Formaður enska knattspyrnusambandsins segir af sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 19:31 Greg Clarke og Harry Kane á góðri stundu. Sá fyrrnefndi hefur nú sagt starfi sínu lausu. Nick Potts/Getty Images Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, var á fjarfundi með þingmönnum þar sem hann lét ummæli falla sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Sagði hann í kjölfarið af sér. Clarke var að svara spurningu um hversu erfitt það væri fyrir samkynhneigða knattspyrnumenn að koma út úr skápnum vegna samfélagsmiðla. Í framhaldi af því talaði hann um „fræga litaða knattspyrnumenn,“ [e. high-profile coloured footballers]. We can confirm that Greg Clarke has stepped down from his role as our chairman.Peter McCormick will step into the role as interim FA Chairman with immediate effect and the FA Board will begin the process of identifying and appointing a new chair in due course.— The FA (@FA) November 10, 2020 „Ef ég horfi á allt það áreiti sem frægir kvenkyns leikmenn sem og frægir litaðir fótboltamenn verða fyrir á samfélagsmiðlum … samfélagsmiðlar eru opnir öllum,“ var svar Clarke. Var honum bent á að hann hafi notað orðið litaðir og baðst hann í kjölfarið afsökunar. Sagðist hafa verið beðinn um að nota orðið „litaðir“ er hann vann í Bandaríkjunum á sínum tíma. Sagði hann það ástæðu þess að hann mismælti sig stundum. Gaf knattspyrnusambandið í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem kom fram að Clarke bæðist afsökunar á orðum sínum og að hugtakið „litaðir“ er ekki boðlegt til að lýsa leikmönnum sem eru hluti af minnihlutahópum. Clarke var einnig gagnrýndur fyrir að ræða mismunandi áhugasvið fólks eftir því hvar það er fædd í heiminum. Nefndi hann til að mynda að fólk af suður asískum uppruna og fólk frá Afríku og Karabíahafinu hefði mismunandi áhugasvið. Fyrst var greint frá því að Clarke harmaði ummæli sín en síðan sagði hann starfi sínu einfaldlega lausu. Hafði hann verið í stöðu formanns enska knattspyrnusambandsins frá því 4. september 2016. Sky Sports greindi frá. Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sjá meira
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, var á fjarfundi með þingmönnum þar sem hann lét ummæli falla sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Sagði hann í kjölfarið af sér. Clarke var að svara spurningu um hversu erfitt það væri fyrir samkynhneigða knattspyrnumenn að koma út úr skápnum vegna samfélagsmiðla. Í framhaldi af því talaði hann um „fræga litaða knattspyrnumenn,“ [e. high-profile coloured footballers]. We can confirm that Greg Clarke has stepped down from his role as our chairman.Peter McCormick will step into the role as interim FA Chairman with immediate effect and the FA Board will begin the process of identifying and appointing a new chair in due course.— The FA (@FA) November 10, 2020 „Ef ég horfi á allt það áreiti sem frægir kvenkyns leikmenn sem og frægir litaðir fótboltamenn verða fyrir á samfélagsmiðlum … samfélagsmiðlar eru opnir öllum,“ var svar Clarke. Var honum bent á að hann hafi notað orðið litaðir og baðst hann í kjölfarið afsökunar. Sagðist hafa verið beðinn um að nota orðið „litaðir“ er hann vann í Bandaríkjunum á sínum tíma. Sagði hann það ástæðu þess að hann mismælti sig stundum. Gaf knattspyrnusambandið í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem kom fram að Clarke bæðist afsökunar á orðum sínum og að hugtakið „litaðir“ er ekki boðlegt til að lýsa leikmönnum sem eru hluti af minnihlutahópum. Clarke var einnig gagnrýndur fyrir að ræða mismunandi áhugasvið fólks eftir því hvar það er fædd í heiminum. Nefndi hann til að mynda að fólk af suður asískum uppruna og fólk frá Afríku og Karabíahafinu hefði mismunandi áhugasvið. Fyrst var greint frá því að Clarke harmaði ummæli sín en síðan sagði hann starfi sínu einfaldlega lausu. Hafði hann verið í stöðu formanns enska knattspyrnusambandsins frá því 4. september 2016. Sky Sports greindi frá.
Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sjá meira