Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 12:04 Anna Steinsen, fyrirlesari, á fundinum í dag. almannavarnir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Í erindi sínu á fundinum ræddi Anna mikilvægi þess hvernig talað er við börn og unglinga í faraldrinum og að leggja áherslu á bjartsýni og von. Þá hvatti hún foreldra til að fara út að leika með börnunum nú þegar verulega harðar samkomutakmarkanir eru í gildi en allt íþrótta- og tómstundastarf liggur til dæmis niðri og mælst til þess að börn leiki ekki við aðra en þau sem eru með þeim í bekk. Anna sagði skipta máli að tala meira um jákvæðni, gleði og bjartsýni. „Því það er fullt af góðum hlutum líka að gerast ef við bara tökum eftir þeim og það eru tækifæri þótt það séu miklir erfiðleikar og áföll,“ sagði Anna. Bjartsýni og von fóstra seiglu Hún sagði mikilvægt að tala tækifærin upp því bjartsýni og von fóstri seiglu. „Og nú þurfum við þrautseigju og seiglu til að komast í gegnum þetta.“ Anna beindi svo orðum sínum til foreldra sem eru að vinna heima og eru kannski líka með framhaldsskólanema heima sem er í fjarnámi. „Þá er maður kannski farinn að skipta sér af þeim endalaust. Ætlarðu að borða þetta, af hverju ferðu ekki út að hlaupa? […] Þetta verður leiðinlegt fyrir okkur og þau líka. […] Við þurfum að passa upp á andlega heilsu og aðallega það að við séum ekki orðin leiðinleg því allt er svo alvarlegt,“ sagði Anna. Hún benti jafnframt á niðurstöður rannsóknar vísindamanna Háskóla Íslands sem gerð var í tengslum við fyrstu bylgju faraldursins. Niðurstöðurnar sýna að ef barn eða unglingur var með gott félagsnet fyrir þá var það alveg jafngott eftir fyrstu bylgju og jafnvel betra. Hins vegar voru niðurstöðurnar ekki eins góðar þegar kom að börnum sem standa höllum fæti, eru til dæmis ekki með gott bakland eða einhverjar greiningar. Sagði Anna mikilvægt að huga sérstaklega að þessum börnum nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Í erindi sínu á fundinum ræddi Anna mikilvægi þess hvernig talað er við börn og unglinga í faraldrinum og að leggja áherslu á bjartsýni og von. Þá hvatti hún foreldra til að fara út að leika með börnunum nú þegar verulega harðar samkomutakmarkanir eru í gildi en allt íþrótta- og tómstundastarf liggur til dæmis niðri og mælst til þess að börn leiki ekki við aðra en þau sem eru með þeim í bekk. Anna sagði skipta máli að tala meira um jákvæðni, gleði og bjartsýni. „Því það er fullt af góðum hlutum líka að gerast ef við bara tökum eftir þeim og það eru tækifæri þótt það séu miklir erfiðleikar og áföll,“ sagði Anna. Bjartsýni og von fóstra seiglu Hún sagði mikilvægt að tala tækifærin upp því bjartsýni og von fóstri seiglu. „Og nú þurfum við þrautseigju og seiglu til að komast í gegnum þetta.“ Anna beindi svo orðum sínum til foreldra sem eru að vinna heima og eru kannski líka með framhaldsskólanema heima sem er í fjarnámi. „Þá er maður kannski farinn að skipta sér af þeim endalaust. Ætlarðu að borða þetta, af hverju ferðu ekki út að hlaupa? […] Þetta verður leiðinlegt fyrir okkur og þau líka. […] Við þurfum að passa upp á andlega heilsu og aðallega það að við séum ekki orðin leiðinleg því allt er svo alvarlegt,“ sagði Anna. Hún benti jafnframt á niðurstöður rannsóknar vísindamanna Háskóla Íslands sem gerð var í tengslum við fyrstu bylgju faraldursins. Niðurstöðurnar sýna að ef barn eða unglingur var með gott félagsnet fyrir þá var það alveg jafngott eftir fyrstu bylgju og jafnvel betra. Hins vegar voru niðurstöðurnar ekki eins góðar þegar kom að börnum sem standa höllum fæti, eru til dæmis ekki með gott bakland eða einhverjar greiningar. Sagði Anna mikilvægt að huga sérstaklega að þessum börnum nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent