Ljótar lýsingar í nauðgunarmáli á skemmtistað í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2020 11:00 Frá eftirliti lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður er sakaður um að hafa á kvennasalerni skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar í fyrra nauðgað konu. Lýsingar í ákæru málsins eru grófar og ástæða til að vara lesendur við lýsingum að neðan. Hlaut konan töluverða áverka við árásina eftir því sem fram kemur í ákæru. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag en karlmaðurinn neitar sök. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi komið að konunni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni staðarins. Kyssti hann hana, leiddi inn á salernið og inn á salernisbás. Þar á hann að hafa lagt hönd hennar á ber kynfæri sín, dregið niður um hana buxurnar og stungið fingum í leggöng hennar. Sneri hann konunni síðan við og þvingaði eða reyndi að þvinga lim sínum inn í leggöng hennar. Reyndi hann í framhaldinu að láta konuna hafa við sig munnmök en þá komst konan undan. Á meðan á þessu stóð hafi karlmaðurinn gripið um hár konunnar. Hún hafi ítrekað með orðum og athöfnum reynt að fá karlmanninn til að láta af háttseminni. Hlaut hún hálfs sentímetra sprungu ofan sníps auk roða, sárs og mars á meyjarhafti og tveggja millimetra sprungu á spöng. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi beitt konuna og ólögmætri nauðung auk þess að nýta sér yfirburði vegna aðstöðu- og aflsmunar Farið er fram á fimm milljóna króna miskabætur fyrir hönd konunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er aðalmeðferð í málinu ekki lokið. Þegar henni lýkur má reikna með um fjórum vikum þar til dómur verður kveðinn upp. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Næturlíf Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Karlmaður er sakaður um að hafa á kvennasalerni skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar í fyrra nauðgað konu. Lýsingar í ákæru málsins eru grófar og ástæða til að vara lesendur við lýsingum að neðan. Hlaut konan töluverða áverka við árásina eftir því sem fram kemur í ákæru. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag en karlmaðurinn neitar sök. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi komið að konunni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni staðarins. Kyssti hann hana, leiddi inn á salernið og inn á salernisbás. Þar á hann að hafa lagt hönd hennar á ber kynfæri sín, dregið niður um hana buxurnar og stungið fingum í leggöng hennar. Sneri hann konunni síðan við og þvingaði eða reyndi að þvinga lim sínum inn í leggöng hennar. Reyndi hann í framhaldinu að láta konuna hafa við sig munnmök en þá komst konan undan. Á meðan á þessu stóð hafi karlmaðurinn gripið um hár konunnar. Hún hafi ítrekað með orðum og athöfnum reynt að fá karlmanninn til að láta af háttseminni. Hlaut hún hálfs sentímetra sprungu ofan sníps auk roða, sárs og mars á meyjarhafti og tveggja millimetra sprungu á spöng. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi beitt konuna og ólögmætri nauðung auk þess að nýta sér yfirburði vegna aðstöðu- og aflsmunar Farið er fram á fimm milljóna króna miskabætur fyrir hönd konunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er aðalmeðferð í málinu ekki lokið. Þegar henni lýkur má reikna með um fjórum vikum þar til dómur verður kveðinn upp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Næturlíf Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira