Samherji vill koma með fiskinn lifandi að landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 20:31 Gert er ráð fyrir að umrætt skipi líti nokkurn veginn svona út. Vísir/Tryggvi Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Um nýmæli er að ræða í íslenskum sjávarútvegi enda koma hefðbundin uppsjávarskip yfirleitt með aflann frystan að landi. „Við erum að horfa til þess að koma með hann lifandi að landi, og geta annað hvort afhent hann beint lifandi að landi eða geymt hann í kvíum, “segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja. Á vef Samherja er verkefnið útskýrt nánar. Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Unnið er að breytingum á skipinu í Danmörku þar sem verið er að lengja skipið og koma fyrir fleiri hólfum. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði tvö frystihólf og fjögur hólf til þess að geyma lifandi fisk. Þannig sé hægt að blanda saman hefðbundnari veiðiaðferðum og þessari nýju, sem ruðið hefur sér til rúms í Noregi á undanförnum árum. Tilgangurinn er að jafna sveiflur og sækja á nýja markaði. „Með þeim sveiflum sem við eigum við að etja út á sjó í veiðum og veðrum og þess háttar og þeim sveiflum sem við eigum við að etja á markaði, með því að hafa möguleikann á því að geyma fisk lifandi þá höfum við tæki og tól til að jafna sveiflurnar í báða enda,“ segir Hjörvar. Fyrirmyndin kemur frá Noregi þar sem búið að þróa regluverk í kringum þessar tilteknu veiðar, „Þar eru reglurnar þannig að þú mátt halda fiskinum lifandi í kví upp við land í allt að tólf vikur án þess að lenda inn í þessum lagaramma sem nær yfir fiskeldi,“ segir Heiðdís Smáradóttir, verkefna- og gæðastjóri fiskeldis Samherja. Hér á landi eru menn hins vegar á byrjunarreit og vill Samherji ræða við stjórnvöld um framhaldið. „Við þurfum endilega að ná góðu samtali við þau til að geta byggt upp regluverk í kringum þetta.“ Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Um nýmæli er að ræða í íslenskum sjávarútvegi enda koma hefðbundin uppsjávarskip yfirleitt með aflann frystan að landi. „Við erum að horfa til þess að koma með hann lifandi að landi, og geta annað hvort afhent hann beint lifandi að landi eða geymt hann í kvíum, “segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja. Á vef Samherja er verkefnið útskýrt nánar. Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Unnið er að breytingum á skipinu í Danmörku þar sem verið er að lengja skipið og koma fyrir fleiri hólfum. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði tvö frystihólf og fjögur hólf til þess að geyma lifandi fisk. Þannig sé hægt að blanda saman hefðbundnari veiðiaðferðum og þessari nýju, sem ruðið hefur sér til rúms í Noregi á undanförnum árum. Tilgangurinn er að jafna sveiflur og sækja á nýja markaði. „Með þeim sveiflum sem við eigum við að etja út á sjó í veiðum og veðrum og þess háttar og þeim sveiflum sem við eigum við að etja á markaði, með því að hafa möguleikann á því að geyma fisk lifandi þá höfum við tæki og tól til að jafna sveiflurnar í báða enda,“ segir Hjörvar. Fyrirmyndin kemur frá Noregi þar sem búið að þróa regluverk í kringum þessar tilteknu veiðar, „Þar eru reglurnar þannig að þú mátt halda fiskinum lifandi í kví upp við land í allt að tólf vikur án þess að lenda inn í þessum lagaramma sem nær yfir fiskeldi,“ segir Heiðdís Smáradóttir, verkefna- og gæðastjóri fiskeldis Samherja. Hér á landi eru menn hins vegar á byrjunarreit og vill Samherji ræða við stjórnvöld um framhaldið. „Við þurfum endilega að ná góðu samtali við þau til að geta byggt upp regluverk í kringum þetta.“
Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira