Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 10:24 Þungvopnaðir lögreglumenn í morgun á einum af nokkrum vettvöngum árásarinnar í Vín í gærkvöldi. Getty/Thomas Kronsteiner Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Samkvæmt frétt AP hlaut Fejzulai 22 mánaða fangelsisdóm í apríl 2019 fyrir að reyna að komast til Sýrlands og ganga þar til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Honum var sleppt í desember síðastliðnum, átta mánuðum eftir að dómur féll, vegna ungs aldurs. Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir menn og tvær konur, létust í hryðjuverkaárás Fejzulai í Vín í gærkvöldi. Hann var með gervisprengjubelti á sér, riffil, skammbyssu og sveðju. Óljóst er hvort að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla rannsakar það nú. Húsleitir hafa verið gerðar á fimmtán stöðum og nokkrir hafa verið handteknir. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina, þar af eru sjö í lífshættu. Einn lögreglumaður særðist í árásinni en hann er ekki í lífshættu. Árásin hófst með skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Fjöldi fólks var í miðbænum í gærkvöldi að njóta síðasta kvölds frelsisins í bili, ef svo má að orði komast, því á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir í Austurríki vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann er nú í gildi í landinu frá klukkan átta á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Þá hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka, sem og söfnum. Verslanir mega hafa opið en með fjöldatakmörkunum og þeir sem geta skulu vinna heima. Grunnskólar og leikskólar eru þó áfram opnir. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki vegna árásarinnar. Þá verður mínútuþögn í landinu á hádegi í dag. Bæði kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, og forseti landsins, Alexander Van der Bellen, ávörpuðu þjóðina í morgun. Kurz sagði árásina vera árás á frjálst samfélag Austurríkis en að þjóðin myndi verja gildi sín. Hann sagði óvininn, íslamska hryðjuverkamenn, vilja sundra samfélaginu. „En við gefum svona hatri ekkert svigrúm. Óvinir okkar eru ekki meðlimir trúarlegs samfélags heldur eru þetta hryðjuverkamenn. Þetta er ekki barátta á milli kristinna og múslima, á milli Austurríkismanna og innflytjenda, heldur er þetta barátta á milli siðmenningarinnar og villimennskunnar,“ sagði Kurz í ræðu sinni. Marta Friðriksdóttir lærir óperusöng í Vín. Hún lýsti upplifun sinni af gærkvöldinu og nóttinni í Bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Samkvæmt frétt AP hlaut Fejzulai 22 mánaða fangelsisdóm í apríl 2019 fyrir að reyna að komast til Sýrlands og ganga þar til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Honum var sleppt í desember síðastliðnum, átta mánuðum eftir að dómur féll, vegna ungs aldurs. Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir menn og tvær konur, létust í hryðjuverkaárás Fejzulai í Vín í gærkvöldi. Hann var með gervisprengjubelti á sér, riffil, skammbyssu og sveðju. Óljóst er hvort að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla rannsakar það nú. Húsleitir hafa verið gerðar á fimmtán stöðum og nokkrir hafa verið handteknir. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina, þar af eru sjö í lífshættu. Einn lögreglumaður særðist í árásinni en hann er ekki í lífshættu. Árásin hófst með skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Fjöldi fólks var í miðbænum í gærkvöldi að njóta síðasta kvölds frelsisins í bili, ef svo má að orði komast, því á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir í Austurríki vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann er nú í gildi í landinu frá klukkan átta á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Þá hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka, sem og söfnum. Verslanir mega hafa opið en með fjöldatakmörkunum og þeir sem geta skulu vinna heima. Grunnskólar og leikskólar eru þó áfram opnir. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki vegna árásarinnar. Þá verður mínútuþögn í landinu á hádegi í dag. Bæði kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, og forseti landsins, Alexander Van der Bellen, ávörpuðu þjóðina í morgun. Kurz sagði árásina vera árás á frjálst samfélag Austurríkis en að þjóðin myndi verja gildi sín. Hann sagði óvininn, íslamska hryðjuverkamenn, vilja sundra samfélaginu. „En við gefum svona hatri ekkert svigrúm. Óvinir okkar eru ekki meðlimir trúarlegs samfélags heldur eru þetta hryðjuverkamenn. Þetta er ekki barátta á milli kristinna og múslima, á milli Austurríkismanna og innflytjenda, heldur er þetta barátta á milli siðmenningarinnar og villimennskunnar,“ sagði Kurz í ræðu sinni. Marta Friðriksdóttir lærir óperusöng í Vín. Hún lýsti upplifun sinni af gærkvöldinu og nóttinni í Bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35
Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35