Hefur heyrt óþægilega margar sögur af ósveigjanleika skólastjórnenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:13 Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, var gestur á upplýsingafundi dagsins. Almannavarnir Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, segist hafa heyrt óþægilegar margar sögur af samskiptum við skólastjórnendur þar sem þeir sýna lítinn sveigjanleika í því að koma til móts við nemendur vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa hjá mörgu ungu fólki vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Unu á upplýsingafundi almannavarna- og landlæknis í dag en hún var gestur fundarins ásamt Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Una kvaðst á fundinum vera stolt af unga fólkinu sem hefði lagt sig allt fram við að fylgja sóttvarnareglum. „Jafnvel þótt það sé mikil gremja sem fylgi því að geta ekki hitt vinina og upplifa eins og það sé að missa af stórum hluta tímans sem því hefur reglulega verið sagt að séu bestu ár lífsins. Samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir sem við höfum þurft að grípa til á síðustu sex mánuðum hafa reynt töluvert á andlega heilsu ungs fólks sem finnst ofboðslega erfitt að horfa bjartsýnt til framtíðar,“ sagði Una og bætti við að félagsleg einangrunin hefði reynst sérstaklega erfið fyrir ungt fólk í námi og þau sem búa ein. Þá væri sérstaklega erfitt að horfa upp á ungt fólk sem væri fast í erfiðum heimilisaðstæðum og liði eins og það kæmist hvergi í skjól. Hún benti þeim og öllum öðrum sem líður á netspjall Neyðarlínunnar og hjálparsíma og netspjall Rauða krossins, 1717. Síðustu mánuðir hafi sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga Una sagði síðustu mánuði hafa sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga og annarra hagsmunasamtaka sem berjast fyrir réttindum ungs fólks. Þessar hreyfingar hafi barist fyrir aðstæðum og aðgerðum í þágu ungs fólks í kjölfar faraldursins og brýndi Una það fyrir stjórnvöldum og skólastjórnendum að bregðast við kröfum þeirra. „Og hafa samráð við nemendur eða fulltrúa þeirra við skipulagningu náms. Nú ríkir mikil óánægja með framkvæmd lokaprófa í framhalds- og háskólum og hafa margir nemendur lýst takmörkuðum samstarfsvilja eða sveigjanleika í samskiptum sínum við skólayfirvöld þrátt fyrir þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi,“ sagði Una sem var svo spurð nánar út í áhyggjur nemenda af lokaprófum og í hverju ósveigjanleiki skólanna væri fólginn. „Það sem ég heyri mest af eru nemendur sem treysta sér ekki til að mæta og taka próf á staðnum. Þeir teysta sér ekki sökum ástandsins og bara andlegrar heilsu eða eru kannski með fjölskyldumeðlim sem er í áhættuhóp og vill ekki taka áhættuna. Það hefur verið sagt og það gefið út að margir skólar ætla að halda staðpróf og það er mikil óánægja með það,“ sagði Una. Fá ekki þá aðstoð og þann skilning sem þau telja sig þurfa Hvað ósveigjanleika í skólunum varðar þá sagði Una nemendur upplifa að það erfitt væri að fá aðstoð og skilning frá skólastjórnendum og kennurum. „Þegar ungu fólki líður illa, það er kvíðið, það er mikil vanlíðan og það á erfitt með að sinna skólanum eins og það myndi annars gera eða kannski hentar þetta fyrirkomulag á netinu þeim illa, að þegar það óskar eftir einhverjum sveigjanleika hjá skólastjórnendum eða kennurum þá er svolítið erfitt að fá þá aðstoð sem því finnst það þurfa að fá og þann skilning sem það þarf sökum ástandsins,“ sagði Una. Hún tók sem dæmi að í september, þegar það var enn í boði að sækja tíma í skólunum, fengu nemendur í áhættuhópum undanþágu frá því að mæta í skólann. Ekki var komið til móts á sama hátt við nemendur sem bjuggu með einhverjum inni á heimilinu sem var í áhættuhóp, það er þeir nemendur þurftu að mæta í skólann. „Það er svolítið þessi sveigjanleiki sem er vissulega ólíkur eftir skólum og skólastjórnendum en ég hef heyrt óþægilega margar sögur af slíkum samskiptum við skólastjórnendur,“ sagði Una og bætti við að hagsmunasamtök nemenda hefðu sömu sögu að segja í þessum efnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, segist hafa heyrt óþægilegar margar sögur af samskiptum við skólastjórnendur þar sem þeir sýna lítinn sveigjanleika í því að koma til móts við nemendur vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa hjá mörgu ungu fólki vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Unu á upplýsingafundi almannavarna- og landlæknis í dag en hún var gestur fundarins ásamt Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Una kvaðst á fundinum vera stolt af unga fólkinu sem hefði lagt sig allt fram við að fylgja sóttvarnareglum. „Jafnvel þótt það sé mikil gremja sem fylgi því að geta ekki hitt vinina og upplifa eins og það sé að missa af stórum hluta tímans sem því hefur reglulega verið sagt að séu bestu ár lífsins. Samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir sem við höfum þurft að grípa til á síðustu sex mánuðum hafa reynt töluvert á andlega heilsu ungs fólks sem finnst ofboðslega erfitt að horfa bjartsýnt til framtíðar,“ sagði Una og bætti við að félagsleg einangrunin hefði reynst sérstaklega erfið fyrir ungt fólk í námi og þau sem búa ein. Þá væri sérstaklega erfitt að horfa upp á ungt fólk sem væri fast í erfiðum heimilisaðstæðum og liði eins og það kæmist hvergi í skjól. Hún benti þeim og öllum öðrum sem líður á netspjall Neyðarlínunnar og hjálparsíma og netspjall Rauða krossins, 1717. Síðustu mánuðir hafi sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga Una sagði síðustu mánuði hafa sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga og annarra hagsmunasamtaka sem berjast fyrir réttindum ungs fólks. Þessar hreyfingar hafi barist fyrir aðstæðum og aðgerðum í þágu ungs fólks í kjölfar faraldursins og brýndi Una það fyrir stjórnvöldum og skólastjórnendum að bregðast við kröfum þeirra. „Og hafa samráð við nemendur eða fulltrúa þeirra við skipulagningu náms. Nú ríkir mikil óánægja með framkvæmd lokaprófa í framhalds- og háskólum og hafa margir nemendur lýst takmörkuðum samstarfsvilja eða sveigjanleika í samskiptum sínum við skólayfirvöld þrátt fyrir þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi,“ sagði Una sem var svo spurð nánar út í áhyggjur nemenda af lokaprófum og í hverju ósveigjanleiki skólanna væri fólginn. „Það sem ég heyri mest af eru nemendur sem treysta sér ekki til að mæta og taka próf á staðnum. Þeir teysta sér ekki sökum ástandsins og bara andlegrar heilsu eða eru kannski með fjölskyldumeðlim sem er í áhættuhóp og vill ekki taka áhættuna. Það hefur verið sagt og það gefið út að margir skólar ætla að halda staðpróf og það er mikil óánægja með það,“ sagði Una. Fá ekki þá aðstoð og þann skilning sem þau telja sig þurfa Hvað ósveigjanleika í skólunum varðar þá sagði Una nemendur upplifa að það erfitt væri að fá aðstoð og skilning frá skólastjórnendum og kennurum. „Þegar ungu fólki líður illa, það er kvíðið, það er mikil vanlíðan og það á erfitt með að sinna skólanum eins og það myndi annars gera eða kannski hentar þetta fyrirkomulag á netinu þeim illa, að þegar það óskar eftir einhverjum sveigjanleika hjá skólastjórnendum eða kennurum þá er svolítið erfitt að fá þá aðstoð sem því finnst það þurfa að fá og þann skilning sem það þarf sökum ástandsins,“ sagði Una. Hún tók sem dæmi að í september, þegar það var enn í boði að sækja tíma í skólunum, fengu nemendur í áhættuhópum undanþágu frá því að mæta í skólann. Ekki var komið til móts á sama hátt við nemendur sem bjuggu með einhverjum inni á heimilinu sem var í áhættuhóp, það er þeir nemendur þurftu að mæta í skólann. „Það er svolítið þessi sveigjanleiki sem er vissulega ólíkur eftir skólum og skólastjórnendum en ég hef heyrt óþægilega margar sögur af slíkum samskiptum við skólastjórnendur,“ sagði Una og bætti við að hagsmunasamtök nemenda hefðu sömu sögu að segja í þessum efnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira