Hefur heyrt óþægilega margar sögur af ósveigjanleika skólastjórnenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:13 Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, var gestur á upplýsingafundi dagsins. Almannavarnir Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, segist hafa heyrt óþægilegar margar sögur af samskiptum við skólastjórnendur þar sem þeir sýna lítinn sveigjanleika í því að koma til móts við nemendur vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa hjá mörgu ungu fólki vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Unu á upplýsingafundi almannavarna- og landlæknis í dag en hún var gestur fundarins ásamt Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Una kvaðst á fundinum vera stolt af unga fólkinu sem hefði lagt sig allt fram við að fylgja sóttvarnareglum. „Jafnvel þótt það sé mikil gremja sem fylgi því að geta ekki hitt vinina og upplifa eins og það sé að missa af stórum hluta tímans sem því hefur reglulega verið sagt að séu bestu ár lífsins. Samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir sem við höfum þurft að grípa til á síðustu sex mánuðum hafa reynt töluvert á andlega heilsu ungs fólks sem finnst ofboðslega erfitt að horfa bjartsýnt til framtíðar,“ sagði Una og bætti við að félagsleg einangrunin hefði reynst sérstaklega erfið fyrir ungt fólk í námi og þau sem búa ein. Þá væri sérstaklega erfitt að horfa upp á ungt fólk sem væri fast í erfiðum heimilisaðstæðum og liði eins og það kæmist hvergi í skjól. Hún benti þeim og öllum öðrum sem líður á netspjall Neyðarlínunnar og hjálparsíma og netspjall Rauða krossins, 1717. Síðustu mánuðir hafi sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga Una sagði síðustu mánuði hafa sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga og annarra hagsmunasamtaka sem berjast fyrir réttindum ungs fólks. Þessar hreyfingar hafi barist fyrir aðstæðum og aðgerðum í þágu ungs fólks í kjölfar faraldursins og brýndi Una það fyrir stjórnvöldum og skólastjórnendum að bregðast við kröfum þeirra. „Og hafa samráð við nemendur eða fulltrúa þeirra við skipulagningu náms. Nú ríkir mikil óánægja með framkvæmd lokaprófa í framhalds- og háskólum og hafa margir nemendur lýst takmörkuðum samstarfsvilja eða sveigjanleika í samskiptum sínum við skólayfirvöld þrátt fyrir þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi,“ sagði Una sem var svo spurð nánar út í áhyggjur nemenda af lokaprófum og í hverju ósveigjanleiki skólanna væri fólginn. „Það sem ég heyri mest af eru nemendur sem treysta sér ekki til að mæta og taka próf á staðnum. Þeir teysta sér ekki sökum ástandsins og bara andlegrar heilsu eða eru kannski með fjölskyldumeðlim sem er í áhættuhóp og vill ekki taka áhættuna. Það hefur verið sagt og það gefið út að margir skólar ætla að halda staðpróf og það er mikil óánægja með það,“ sagði Una. Fá ekki þá aðstoð og þann skilning sem þau telja sig þurfa Hvað ósveigjanleika í skólunum varðar þá sagði Una nemendur upplifa að það erfitt væri að fá aðstoð og skilning frá skólastjórnendum og kennurum. „Þegar ungu fólki líður illa, það er kvíðið, það er mikil vanlíðan og það á erfitt með að sinna skólanum eins og það myndi annars gera eða kannski hentar þetta fyrirkomulag á netinu þeim illa, að þegar það óskar eftir einhverjum sveigjanleika hjá skólastjórnendum eða kennurum þá er svolítið erfitt að fá þá aðstoð sem því finnst það þurfa að fá og þann skilning sem það þarf sökum ástandsins,“ sagði Una. Hún tók sem dæmi að í september, þegar það var enn í boði að sækja tíma í skólunum, fengu nemendur í áhættuhópum undanþágu frá því að mæta í skólann. Ekki var komið til móts á sama hátt við nemendur sem bjuggu með einhverjum inni á heimilinu sem var í áhættuhóp, það er þeir nemendur þurftu að mæta í skólann. „Það er svolítið þessi sveigjanleiki sem er vissulega ólíkur eftir skólum og skólastjórnendum en ég hef heyrt óþægilega margar sögur af slíkum samskiptum við skólastjórnendur,“ sagði Una og bætti við að hagsmunasamtök nemenda hefðu sömu sögu að segja í þessum efnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, segist hafa heyrt óþægilegar margar sögur af samskiptum við skólastjórnendur þar sem þeir sýna lítinn sveigjanleika í því að koma til móts við nemendur vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa hjá mörgu ungu fólki vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Unu á upplýsingafundi almannavarna- og landlæknis í dag en hún var gestur fundarins ásamt Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Una kvaðst á fundinum vera stolt af unga fólkinu sem hefði lagt sig allt fram við að fylgja sóttvarnareglum. „Jafnvel þótt það sé mikil gremja sem fylgi því að geta ekki hitt vinina og upplifa eins og það sé að missa af stórum hluta tímans sem því hefur reglulega verið sagt að séu bestu ár lífsins. Samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir sem við höfum þurft að grípa til á síðustu sex mánuðum hafa reynt töluvert á andlega heilsu ungs fólks sem finnst ofboðslega erfitt að horfa bjartsýnt til framtíðar,“ sagði Una og bætti við að félagsleg einangrunin hefði reynst sérstaklega erfið fyrir ungt fólk í námi og þau sem búa ein. Þá væri sérstaklega erfitt að horfa upp á ungt fólk sem væri fast í erfiðum heimilisaðstæðum og liði eins og það kæmist hvergi í skjól. Hún benti þeim og öllum öðrum sem líður á netspjall Neyðarlínunnar og hjálparsíma og netspjall Rauða krossins, 1717. Síðustu mánuðir hafi sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga Una sagði síðustu mánuði hafa sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga og annarra hagsmunasamtaka sem berjast fyrir réttindum ungs fólks. Þessar hreyfingar hafi barist fyrir aðstæðum og aðgerðum í þágu ungs fólks í kjölfar faraldursins og brýndi Una það fyrir stjórnvöldum og skólastjórnendum að bregðast við kröfum þeirra. „Og hafa samráð við nemendur eða fulltrúa þeirra við skipulagningu náms. Nú ríkir mikil óánægja með framkvæmd lokaprófa í framhalds- og háskólum og hafa margir nemendur lýst takmörkuðum samstarfsvilja eða sveigjanleika í samskiptum sínum við skólayfirvöld þrátt fyrir þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi,“ sagði Una sem var svo spurð nánar út í áhyggjur nemenda af lokaprófum og í hverju ósveigjanleiki skólanna væri fólginn. „Það sem ég heyri mest af eru nemendur sem treysta sér ekki til að mæta og taka próf á staðnum. Þeir teysta sér ekki sökum ástandsins og bara andlegrar heilsu eða eru kannski með fjölskyldumeðlim sem er í áhættuhóp og vill ekki taka áhættuna. Það hefur verið sagt og það gefið út að margir skólar ætla að halda staðpróf og það er mikil óánægja með það,“ sagði Una. Fá ekki þá aðstoð og þann skilning sem þau telja sig þurfa Hvað ósveigjanleika í skólunum varðar þá sagði Una nemendur upplifa að það erfitt væri að fá aðstoð og skilning frá skólastjórnendum og kennurum. „Þegar ungu fólki líður illa, það er kvíðið, það er mikil vanlíðan og það á erfitt með að sinna skólanum eins og það myndi annars gera eða kannski hentar þetta fyrirkomulag á netinu þeim illa, að þegar það óskar eftir einhverjum sveigjanleika hjá skólastjórnendum eða kennurum þá er svolítið erfitt að fá þá aðstoð sem því finnst það þurfa að fá og þann skilning sem það þarf sökum ástandsins,“ sagði Una. Hún tók sem dæmi að í september, þegar það var enn í boði að sækja tíma í skólunum, fengu nemendur í áhættuhópum undanþágu frá því að mæta í skólann. Ekki var komið til móts á sama hátt við nemendur sem bjuggu með einhverjum inni á heimilinu sem var í áhættuhóp, það er þeir nemendur þurftu að mæta í skólann. „Það er svolítið þessi sveigjanleiki sem er vissulega ólíkur eftir skólum og skólastjórnendum en ég hef heyrt óþægilega margar sögur af slíkum samskiptum við skólastjórnendur,“ sagði Una og bætti við að hagsmunasamtök nemenda hefðu sömu sögu að segja í þessum efnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira