Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 12:15 Skera þarf niður á sjöunda hundrað fjár að Stóru-Ökrum í dag. Vísir/Tryggvi Páll Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. Fyrst greindist riða á Stóru-Ökrum í þriggja vetra ær. Héraðsdýralæknirinn sagði í samtali við fréttastofu um málið í október að hann teldi afar líklegt að hún hefði borið sjúkdóminn jafnvel í nokkur ár en þó einkennalaus. Í kjölfarið voru sýni úr sauðfé send til rannsóknar frá fleiri bæjum en í ljós kom að riða greindist á þremur bæjum til viðbótar. Niðurskurður sauðfjár á Stóru-Ökrum hefst í dag. Gunnar Sigurðsson er bóndinn á bænum. „Hér verður allt þurrkað út; hvert einasta gen sem mér tengist í raun og veru. Þetta eru á sjöunda hundrað en nærri helmingur þeirra eru lömb og rétt um fjögur hundruð ær.“ Fann til smitskammar fyrstu dagana Gunnar segir baráttuna við riðu í sauðfé vera flókna og illviðráðanlega. Fyrstu dagana eftir að riðan fékkst staðfest fann Gunnar til smitskammar. „Það tekur þónokkra daga til að fá höfuðið til að gegna því að þetta sé eitthvað sem þú ræður ekki við, það er bara svoleiðis, bara eins og alls konar sem við lendum í sem maður bregst við ósjálfrátt í sjálfu sér, algjörlega órökrétt og ekkert endilega tengt neinum raunveruleika. Gunnar segir upplifun sína af riðu minna um margt á heimsfaraldur kórónuveiru sem geisar. „Þetta er eitthvað sem læðist aftan að þér án þess að þú hafir hugmynd um það og þessi gríðarlega langa meðganga sem þarna er um að ræða til dæmis. Það er mjög erfitt að bregðast við þegar maður er þremur árum á eftir.“ Langur og einkennalaus meðgöngutími riðu geri bændum afar erfitt fyrir. Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðu, bætur. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón.“ Kallar eftir rannsóknum og meiri þekkingu á sjúkdómnum Gunnar kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Samfélagið í Skagafirði brothættast eftir harmleikinn Mestar áhyggjur hefur Gunnar af samfélaginu í Skagafirði. „Þetta er mikið högg fyrir samfélagið þegar svona kemur upp. Þetta setur alla á tærnar og allir verða hundstressaðir með sitt og það er kannski það sem er brothættast í raun og veru, ef maður á að horfa á heildarmyndina,“ segir Gunnar sem bætir við að samstaðan sé gríðarleg nú á erfiðum tímum. Riða í Skagafirði Skagafjörður Dýraheilbrigði Akrahreppur Tengdar fréttir Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. Fyrst greindist riða á Stóru-Ökrum í þriggja vetra ær. Héraðsdýralæknirinn sagði í samtali við fréttastofu um málið í október að hann teldi afar líklegt að hún hefði borið sjúkdóminn jafnvel í nokkur ár en þó einkennalaus. Í kjölfarið voru sýni úr sauðfé send til rannsóknar frá fleiri bæjum en í ljós kom að riða greindist á þremur bæjum til viðbótar. Niðurskurður sauðfjár á Stóru-Ökrum hefst í dag. Gunnar Sigurðsson er bóndinn á bænum. „Hér verður allt þurrkað út; hvert einasta gen sem mér tengist í raun og veru. Þetta eru á sjöunda hundrað en nærri helmingur þeirra eru lömb og rétt um fjögur hundruð ær.“ Fann til smitskammar fyrstu dagana Gunnar segir baráttuna við riðu í sauðfé vera flókna og illviðráðanlega. Fyrstu dagana eftir að riðan fékkst staðfest fann Gunnar til smitskammar. „Það tekur þónokkra daga til að fá höfuðið til að gegna því að þetta sé eitthvað sem þú ræður ekki við, það er bara svoleiðis, bara eins og alls konar sem við lendum í sem maður bregst við ósjálfrátt í sjálfu sér, algjörlega órökrétt og ekkert endilega tengt neinum raunveruleika. Gunnar segir upplifun sína af riðu minna um margt á heimsfaraldur kórónuveiru sem geisar. „Þetta er eitthvað sem læðist aftan að þér án þess að þú hafir hugmynd um það og þessi gríðarlega langa meðganga sem þarna er um að ræða til dæmis. Það er mjög erfitt að bregðast við þegar maður er þremur árum á eftir.“ Langur og einkennalaus meðgöngutími riðu geri bændum afar erfitt fyrir. Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðu, bætur. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón.“ Kallar eftir rannsóknum og meiri þekkingu á sjúkdómnum Gunnar kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Samfélagið í Skagafirði brothættast eftir harmleikinn Mestar áhyggjur hefur Gunnar af samfélaginu í Skagafirði. „Þetta er mikið högg fyrir samfélagið þegar svona kemur upp. Þetta setur alla á tærnar og allir verða hundstressaðir með sitt og það er kannski það sem er brothættast í raun og veru, ef maður á að horfa á heildarmyndina,“ segir Gunnar sem bætir við að samstaðan sé gríðarleg nú á erfiðum tímum.
Riða í Skagafirði Skagafjörður Dýraheilbrigði Akrahreppur Tengdar fréttir Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50
Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23