Biden og Trump sýni að kennitalan skiptir engu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2020 14:14 Þórunn fyrir miðju ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni og Önnu Steinsen fyrirlesara. Almannavarnir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Fundurinn í dag var með öðruvísi sniði en reglulegu fundirnir með þríeykinu á mánudögum og fimmtudögum. Auk Þórunnar mætti Anna Steinsen fyrirlesari á fundinn og talaði um samskipti foreldra við börn sín á tímum þar sem svo margir sinna fjarvinnu. Mikilvægt að hreyfa sig Þórunn lagði mikla áherslu á gildi hreyfingar hjá eldra fólki. Fólk ætti að fara út ef það eigi þess kost en annars nýta önnur rými, svo sem langa ganga, til að fara í göngutúra. Til standi að opna íþróttahús ÍR fyrir eldra fólki svo það geti farið í göngutúra. Þá ráðlagði hún fólki að fara snemma og versla í matinn til að forðast margmenni. Einnig að vera með minnislista á sér til að kaupin gengju sem hraðast fyrir sig. Þannig minnkaði fólk áhættu á smiti enda kemst það í snertingu við færra fólk með styttri veru í verslunum. Möguleiki á að versla á netinu og panta heim væri líka fyrir hendi. Þá væri upplagt að nýta tæknikunnáttu yngra fólks varðandi slíka hluti og sömuleiðis að kenna á spjaldtölvur og snjallsíma. Varðandi önnur erindi, sem mega bíða, taldi hún rétt að leggja þau á hilluna á meðan hörðustu aðgerðirnar, sem standa að óbreyttu til 17. nóvember, standa yfir. Hvetur til sjálfboðavinnu Þórunn hvatti Íslendinga til að gerast sjálfboðaliðar. Horfði hún til Danaveldis í þeim efnum þar sem stór hluti þjóðarinnar er sjálfboðaliði að hennar sögn. „Við getum rofið einmanaleika með því að hjálpa öðrum. Brettum upp ermar,“ sagði Þórunn og hvatti fólk til að gerast símavini og svo heimsóknarvini þegar það verður leyft á ný. Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna en þeir eru báðir á áttræðisaldri. „Takið upp símann, hringið í vin eða barnabörn - eða hvern sem er,“ sagði Þórunn og minnti á að 45 þúsund eldri borgarar væru í landinu. Sterkur og duglegur hópur. Trump og Biden í eldlínunni Ótrúlega seigum hópi sem skipti höfuðmál í samfélaginu og muni tímana tvenna, svo sem eftir kreppunni 1930 og skömmtunarseðlum. Þá horfði hún vestur um haf þar sem forsetakosningar standa yfir og óljóst hvort Joe Biden eða Donald Trump yrði næsti forseti. Þar færi þó í báðum tilfellum einstaklingur á áttræðisaldri. Sem sýni að kennitalan skipti engu máli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33 Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16 Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Fundurinn í dag var með öðruvísi sniði en reglulegu fundirnir með þríeykinu á mánudögum og fimmtudögum. Auk Þórunnar mætti Anna Steinsen fyrirlesari á fundinn og talaði um samskipti foreldra við börn sín á tímum þar sem svo margir sinna fjarvinnu. Mikilvægt að hreyfa sig Þórunn lagði mikla áherslu á gildi hreyfingar hjá eldra fólki. Fólk ætti að fara út ef það eigi þess kost en annars nýta önnur rými, svo sem langa ganga, til að fara í göngutúra. Til standi að opna íþróttahús ÍR fyrir eldra fólki svo það geti farið í göngutúra. Þá ráðlagði hún fólki að fara snemma og versla í matinn til að forðast margmenni. Einnig að vera með minnislista á sér til að kaupin gengju sem hraðast fyrir sig. Þannig minnkaði fólk áhættu á smiti enda kemst það í snertingu við færra fólk með styttri veru í verslunum. Möguleiki á að versla á netinu og panta heim væri líka fyrir hendi. Þá væri upplagt að nýta tæknikunnáttu yngra fólks varðandi slíka hluti og sömuleiðis að kenna á spjaldtölvur og snjallsíma. Varðandi önnur erindi, sem mega bíða, taldi hún rétt að leggja þau á hilluna á meðan hörðustu aðgerðirnar, sem standa að óbreyttu til 17. nóvember, standa yfir. Hvetur til sjálfboðavinnu Þórunn hvatti Íslendinga til að gerast sjálfboðaliðar. Horfði hún til Danaveldis í þeim efnum þar sem stór hluti þjóðarinnar er sjálfboðaliði að hennar sögn. „Við getum rofið einmanaleika með því að hjálpa öðrum. Brettum upp ermar,“ sagði Þórunn og hvatti fólk til að gerast símavini og svo heimsóknarvini þegar það verður leyft á ný. Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna en þeir eru báðir á áttræðisaldri. „Takið upp símann, hringið í vin eða barnabörn - eða hvern sem er,“ sagði Þórunn og minnti á að 45 þúsund eldri borgarar væru í landinu. Sterkur og duglegur hópur. Trump og Biden í eldlínunni Ótrúlega seigum hópi sem skipti höfuðmál í samfélaginu og muni tímana tvenna, svo sem eftir kreppunni 1930 og skömmtunarseðlum. Þá horfði hún vestur um haf þar sem forsetakosningar standa yfir og óljóst hvort Joe Biden eða Donald Trump yrði næsti forseti. Þar færi þó í báðum tilfellum einstaklingur á áttræðisaldri. Sem sýni að kennitalan skipti engu máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33 Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16 Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33
Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04