Ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 23:01 Eiður Smári á hliðarlínunni í sumar. Hann mun stýra FH næstu tvö árin. Vísir/Hulda Knattspyrnudeild FH staðfesti fyrir helgi að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin. Ræddi hann við Rikka G fyrr í dag um ráðninguna en hann stýrði FH liðinu síðari hluta sumars með Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson hélt til Danmerkur. Í spilaranum hér að neðan má sjá spjall þeirra Eiðs Smára og Rikka í heild sinni. „Ekkert þannig. Mér fannst þetta eðlileg þróun mála, þjálfaraferillinn ef við megum kalla þetta það. Fannst þetta eðlilegt skref, byrja hjá U21 árs landsliðinu og fá smá reynslu þar. Taka við þessu starfi í sumar – sem ég tel að hafi gengið nokkuð vel – og svo þróaðist þetta nokkuð hratt,“ sagði Eiður Smári aðspurður hvort það hafi önnur félög en FH komið til greina. Eiður Smári lék á sínum tíma undir stjórn Pep Guardiola, José Mourinho og Tony Pulis ásamt öðrum færum þjálfurum. „Það er ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH,“ var svarið er Eiður var spurður hvort það væri klásúla í samningnum sem gerði honum kleift að ræða við erlend lið ef það stæði til boða. Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára. „Auðvitað var ég spurður út í hugmyndina. Mér fannst það líka skemmtilegt. Davíð er með þetta FH DNA, þetta er í blóðinu hjá honum. Átti frábæran feril fyrir félagið, er leikjahæsti leikmaður þess ef ég man rétt og vann marga titla. Um leið og áhugi hans á þjálfun kviknaði held ég að félagið hafi verið með allar dyr opnar. Við veltum þessum fram og til baka, á endanum varð þetta niðurstaðan.“ Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn „Logi Ólafsson verður einnig inn í þjálfarateyminu, held að þetta sé bæði spennandi fyrir hann og okkur. Við erum þjálfarateymi, Hákon (Hallfreðsson) er fitness þjálfari, Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari og svo kemur Davíð. Logi verður í sama hlutverki þegar kemur að þessu en kannski innan félagsins mun Logi mögulega líka taka að sér önnur hlutverk. Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn.“ „Auðvitað áttum við möguleika, þetta er aldrei búið fyrr en það er búið. Því miður fór sem fór og maður skilur aðstæður, held að engin ákvörðun hafi verið auðveld í þessu. Held að markmiðið hafi alltaf verið það að klára mótið. Við horfum frekar á árangurinn síðan við tókum við, held við höfum unnið tíu af 14 leikjum. Hvað okkur varðar vorum við sáttir með úrslitin og þróunina á liðinu. Ég get alveg viðurkennt það að Valur hefði alltaf unnið deildina og þeir áttu það skilið,“ sagði Eiður að endingu. Klippa: Ætlum okkur að vera í toppbaráttunni Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Knattspyrnudeild FH staðfesti fyrir helgi að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin. Ræddi hann við Rikka G fyrr í dag um ráðninguna en hann stýrði FH liðinu síðari hluta sumars með Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson hélt til Danmerkur. Í spilaranum hér að neðan má sjá spjall þeirra Eiðs Smára og Rikka í heild sinni. „Ekkert þannig. Mér fannst þetta eðlileg þróun mála, þjálfaraferillinn ef við megum kalla þetta það. Fannst þetta eðlilegt skref, byrja hjá U21 árs landsliðinu og fá smá reynslu þar. Taka við þessu starfi í sumar – sem ég tel að hafi gengið nokkuð vel – og svo þróaðist þetta nokkuð hratt,“ sagði Eiður Smári aðspurður hvort það hafi önnur félög en FH komið til greina. Eiður Smári lék á sínum tíma undir stjórn Pep Guardiola, José Mourinho og Tony Pulis ásamt öðrum færum þjálfurum. „Það er ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH,“ var svarið er Eiður var spurður hvort það væri klásúla í samningnum sem gerði honum kleift að ræða við erlend lið ef það stæði til boða. Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára. „Auðvitað var ég spurður út í hugmyndina. Mér fannst það líka skemmtilegt. Davíð er með þetta FH DNA, þetta er í blóðinu hjá honum. Átti frábæran feril fyrir félagið, er leikjahæsti leikmaður þess ef ég man rétt og vann marga titla. Um leið og áhugi hans á þjálfun kviknaði held ég að félagið hafi verið með allar dyr opnar. Við veltum þessum fram og til baka, á endanum varð þetta niðurstaðan.“ Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn „Logi Ólafsson verður einnig inn í þjálfarateyminu, held að þetta sé bæði spennandi fyrir hann og okkur. Við erum þjálfarateymi, Hákon (Hallfreðsson) er fitness þjálfari, Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari og svo kemur Davíð. Logi verður í sama hlutverki þegar kemur að þessu en kannski innan félagsins mun Logi mögulega líka taka að sér önnur hlutverk. Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn.“ „Auðvitað áttum við möguleika, þetta er aldrei búið fyrr en það er búið. Því miður fór sem fór og maður skilur aðstæður, held að engin ákvörðun hafi verið auðveld í þessu. Held að markmiðið hafi alltaf verið það að klára mótið. Við horfum frekar á árangurinn síðan við tókum við, held við höfum unnið tíu af 14 leikjum. Hvað okkur varðar vorum við sáttir með úrslitin og þróunina á liðinu. Ég get alveg viðurkennt það að Valur hefði alltaf unnið deildina og þeir áttu það skilið,“ sagði Eiður að endingu. Klippa: Ætlum okkur að vera í toppbaráttunni
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira