Nýjar niðurstöður bóluefnisrannsóknar sagðar marka þáttaskil Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 13:03 Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. Þetta tilkynnti Pfizer í dag. Erlendir fjölmiðlar segja niðurstöðurnar fram úr vonum sérfræðinga. Bóluefni Pfizer og BioNTech hefur verið prófað á um 43.500 manns í sex löndum, að því er fram kemur í frétt BBC, og er eitt rétt rúmlega tíu bóluefna sem eru á þriðja og lokastigi prófana. Engar niðurstöður tilrauna á umræddum bóluefnum hafa verið birtar fyrr en nú. Þess ber þó að geta að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili. Samkvæmt umræddum niðurstöðum veitti efnið vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika, sjö dögum eftir seinni skammtinn. Forsvarsmenn Pfizer og BioNTech hafa lýst niðurstöðunum sem „þáttaskilum“ í baráttunni við kórónuveiruna. „Við erum talsvert nær því að veita fólki víðsvegar um heiminn mikilvægt framfaraskref í baráttunni við þennan alheimsfaraldur,“ er haft eftir Dr. Albert Bourla, stjórnarformanni Pfizer, í frétt BBC. Framlínufólk gæti fengið bólusetningu í lok árs Fyrirtækin gera ráð fyrir að sækja um svokallað neyðarleyfi fyrir bóluefninu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) í lok þessa mánaðar. FDA hefur gefið út að slíkt leyfi verði ekki gefið nema bóluefni hafi verið prófað á a.m.k. 30 þúsund manns og að þar á meðal skuli vera fólk úr áhættuhópum. Hljóti bóluefnið brautargengi gæti framlínufólk byrjað að fá skammta áður en árið er úti, að því er segir í frétt Guardian. Heilbrigðisyfirvöld á heimsvísu hafa beðið fólk að stilla væntingum vegna bóluefnis í hóf. Flestir hafa jafnframt verið á því hingað til að bóluefni komi ekki á markað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur til að mynda beðið fólk „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. Hann benti jafnframt á það í september að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé hvorki „svarið né lausnin“ við faraldrinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bandaríkin Tengdar fréttir Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. Þetta tilkynnti Pfizer í dag. Erlendir fjölmiðlar segja niðurstöðurnar fram úr vonum sérfræðinga. Bóluefni Pfizer og BioNTech hefur verið prófað á um 43.500 manns í sex löndum, að því er fram kemur í frétt BBC, og er eitt rétt rúmlega tíu bóluefna sem eru á þriðja og lokastigi prófana. Engar niðurstöður tilrauna á umræddum bóluefnum hafa verið birtar fyrr en nú. Þess ber þó að geta að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili. Samkvæmt umræddum niðurstöðum veitti efnið vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika, sjö dögum eftir seinni skammtinn. Forsvarsmenn Pfizer og BioNTech hafa lýst niðurstöðunum sem „þáttaskilum“ í baráttunni við kórónuveiruna. „Við erum talsvert nær því að veita fólki víðsvegar um heiminn mikilvægt framfaraskref í baráttunni við þennan alheimsfaraldur,“ er haft eftir Dr. Albert Bourla, stjórnarformanni Pfizer, í frétt BBC. Framlínufólk gæti fengið bólusetningu í lok árs Fyrirtækin gera ráð fyrir að sækja um svokallað neyðarleyfi fyrir bóluefninu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) í lok þessa mánaðar. FDA hefur gefið út að slíkt leyfi verði ekki gefið nema bóluefni hafi verið prófað á a.m.k. 30 þúsund manns og að þar á meðal skuli vera fólk úr áhættuhópum. Hljóti bóluefnið brautargengi gæti framlínufólk byrjað að fá skammta áður en árið er úti, að því er segir í frétt Guardian. Heilbrigðisyfirvöld á heimsvísu hafa beðið fólk að stilla væntingum vegna bóluefnis í hóf. Flestir hafa jafnframt verið á því hingað til að bóluefni komi ekki á markað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur til að mynda beðið fólk „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. Hann benti jafnframt á það í september að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé hvorki „svarið né lausnin“ við faraldrinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bandaríkin Tengdar fréttir Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06
Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22
Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27