Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. nóvember 2020 10:31 Tilslakanir á landamærum eru forsenda efnahagsbata á næsta ári að mati starfshópsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Starfshópur Fjármála- og efnahagsráðherra sem falið var að gera úttekt á efnahagslegum áhrifum sóttvarna, segir að breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum sé forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. Hið breytta fyrirkomulag, með ásættanlegri áhættu með tilliti til sóttvarna, myndi liðka fyrir aðgangi ferðamanna hingað til lands. Þetta er á meðal niðurstaðna starfshópsins en greint er frá þeim á heimasíðu stjórnarráðsins. Þar segir að mikið sé því í húfi að leitað sé leiða til að auðvelda ferðalög milli landa án þess að samfélagslegum hag af árangursríkum sóttvörnum sé kastað fyrir róða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst líklegast ætla að leggja til að tvöföldun skimun á landamærum verði skylda. Til skoðunar er hjá stjórnvöldum að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum. Forsætisráðherra hefur sagt ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núgildandi fyrirkomulag, þar sem fólk getur greitt fyrir tvöfalda skimun eða farið í fjórtán daga sóttkví, gildir út nóvember. Í minnisblaði með niðurstöðum starfshópsins segir einnig að áður en ákvörðun verði tekin um slakari aðgerðir á landamærum sé mikilvægt að greina áhættu hvað varðar útbreiðslu farsóttarinnar og leggja mat á hvað teljist ásættanlegt í þeim efnum. Í skýrslunni segir að frá því tvöföld skimun fyrir alla komufarþega tók gildi þann 19. ágúst hafi farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkað um 90% miðað við fyrri hluta ágúst og 97% miðað við sama tíma í fyrra. „Fátt bendir til annars en að fjöldi erlendra ferðamanna verði áfram í lágmarki svo lengi sem núverandi aðgerðir eru í gildi á landamærum,“ segir enn fremur og bætt við að ekkert bendi til annars en að það markmið að koma í veg fyrir að smit berist til landsins hafi náðst. Þá segir að fjölmargir aðrir þættir, sem ekki tengjast beint tilhögun á landamærunum hafi áhrif á fjölda ferðamanna á næstu misserum. „Má þar nefna þróun faraldursins hérlendis og í upprunalandi ferðamanna, þær reglur sem önnur ríki setja á landamærum sínum gagnvart för fólks til eða komum frá Íslandi og þróun faraldursins og landamærareglna í þeim löndum sem íslensk ferðaþjónusta er í samkeppni við.“ Starfshópurinn tók þrjár tillögur að breyttum aðgerðum til nánari skoðunar en þær eru eftirfarandi: Vottorð frá heimalandi: Tvöfaldri skimun verði hliðrað fyrir ferðamenn þannig að fyrri skimun eigi sér stað í heimalandi ferðamannsins en seinni skimun eigi sér stað við komu á landamærum Íslands. Ferðamannasmitgát: Núverandi fyrirkomulag á landamæraskimun verði óbreytt nema að því leyti að ferðamenn fái að fara í svokallaða ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli fyrri og seinni skimunar. Þreföld skimun: Tillögur A og B taki báðar gildi, þ.e. þreföld landamæraskimun þar sem fyrsta skimun á sér stað í heimalandi ferðamanns, önnur skimun við komu til landsins og þriðja skimun fimm dögum síðar. Ferðamannasmitgát gildi milli annarrar og þriðju skimunar. Þá er í minnisblaðinu vitnað í mat Icelandair á áhrifum þessara tillagna á fjölda flugfarþega og er það niðurstaða starfshópsins að fjöldi erlendra ferðamanna árið 2021 gæti orðið á bilinu 370-800 þúsund að gefnum tilteknum forsendum. „Til samanburðar er talið að nærri 100 þúsund ferðamenn myndu sækja landið heim árið 2021 ef núverandi fyrirkomulag yrði á landamærum allt árið.“ Að auki myndu breytingar til enn frekari slökunar sóttvarnaaðgerða á næsta ári, til dæmis ef bóluefni kemur fyrr en seinna, leiða til fleiri erlendra ferðamanna. Starfshópurinn segir að fjóra þætti þurfi að hafa í huga við mótun aðgerða: Í fyrsta lagi skiptir máli hvenær breytt fyrirkomulag er tilkynnt og hvenær það tekur gildi. Því fyrr sem tilkynnt er um nýtt fyrirkomulag með skýrum tímaramma, því meiri gæti fjöldi ferðamanna orðið næsta sumar. Í öðru lagi er fyrirsjáanleiki mikilvægur. Því þarf að tryggja vandað áhættumat og skilyrða fyrirkomulagið með einhverjum hætti. Í þriðja lagi skiptir trúverðugleiki máli þegar breytt fyrirkomulag er kynnt. Mikilvægt er að traust ríki á að breyttu fyrirkomulagi verði ekki breytt til herðingar svo að ferðaþjónustan geti í góðri trú selt ferðir á grundvelli þess. Í fjórða lagi þarf að huga að samspili innlendra sóttvarna við aðgerðir á landamærum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. 9. nóvember 2020 18:30 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Starfshópur Fjármála- og efnahagsráðherra sem falið var að gera úttekt á efnahagslegum áhrifum sóttvarna, segir að breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum sé forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. Hið breytta fyrirkomulag, með ásættanlegri áhættu með tilliti til sóttvarna, myndi liðka fyrir aðgangi ferðamanna hingað til lands. Þetta er á meðal niðurstaðna starfshópsins en greint er frá þeim á heimasíðu stjórnarráðsins. Þar segir að mikið sé því í húfi að leitað sé leiða til að auðvelda ferðalög milli landa án þess að samfélagslegum hag af árangursríkum sóttvörnum sé kastað fyrir róða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst líklegast ætla að leggja til að tvöföldun skimun á landamærum verði skylda. Til skoðunar er hjá stjórnvöldum að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum. Forsætisráðherra hefur sagt ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núgildandi fyrirkomulag, þar sem fólk getur greitt fyrir tvöfalda skimun eða farið í fjórtán daga sóttkví, gildir út nóvember. Í minnisblaði með niðurstöðum starfshópsins segir einnig að áður en ákvörðun verði tekin um slakari aðgerðir á landamærum sé mikilvægt að greina áhættu hvað varðar útbreiðslu farsóttarinnar og leggja mat á hvað teljist ásættanlegt í þeim efnum. Í skýrslunni segir að frá því tvöföld skimun fyrir alla komufarþega tók gildi þann 19. ágúst hafi farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkað um 90% miðað við fyrri hluta ágúst og 97% miðað við sama tíma í fyrra. „Fátt bendir til annars en að fjöldi erlendra ferðamanna verði áfram í lágmarki svo lengi sem núverandi aðgerðir eru í gildi á landamærum,“ segir enn fremur og bætt við að ekkert bendi til annars en að það markmið að koma í veg fyrir að smit berist til landsins hafi náðst. Þá segir að fjölmargir aðrir þættir, sem ekki tengjast beint tilhögun á landamærunum hafi áhrif á fjölda ferðamanna á næstu misserum. „Má þar nefna þróun faraldursins hérlendis og í upprunalandi ferðamanna, þær reglur sem önnur ríki setja á landamærum sínum gagnvart för fólks til eða komum frá Íslandi og þróun faraldursins og landamærareglna í þeim löndum sem íslensk ferðaþjónusta er í samkeppni við.“ Starfshópurinn tók þrjár tillögur að breyttum aðgerðum til nánari skoðunar en þær eru eftirfarandi: Vottorð frá heimalandi: Tvöfaldri skimun verði hliðrað fyrir ferðamenn þannig að fyrri skimun eigi sér stað í heimalandi ferðamannsins en seinni skimun eigi sér stað við komu á landamærum Íslands. Ferðamannasmitgát: Núverandi fyrirkomulag á landamæraskimun verði óbreytt nema að því leyti að ferðamenn fái að fara í svokallaða ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli fyrri og seinni skimunar. Þreföld skimun: Tillögur A og B taki báðar gildi, þ.e. þreföld landamæraskimun þar sem fyrsta skimun á sér stað í heimalandi ferðamanns, önnur skimun við komu til landsins og þriðja skimun fimm dögum síðar. Ferðamannasmitgát gildi milli annarrar og þriðju skimunar. Þá er í minnisblaðinu vitnað í mat Icelandair á áhrifum þessara tillagna á fjölda flugfarþega og er það niðurstaða starfshópsins að fjöldi erlendra ferðamanna árið 2021 gæti orðið á bilinu 370-800 þúsund að gefnum tilteknum forsendum. „Til samanburðar er talið að nærri 100 þúsund ferðamenn myndu sækja landið heim árið 2021 ef núverandi fyrirkomulag yrði á landamærum allt árið.“ Að auki myndu breytingar til enn frekari slökunar sóttvarnaaðgerða á næsta ári, til dæmis ef bóluefni kemur fyrr en seinna, leiða til fleiri erlendra ferðamanna. Starfshópurinn segir að fjóra þætti þurfi að hafa í huga við mótun aðgerða: Í fyrsta lagi skiptir máli hvenær breytt fyrirkomulag er tilkynnt og hvenær það tekur gildi. Því fyrr sem tilkynnt er um nýtt fyrirkomulag með skýrum tímaramma, því meiri gæti fjöldi ferðamanna orðið næsta sumar. Í öðru lagi er fyrirsjáanleiki mikilvægur. Því þarf að tryggja vandað áhættumat og skilyrða fyrirkomulagið með einhverjum hætti. Í þriðja lagi skiptir trúverðugleiki máli þegar breytt fyrirkomulag er kynnt. Mikilvægt er að traust ríki á að breyttu fyrirkomulagi verði ekki breytt til herðingar svo að ferðaþjónustan geti í góðri trú selt ferðir á grundvelli þess. Í fjórða lagi þarf að huga að samspili innlendra sóttvarna við aðgerðir á landamærum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. 9. nóvember 2020 18:30 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. 9. nóvember 2020 18:30
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent