Íslandsvinur framkvæmdi fágæta lungnaígræðslu á Covid-sjúklingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 21:00 Tómas Guðbjartsson er hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítala. Mynd/Landspítali Einn skurðlækna, sem framkvæmdi fyrstu lungnaígræðslu sem gerð hefur verið á Covid-sjúklingi í Svíþjóð, er mikill „Íslandsvinur“ og hefur síðustu viku starfað á Landspítala við skurðaðgerðir, að sögn Tómasar Guðbjartssonar, hjarta- og lungnaskurðlæknis á Landspítala. Tómas segir það jafnframt afar sjaldgæft að Covid leiki sjúklinga jafngrátt og sænska manninn sem gekkstu undir ígræðsluna. Þá þurfi lítið út af að bregða til að skapist „katastrófuástand“ á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldsins. Örfáar Covid-ígræðslur verið framkvæmdar Líkt og áður segir er lungnaígræðslan sú fyrsta sem gerð er á Covid-sjúklingi í Svíþjóð. Greint var frá málinu í sænskum fjölmiðlum í gær en sjúklingurinn er sænskur karlmaður á sextugsaldri sem veiktist illa af Covid-19 í vor og fékk ígrædd ný lungu á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg fyrir rúmum mánuði. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, tekur málið til umfjöllunar á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslu Tómasar segir að maðurinn hafi verið í öndunarvél svo mánuðum skipti og 40 daga á svokallaðri ECMO-dælu, sem komið hafi í stað óstarfhæfra lungna sem ekki jöfnuðu sig. „Aðgerðin var gerð fyrir rúmum mánuði og í vikunni var hann sjúklingurinn útskrifaður í endurhæfingu í Stokkhólmi. Þessi lungnaígræðsla er ein örfárra sem gerðar hafa verið í heiminum á sjúklingum sem sýkst hafa af Covid-19 - en sem betur fer er afar sjaldgæft að sýkingin leiki lungun jafn illa og varð í þessu tilfelli,“ skrifar Tómas. Fjölmennt teymi lækna og heilbrigðisstarfsmanna kemur að aðgerð sem þessari. Tómas bendir jafnframt á að skurðlæknarnir sem framkvæmdu aðgerðina, þeir Göran Dellgren og Martin Silverborn, séu miklir Íslandsvinir. „Þeir hafa um árabil með fleirum framkvæmt bæði hjarta- og lungnaígræðslur á Íslendingum og Martin Silverborn komið hingað oftsinnis í afleysingar á hjarta- og lungnaskurðdeildinni - nú síðast í þessari viku þar sem við sinntum saman hjarta- og lungnaaðgerðum. Það er gott að eiga góða að - og ekki sjálfgefið að læknar erlendis frá leggi á sig þær aukakvaðir sem ferðalög um þessar mundir krefjast,“ skrifar Tómas. Tómas ræddi málið einnig í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar vakti hann einmitt máls á því að Silverborn væri við störf á Íslandi þessa vikuna – og lýsti lækninum sem afar hógværum. „Hann er að hjálpa okkur aðeins. Við erum í smá mannhallæri. Mér fannst svo frábært að við vorum að gera aðgerðir saman og hann var ekkert að minnast á þetta fyrr en maður sá þetta poppa upp á öllu sænsku miðlunum í gær og ég held að hann hafi verið sá síðasti sem sá fréttina.“ Sjaldgæft að Covid leiki lungun svo grátt Tómas benti á að aðeins hafi verið framkvæmdar örfáar svona aðgerðir í heiminum. Það væri enda mjög sjaldgæft að Covid leiki lungun svo grátt og í tilfelli sænska sjúklingsins. „Ég vil taka það skýrt fram að það er mjög sjaldgæft að Covid leiki lungun svona illa. Þá eru lungun ónýt og óstarfhæf eftir sýkinguna en oftast jafna lungun sig og ekki þarf að koma til svona drastískrar aðgerðar. En þarna er allavega búið að bjarga lífi þessa einstaklings.“ Fram kemur í frétt Göteborgs-Posten um málið í gær að maðurinn hafi verið fullkomlega heilbrigður áður en hann veiktist af Covid. Gott líkamlegt ástand mannsins hafi einmitt leikið lykilhlutverk í því að hægt var að framkvæma lungnaígræðslu á honum. Gætum auðveldlega færst yfir í „katastrófuástand“ Tómas sagði að sjúklingar sem veikjast illa af Covid séu ekki endilega með undirliggjandi sjúkdóma. „En ég tek það fram að langoftast jafna lungun sig, jafnvel þó að sjúklingarnir fái bráðan lungnaskaða, og hann er ástæðan fyrir því að sjúklingarnir þurfa öndunarvél. Við höfum haft allnokkra slíka á Íslandi. Langflestir sem betur fer hafa útskrifast og við erum stolt af því hvað hefur gengið vel með þessa sjúklinga hjá okkur sem hafa þurft að fara inn á gjörgæsluna og fá svona flókna meðferð.“ Þá sagði Tómas að mikið álag væri á Landspítalanum um þessar mundir og fátt þyrfti út af að bregða til að það versnaði. „Það er svo lítill munur á því að fara úr þessu neyðarástandi yfir í hættuástand, vegna þess að veiran breiðist svo hratt út. Ef það væru ekki svona virkar aðgerðir í gangi til að hefta útbreiðsluna gætum við auðveldlega færst yfir í algjört katastrófuástand sem hefur skapast sums staðar erlendis, á Ítalíu, Spáni og svo framvegis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira
Einn skurðlækna, sem framkvæmdi fyrstu lungnaígræðslu sem gerð hefur verið á Covid-sjúklingi í Svíþjóð, er mikill „Íslandsvinur“ og hefur síðustu viku starfað á Landspítala við skurðaðgerðir, að sögn Tómasar Guðbjartssonar, hjarta- og lungnaskurðlæknis á Landspítala. Tómas segir það jafnframt afar sjaldgæft að Covid leiki sjúklinga jafngrátt og sænska manninn sem gekkstu undir ígræðsluna. Þá þurfi lítið út af að bregða til að skapist „katastrófuástand“ á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldsins. Örfáar Covid-ígræðslur verið framkvæmdar Líkt og áður segir er lungnaígræðslan sú fyrsta sem gerð er á Covid-sjúklingi í Svíþjóð. Greint var frá málinu í sænskum fjölmiðlum í gær en sjúklingurinn er sænskur karlmaður á sextugsaldri sem veiktist illa af Covid-19 í vor og fékk ígrædd ný lungu á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg fyrir rúmum mánuði. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, tekur málið til umfjöllunar á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslu Tómasar segir að maðurinn hafi verið í öndunarvél svo mánuðum skipti og 40 daga á svokallaðri ECMO-dælu, sem komið hafi í stað óstarfhæfra lungna sem ekki jöfnuðu sig. „Aðgerðin var gerð fyrir rúmum mánuði og í vikunni var hann sjúklingurinn útskrifaður í endurhæfingu í Stokkhólmi. Þessi lungnaígræðsla er ein örfárra sem gerðar hafa verið í heiminum á sjúklingum sem sýkst hafa af Covid-19 - en sem betur fer er afar sjaldgæft að sýkingin leiki lungun jafn illa og varð í þessu tilfelli,“ skrifar Tómas. Fjölmennt teymi lækna og heilbrigðisstarfsmanna kemur að aðgerð sem þessari. Tómas bendir jafnframt á að skurðlæknarnir sem framkvæmdu aðgerðina, þeir Göran Dellgren og Martin Silverborn, séu miklir Íslandsvinir. „Þeir hafa um árabil með fleirum framkvæmt bæði hjarta- og lungnaígræðslur á Íslendingum og Martin Silverborn komið hingað oftsinnis í afleysingar á hjarta- og lungnaskurðdeildinni - nú síðast í þessari viku þar sem við sinntum saman hjarta- og lungnaaðgerðum. Það er gott að eiga góða að - og ekki sjálfgefið að læknar erlendis frá leggi á sig þær aukakvaðir sem ferðalög um þessar mundir krefjast,“ skrifar Tómas. Tómas ræddi málið einnig í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar vakti hann einmitt máls á því að Silverborn væri við störf á Íslandi þessa vikuna – og lýsti lækninum sem afar hógværum. „Hann er að hjálpa okkur aðeins. Við erum í smá mannhallæri. Mér fannst svo frábært að við vorum að gera aðgerðir saman og hann var ekkert að minnast á þetta fyrr en maður sá þetta poppa upp á öllu sænsku miðlunum í gær og ég held að hann hafi verið sá síðasti sem sá fréttina.“ Sjaldgæft að Covid leiki lungun svo grátt Tómas benti á að aðeins hafi verið framkvæmdar örfáar svona aðgerðir í heiminum. Það væri enda mjög sjaldgæft að Covid leiki lungun svo grátt og í tilfelli sænska sjúklingsins. „Ég vil taka það skýrt fram að það er mjög sjaldgæft að Covid leiki lungun svona illa. Þá eru lungun ónýt og óstarfhæf eftir sýkinguna en oftast jafna lungun sig og ekki þarf að koma til svona drastískrar aðgerðar. En þarna er allavega búið að bjarga lífi þessa einstaklings.“ Fram kemur í frétt Göteborgs-Posten um málið í gær að maðurinn hafi verið fullkomlega heilbrigður áður en hann veiktist af Covid. Gott líkamlegt ástand mannsins hafi einmitt leikið lykilhlutverk í því að hægt var að framkvæma lungnaígræðslu á honum. Gætum auðveldlega færst yfir í „katastrófuástand“ Tómas sagði að sjúklingar sem veikjast illa af Covid séu ekki endilega með undirliggjandi sjúkdóma. „En ég tek það fram að langoftast jafna lungun sig, jafnvel þó að sjúklingarnir fái bráðan lungnaskaða, og hann er ástæðan fyrir því að sjúklingarnir þurfa öndunarvél. Við höfum haft allnokkra slíka á Íslandi. Langflestir sem betur fer hafa útskrifast og við erum stolt af því hvað hefur gengið vel með þessa sjúklinga hjá okkur sem hafa þurft að fara inn á gjörgæsluna og fá svona flókna meðferð.“ Þá sagði Tómas að mikið álag væri á Landspítalanum um þessar mundir og fátt þyrfti út af að bregða til að það versnaði. „Það er svo lítill munur á því að fara úr þessu neyðarástandi yfir í hættuástand, vegna þess að veiran breiðist svo hratt út. Ef það væru ekki svona virkar aðgerðir í gangi til að hefta útbreiðsluna gætum við auðveldlega færst yfir í algjört katastrófuástand sem hefur skapast sums staðar erlendis, á Ítalíu, Spáni og svo framvegis.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira