Dýr reiknivilla Íbúðarlánasjóðs Sævar Þór Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 09:30 Í dómsölum þessa lands er enn verið að takast á um hrunmál þótt tólf ár séu liðin frá Hruninu. Fyrir dómi er mál sem ég hef rekið fyrir skjólstæðing vegna reiknimistaka sem Íbúðarlánasjóður gerði í kjölfar hrunsins sem kostuðu umbjóðanda minn húsnæði hans. Þessi skjólstæðingur hafði líkt og svo margir fyrir hrunið tekið verðtryggt íbúðalán sem síðar stökkbreyttist. Skjólstæðingur minn hafði sótt um skilamálabreytingu á láni sínu hjá Íbúðarlánasjóði sem fólst í því að dreifa greiðslubyrði með því að fjölga gjalddögum á ári úr fjórum í mánaðarlegar greiðslur. Skilmálabreytingin var samþykkt en þau mistök gerð af hálfu Íbúðalánasjóðs að það gleymdist að fjölga heildar fjölda gjalddaga. Þetta hafði þær afleiðingar að lánstíminn styttist um mörg ár og greiðslubyrði lánsins hækkaði í stað þess að lækka. Skjólstæðingur minn gat ekki staðið í skilum með lánið en sá að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Hann leitaði til Íbúðarlánasjóðs sem vildi ekki gangast við mistökunum. Umbjóðandi minn leitaði á náðir umboðsmanns skuldara sem synjaði honum þar sem sýnt þótti að þeirra mati að greiðsluskjól myndi ekki gagnast honum enda greiðslubyrði lánsins langt umfram það sem skjólstæðingur minn réði við. Til að gera langa sögu stutta þá missti hann heimili sitt á uppboði. Í framhaldinu fóru af stað viðræður við Íbúðarlánasjóð um úrbætur og ábyrgð þeirra á málinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt mistök þá var allri ábyrgð hafnað. Umbjóðandi minn átti sem sagt að sætta sig við mistök sjóðsins og una því að hafa misst húsnæðið sitt. Í kjölfarið ákvað hann að leita réttar síns. Eftir marga ára baráttu gerðist það loks að hann fékk staðfestingu á sínum málstað með matsgerð dómkvaddra yfirmatsmanna. Þar birtist svart á hvítu að, hefði verið rétt staðið að útreikningi skilmálabreytingarinnar, þá hefði greiðslubyrðin verið miklu lægri og skjólstæðingurinn haft gjaldfærni til að standa undir henni. Hefði verið hlustað á hann í öndverðu og lánið leiðrétt strax þá hefði hann haldið eigninni og jafnframt getað nýtt sér úrræði umboðsmanns skuldara sem þá voru í boði. Þrátt fyrir að eignamyndun umbjóðanda míns hafi verið lítil í íbúðinni á þeim tíma þá hefur verð á fasteignum hækkað mikið frá hruni, það mikið að hann hefði myndað eign í íbúðinni sem hann hefði síðar getað leyst út. Ábyrgðin í þessu máli liggur bæði hjá Umboðsmanni skuldar og Íbúðarlánasjóði. Umboðsmaður hefði með réttu fyrir hönd skuldara átt að ganga eftir leiðréttingunni eða taka mið af mistökunum þannig að skjólstæðingnum yrði ekki hent út úr greiðsluskjólinu. Hið minnsta hefði skuldarinn átt að fá að njóta vafans. Framganga þessara stofnanna er með ólíkindum en því miður alls ekki einsdæmi. Umbjóðandi minn missti heimili sitt og enginn virðist ætla að axla ábyrgð á því. Lítilmagninn hafði á endanum rétt fyrir sér og bjó yfir styrk til að halda málinu til streitu. Eftir stendur aðeins valdhroki þeirra sem vildu ekki hlusta á hann en máttu og áttu að vita betur. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í dómsölum þessa lands er enn verið að takast á um hrunmál þótt tólf ár séu liðin frá Hruninu. Fyrir dómi er mál sem ég hef rekið fyrir skjólstæðing vegna reiknimistaka sem Íbúðarlánasjóður gerði í kjölfar hrunsins sem kostuðu umbjóðanda minn húsnæði hans. Þessi skjólstæðingur hafði líkt og svo margir fyrir hrunið tekið verðtryggt íbúðalán sem síðar stökkbreyttist. Skjólstæðingur minn hafði sótt um skilamálabreytingu á láni sínu hjá Íbúðarlánasjóði sem fólst í því að dreifa greiðslubyrði með því að fjölga gjalddögum á ári úr fjórum í mánaðarlegar greiðslur. Skilmálabreytingin var samþykkt en þau mistök gerð af hálfu Íbúðalánasjóðs að það gleymdist að fjölga heildar fjölda gjalddaga. Þetta hafði þær afleiðingar að lánstíminn styttist um mörg ár og greiðslubyrði lánsins hækkaði í stað þess að lækka. Skjólstæðingur minn gat ekki staðið í skilum með lánið en sá að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Hann leitaði til Íbúðarlánasjóðs sem vildi ekki gangast við mistökunum. Umbjóðandi minn leitaði á náðir umboðsmanns skuldara sem synjaði honum þar sem sýnt þótti að þeirra mati að greiðsluskjól myndi ekki gagnast honum enda greiðslubyrði lánsins langt umfram það sem skjólstæðingur minn réði við. Til að gera langa sögu stutta þá missti hann heimili sitt á uppboði. Í framhaldinu fóru af stað viðræður við Íbúðarlánasjóð um úrbætur og ábyrgð þeirra á málinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt mistök þá var allri ábyrgð hafnað. Umbjóðandi minn átti sem sagt að sætta sig við mistök sjóðsins og una því að hafa misst húsnæðið sitt. Í kjölfarið ákvað hann að leita réttar síns. Eftir marga ára baráttu gerðist það loks að hann fékk staðfestingu á sínum málstað með matsgerð dómkvaddra yfirmatsmanna. Þar birtist svart á hvítu að, hefði verið rétt staðið að útreikningi skilmálabreytingarinnar, þá hefði greiðslubyrðin verið miklu lægri og skjólstæðingurinn haft gjaldfærni til að standa undir henni. Hefði verið hlustað á hann í öndverðu og lánið leiðrétt strax þá hefði hann haldið eigninni og jafnframt getað nýtt sér úrræði umboðsmanns skuldara sem þá voru í boði. Þrátt fyrir að eignamyndun umbjóðanda míns hafi verið lítil í íbúðinni á þeim tíma þá hefur verð á fasteignum hækkað mikið frá hruni, það mikið að hann hefði myndað eign í íbúðinni sem hann hefði síðar getað leyst út. Ábyrgðin í þessu máli liggur bæði hjá Umboðsmanni skuldar og Íbúðarlánasjóði. Umboðsmaður hefði með réttu fyrir hönd skuldara átt að ganga eftir leiðréttingunni eða taka mið af mistökunum þannig að skjólstæðingnum yrði ekki hent út úr greiðsluskjólinu. Hið minnsta hefði skuldarinn átt að fá að njóta vafans. Framganga þessara stofnanna er með ólíkindum en því miður alls ekki einsdæmi. Umbjóðandi minn missti heimili sitt og enginn virðist ætla að axla ábyrgð á því. Lítilmagninn hafði á endanum rétt fyrir sér og bjó yfir styrk til að halda málinu til streitu. Eftir stendur aðeins valdhroki þeirra sem vildu ekki hlusta á hann en máttu og áttu að vita betur. Höfundur er lögmaður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun