Biden og Trump sýni að kennitalan skiptir engu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2020 14:14 Þórunn fyrir miðju ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni og Önnu Steinsen fyrirlesara. Almannavarnir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Fundurinn í dag var með öðruvísi sniði en reglulegu fundirnir með þríeykinu á mánudögum og fimmtudögum. Auk Þórunnar mætti Anna Steinsen fyrirlesari á fundinn og talaði um samskipti foreldra við börn sín á tímum þar sem svo margir sinna fjarvinnu. Mikilvægt að hreyfa sig Þórunn lagði mikla áherslu á gildi hreyfingar hjá eldra fólki. Fólk ætti að fara út ef það eigi þess kost en annars nýta önnur rými, svo sem langa ganga, til að fara í göngutúra. Til standi að opna íþróttahús ÍR fyrir eldra fólki svo það geti farið í göngutúra. Þá ráðlagði hún fólki að fara snemma og versla í matinn til að forðast margmenni. Einnig að vera með minnislista á sér til að kaupin gengju sem hraðast fyrir sig. Þannig minnkaði fólk áhættu á smiti enda kemst það í snertingu við færra fólk með styttri veru í verslunum. Möguleiki á að versla á netinu og panta heim væri líka fyrir hendi. Þá væri upplagt að nýta tæknikunnáttu yngra fólks varðandi slíka hluti og sömuleiðis að kenna á spjaldtölvur og snjallsíma. Varðandi önnur erindi, sem mega bíða, taldi hún rétt að leggja þau á hilluna á meðan hörðustu aðgerðirnar, sem standa að óbreyttu til 17. nóvember, standa yfir. Hvetur til sjálfboðavinnu Þórunn hvatti Íslendinga til að gerast sjálfboðaliðar. Horfði hún til Danaveldis í þeim efnum þar sem stór hluti þjóðarinnar er sjálfboðaliði að hennar sögn. „Við getum rofið einmanaleika með því að hjálpa öðrum. Brettum upp ermar,“ sagði Þórunn og hvatti fólk til að gerast símavini og svo heimsóknarvini þegar það verður leyft á ný. Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna en þeir eru báðir á áttræðisaldri. „Takið upp símann, hringið í vin eða barnabörn - eða hvern sem er,“ sagði Þórunn og minnti á að 45 þúsund eldri borgarar væru í landinu. Sterkur og duglegur hópur. Trump og Biden í eldlínunni Ótrúlega seigum hópi sem skipti höfuðmál í samfélaginu og muni tímana tvenna, svo sem eftir kreppunni 1930 og skömmtunarseðlum. Þá horfði hún vestur um haf þar sem forsetakosningar standa yfir og óljóst hvort Joe Biden eða Donald Trump yrði næsti forseti. Þar færi þó í báðum tilfellum einstaklingur á áttræðisaldri. Sem sýni að kennitalan skipti engu máli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33 Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16 Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Fundurinn í dag var með öðruvísi sniði en reglulegu fundirnir með þríeykinu á mánudögum og fimmtudögum. Auk Þórunnar mætti Anna Steinsen fyrirlesari á fundinn og talaði um samskipti foreldra við börn sín á tímum þar sem svo margir sinna fjarvinnu. Mikilvægt að hreyfa sig Þórunn lagði mikla áherslu á gildi hreyfingar hjá eldra fólki. Fólk ætti að fara út ef það eigi þess kost en annars nýta önnur rými, svo sem langa ganga, til að fara í göngutúra. Til standi að opna íþróttahús ÍR fyrir eldra fólki svo það geti farið í göngutúra. Þá ráðlagði hún fólki að fara snemma og versla í matinn til að forðast margmenni. Einnig að vera með minnislista á sér til að kaupin gengju sem hraðast fyrir sig. Þannig minnkaði fólk áhættu á smiti enda kemst það í snertingu við færra fólk með styttri veru í verslunum. Möguleiki á að versla á netinu og panta heim væri líka fyrir hendi. Þá væri upplagt að nýta tæknikunnáttu yngra fólks varðandi slíka hluti og sömuleiðis að kenna á spjaldtölvur og snjallsíma. Varðandi önnur erindi, sem mega bíða, taldi hún rétt að leggja þau á hilluna á meðan hörðustu aðgerðirnar, sem standa að óbreyttu til 17. nóvember, standa yfir. Hvetur til sjálfboðavinnu Þórunn hvatti Íslendinga til að gerast sjálfboðaliðar. Horfði hún til Danaveldis í þeim efnum þar sem stór hluti þjóðarinnar er sjálfboðaliði að hennar sögn. „Við getum rofið einmanaleika með því að hjálpa öðrum. Brettum upp ermar,“ sagði Þórunn og hvatti fólk til að gerast símavini og svo heimsóknarvini þegar það verður leyft á ný. Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna en þeir eru báðir á áttræðisaldri. „Takið upp símann, hringið í vin eða barnabörn - eða hvern sem er,“ sagði Þórunn og minnti á að 45 þúsund eldri borgarar væru í landinu. Sterkur og duglegur hópur. Trump og Biden í eldlínunni Ótrúlega seigum hópi sem skipti höfuðmál í samfélaginu og muni tímana tvenna, svo sem eftir kreppunni 1930 og skömmtunarseðlum. Þá horfði hún vestur um haf þar sem forsetakosningar standa yfir og óljóst hvort Joe Biden eða Donald Trump yrði næsti forseti. Þar færi þó í báðum tilfellum einstaklingur á áttræðisaldri. Sem sýni að kennitalan skipti engu máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33 Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16 Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33
Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent