„Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2020 13:51 Eyþór á og rekur Duck & Rose í miðborginni. vísir/vilhelm Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Hugmyndin kom þegar eigendur Laundromat Café vöktu athygli á skilaboðum Burger King sem sneru að því að styrkja stöðu veitingastaða um heim allan í miðjum heimsfaraldri. Eyþór Mar Halldórsson er einn af eigendum og framkvæmdastjóri Duck and Rose, ásamt því að vera eigandi veitingastaðanna Public House og BrewDog. Hann segir að ástæðan fyrir stöðuuppfærslu Duck and Rose á Facebook sé sett inn í þeim tilgangi að vekja athygli á því hversu mikilvæg samstaða er í veitingabransanum. „Ég er gríðarlega stoltur af fjölbreytninni og gæðunum í veitingabransanum á Íslandi, það hefur verið mikil uppbygging síðustu árin sem væri synd að sjá á eftir, það er því mikilvægt að við höldumst í hendur og vinnum sem ein liðsheild, til að standa af okkur þennan heimsfaraldur,” segir Eyþór en í færslunni bendir staðurinn á aðra ellefu veitingastaði og hvetur hann Íslendinga til að sækja staðina. „Það eru gríðarlega margir veitingastaðir sem bjóða nú upp á take-away þjónustu. Það eru margir veitingastaðir að bjóða upp á frábæra þjónustu og viljum við hvetja fólk til að nýta sér hana, hvort sem um er að ræða þjónustu samkeppnisaðila okkar eða þjónustu okkar. Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af.“ Eyþór segir að á hans veitingastöðum taki menn sóttvörnum alvarlega. „Það er mikilvægt að við virðum settar reglur og gerum það sem ein heild. Þessar takmarkanir gera auðvitað mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir, þar á meðal veitingastöðum, en þá er mikilvægt að vekja athygli á því sem ég nefndi áðan, að flestir veitingastaðir eru að bjóða upp á aðrar þjónustur og taka enn á móti gestum sem vilja borða á staðnum, innan takmarkana. Ég hef ekki orðið var við annað en að flestir veitingastaðir taki ástandinu og sóttvörnum alvarlega. Við teljum að hægt sé að yfirfæra þessa bylgju á fleiri bransa en veitingabransann og hvetjum fyrirtæki til að láta boltann rúlla og sýna samstöðu, allir græða á því.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Hugmyndin kom þegar eigendur Laundromat Café vöktu athygli á skilaboðum Burger King sem sneru að því að styrkja stöðu veitingastaða um heim allan í miðjum heimsfaraldri. Eyþór Mar Halldórsson er einn af eigendum og framkvæmdastjóri Duck and Rose, ásamt því að vera eigandi veitingastaðanna Public House og BrewDog. Hann segir að ástæðan fyrir stöðuuppfærslu Duck and Rose á Facebook sé sett inn í þeim tilgangi að vekja athygli á því hversu mikilvæg samstaða er í veitingabransanum. „Ég er gríðarlega stoltur af fjölbreytninni og gæðunum í veitingabransanum á Íslandi, það hefur verið mikil uppbygging síðustu árin sem væri synd að sjá á eftir, það er því mikilvægt að við höldumst í hendur og vinnum sem ein liðsheild, til að standa af okkur þennan heimsfaraldur,” segir Eyþór en í færslunni bendir staðurinn á aðra ellefu veitingastaði og hvetur hann Íslendinga til að sækja staðina. „Það eru gríðarlega margir veitingastaðir sem bjóða nú upp á take-away þjónustu. Það eru margir veitingastaðir að bjóða upp á frábæra þjónustu og viljum við hvetja fólk til að nýta sér hana, hvort sem um er að ræða þjónustu samkeppnisaðila okkar eða þjónustu okkar. Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af.“ Eyþór segir að á hans veitingastöðum taki menn sóttvörnum alvarlega. „Það er mikilvægt að við virðum settar reglur og gerum það sem ein heild. Þessar takmarkanir gera auðvitað mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir, þar á meðal veitingastöðum, en þá er mikilvægt að vekja athygli á því sem ég nefndi áðan, að flestir veitingastaðir eru að bjóða upp á aðrar þjónustur og taka enn á móti gestum sem vilja borða á staðnum, innan takmarkana. Ég hef ekki orðið var við annað en að flestir veitingastaðir taki ástandinu og sóttvörnum alvarlega. Við teljum að hægt sé að yfirfæra þessa bylgju á fleiri bransa en veitingabransann og hvetjum fyrirtæki til að láta boltann rúlla og sýna samstöðu, allir græða á því.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira