Fær bætur frá WADA sem tók frá honum úrslitaleik með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 09:01 Mamadou Sakho í leik með Liverpool í desember 2016. Getty/David Price Mamadou Sakho, varnarmaður Crystal Palace og fyrrum leikmaður Liverpool, hefur sætt sig við málalok eftir að hafa ranglega verið settur í lyfjabann fyrir rúmum fjórum árum síðan. Mamadou Sakho hefur nú sagt frá því að Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, hafi viðurkennt mistök sín frá því um vorið 2016. Sakho var dæmdur í bann í stuttan tíma eftir að fitubrennsluefnið higenamine fannst í sýni hans. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hreinsaði hann af því broti þegar í ljós kom að efnið var ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Mamadou Sakho has received an apology from - and been paid substantial damages by - the World Anti-Doping Agency after it wrongly asserted that the Crystal Palace defender had failed a drugs test during his time at #LFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2020 Lögmaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins viðurkenndi það í gær að eftirlitið gangist við því að það hafi ekki átt að gefa út þær ærumeiðandi ásakanir gegn Mamadou Sakho sem og það gerði. Þótt bannið hafi ekki verið langt þá kom það engu að síður í veg fyrir að Mamadou Sakho gæti spilað úrslitaleik í Evrópudeildinni með Liverpool. Liverpool mætti þar Sevilla án Sakho og tapaði þar 3-1. Hann fékk heldur ekki að spila undanúrslitaleikina í keppninni eða síðustu fimm leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hinn þrítugi Sakho heldur því einnig fram að bannið hafi komið í veg fyrir það að hann var valinn í EM-hóp Frakka á Evrópumótinu sem fór fram seinna um sumarið. „Ég er ánægður með WADA sé búið að viðurkenna það að ég hafi ekki brotið neinar lyfjareglur UEFA, að ég svindlaði ekki, að ég hafi aldrei ætlaði mér að búa mér til forskot og að ég hafi gert þetta í góðri trú,“ skrifaði Mamadou Sakho í færslu á Twitter sem var bæði á ensku og frönsku. „Ég er einnig ánægður með það að WADA hefur nú beðið mig afsökunar og einnig greitt mér verulegar skaðabætur. Ég lít svo á að ég hafi fengið uppreisn æru og ég horfi nú fram á veginn á mínum ferli,“ skrifaði Sakho. „Það versta sem þú getur verið sakaður um sem íþróttamaður er að nota ólögleg lyf. Þessi dagur er því stór dagur í sögu minni,“ skrifaði Mamadou Sakho eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/CfIL4zSNkt— Mamadou Sakho (@mamadousakho) November 4, 2020 Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Mamadou Sakho, varnarmaður Crystal Palace og fyrrum leikmaður Liverpool, hefur sætt sig við málalok eftir að hafa ranglega verið settur í lyfjabann fyrir rúmum fjórum árum síðan. Mamadou Sakho hefur nú sagt frá því að Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, hafi viðurkennt mistök sín frá því um vorið 2016. Sakho var dæmdur í bann í stuttan tíma eftir að fitubrennsluefnið higenamine fannst í sýni hans. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hreinsaði hann af því broti þegar í ljós kom að efnið var ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Mamadou Sakho has received an apology from - and been paid substantial damages by - the World Anti-Doping Agency after it wrongly asserted that the Crystal Palace defender had failed a drugs test during his time at #LFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2020 Lögmaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins viðurkenndi það í gær að eftirlitið gangist við því að það hafi ekki átt að gefa út þær ærumeiðandi ásakanir gegn Mamadou Sakho sem og það gerði. Þótt bannið hafi ekki verið langt þá kom það engu að síður í veg fyrir að Mamadou Sakho gæti spilað úrslitaleik í Evrópudeildinni með Liverpool. Liverpool mætti þar Sevilla án Sakho og tapaði þar 3-1. Hann fékk heldur ekki að spila undanúrslitaleikina í keppninni eða síðustu fimm leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hinn þrítugi Sakho heldur því einnig fram að bannið hafi komið í veg fyrir það að hann var valinn í EM-hóp Frakka á Evrópumótinu sem fór fram seinna um sumarið. „Ég er ánægður með WADA sé búið að viðurkenna það að ég hafi ekki brotið neinar lyfjareglur UEFA, að ég svindlaði ekki, að ég hafi aldrei ætlaði mér að búa mér til forskot og að ég hafi gert þetta í góðri trú,“ skrifaði Mamadou Sakho í færslu á Twitter sem var bæði á ensku og frönsku. „Ég er einnig ánægður með það að WADA hefur nú beðið mig afsökunar og einnig greitt mér verulegar skaðabætur. Ég lít svo á að ég hafi fengið uppreisn æru og ég horfi nú fram á veginn á mínum ferli,“ skrifaði Sakho. „Það versta sem þú getur verið sakaður um sem íþróttamaður er að nota ólögleg lyf. Þessi dagur er því stór dagur í sögu minni,“ skrifaði Mamadou Sakho eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/CfIL4zSNkt— Mamadou Sakho (@mamadousakho) November 4, 2020
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira