðgerðum stendur. Ljóst væri að stjórnvöld og atvinnulíf gætu unnið vel saman á erfiðum tímum. Fyrirtæki standi með stjórnvöldum Ólafur nefndi á þeim nótum að FA hefði lagt áherslu á atvinnurekendur að leita allra ráða til að starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setji á tímum kórónuveirufaraldursins. Það þurfi að standa með stjórnvöldum. „Það verður ekkert eðlilegt aftur nema við stöndum saman og vinnum saman.“ Tryggja þyrfti áframhaldandi rekstur innan þess ramma og forðast að leita undanþága frá reglum sem gildi í samfélaginu. Hann lagði þó áherslu á því að yfirvöld væru skýr og pössuðu upp á fyrirsjáanleika varðandi aðgerðir til að koma til móts við atvinnurekendur á þessum tímum. Lokunarstyrkir séu dæmi um það enda ljóst að hjá sumum fyrirtækjum sé óumflýjanlegt annað en að þau verði gjaldþrota. Brúarlánin misheppnuð Varðandi fyrirtækin innan FA þá eru stærri fyrirtækin með sterkara bakland og betra aðgengi að fjármagni. Faraldurinn reynist því minni fyrirtækjum heilt yfir verr en þeim stærri. Hann sagðist þó hafa nokkrar áhyggjur af því að úrræði stjórnvalda, og það fjármagn sem sett hefur verið til hliðar, sé ekki að nýtast nógu vel. Dæmi um það væri brúarlánin sem væru misheppnað úrræði og hafi ekki virkað. Þar megi líklega kenna um áhættu bankanna af slíkum lánum, sem sé of mikil. Úrræðið þurfi að endurskoða svo það gagnist fyrirtækjum. Þá nefndi hann að hjá 12 prósent fyrirtækja innan FA séu tekjur meiri en fyrir ári. Best gangi hjá þeim sem flytji inn og selji raftæki. Þá séu margir landsmenn að sinna viðhaldi og því gangi verslunum með aðföng í byggingariðnaði vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Sjá meira