Leicester skoraði fjögur gegn Leeds og hoppaði upp í 2. sætið Anton Ingi Leifsson skrifar 2. nóvember 2020 21:54 Vardy skorar þriðja mark Leicester. Peter Powell/PA Images Leicester er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu sjö umferðirnar. Þeir náðu í þrjú stig á Elland Road í kvöld er liðið vann 4-1 útisigur á Leeds United. Harvey Barnes kom Leicester yfir eftir rúmlega hundrað sekúndna leik. Eftir skelfileg mistök í vörn Leeds fékk Jamie Vardy boltann. Hann var þó óeigingjarn og kom boltanum á Barnes sem skoraði. Harvey Barnes' opener was Leicester's quickest Premier League goal (121 seconds) since Shinji Okazaki scored against Brighton (52 seconds) back in August 2017. Follow LIVE : https://t.co/Maj1lSlu2o #bbcfootball #LEELEI pic.twitter.com/XjTDqnTxxK— Match of the Day (@BBCMOTD) November 2, 2020 Á 21. mínútu varð staðan 2-0. Youri Tielemans skoraði. Marc Albrighton gaf þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið sem Jamie Vardy skallaði. Illan Meslier varði þó boltann fyrir fætur Tielemans sem kom boltanum í netið. Staðan var 2-0 í hálfleik en það var kraftur í Leeds í síðari hálfleik. Þeir náðu inn marki á 48. mínútu er Stuart Dallas skoraði og þeir pressuðu Leicester menn. Pablo Hernandez átti m.a. skot í slá. Það voru hins vegar gestirnir frá Leicester sem gerðu út um leikinn stundarfjórðungi fyrir leikslok. Varamennirnir James Maddison og Cengiz Under bjuggu til markið; Maddison gaf flotta sendingu á Under sem sendi smekklega sendingu á Vardy sem skoraði. Most PL goals since the start of last season:3 0 Jamie Vardy2 7 Danny Ings2 6 Mohamed Salah2 4 Pierre-Emerick Aubameyang2 4 Harry Kane pic.twitter.com/6ebrWOcKxr— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) November 2, 2020 Leicester voru ekki hættir. Þeir fengu vítaspyrnu á 90. mínútu er James Maddison var tekinn niður í teignum. Tielemans fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Lokatölur 4-1. Leicester er eins og áður segir í öðru sætinu. Þeir eru með fimmtán stig, stigi á eftir toppliði Liverpool, en Leeds er í 12. sætinu með tíu stig. Enski boltinn
Leicester er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu sjö umferðirnar. Þeir náðu í þrjú stig á Elland Road í kvöld er liðið vann 4-1 útisigur á Leeds United. Harvey Barnes kom Leicester yfir eftir rúmlega hundrað sekúndna leik. Eftir skelfileg mistök í vörn Leeds fékk Jamie Vardy boltann. Hann var þó óeigingjarn og kom boltanum á Barnes sem skoraði. Harvey Barnes' opener was Leicester's quickest Premier League goal (121 seconds) since Shinji Okazaki scored against Brighton (52 seconds) back in August 2017. Follow LIVE : https://t.co/Maj1lSlu2o #bbcfootball #LEELEI pic.twitter.com/XjTDqnTxxK— Match of the Day (@BBCMOTD) November 2, 2020 Á 21. mínútu varð staðan 2-0. Youri Tielemans skoraði. Marc Albrighton gaf þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið sem Jamie Vardy skallaði. Illan Meslier varði þó boltann fyrir fætur Tielemans sem kom boltanum í netið. Staðan var 2-0 í hálfleik en það var kraftur í Leeds í síðari hálfleik. Þeir náðu inn marki á 48. mínútu er Stuart Dallas skoraði og þeir pressuðu Leicester menn. Pablo Hernandez átti m.a. skot í slá. Það voru hins vegar gestirnir frá Leicester sem gerðu út um leikinn stundarfjórðungi fyrir leikslok. Varamennirnir James Maddison og Cengiz Under bjuggu til markið; Maddison gaf flotta sendingu á Under sem sendi smekklega sendingu á Vardy sem skoraði. Most PL goals since the start of last season:3 0 Jamie Vardy2 7 Danny Ings2 6 Mohamed Salah2 4 Pierre-Emerick Aubameyang2 4 Harry Kane pic.twitter.com/6ebrWOcKxr— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) November 2, 2020 Leicester voru ekki hættir. Þeir fengu vítaspyrnu á 90. mínútu er James Maddison var tekinn niður í teignum. Tielemans fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Lokatölur 4-1. Leicester er eins og áður segir í öðru sætinu. Þeir eru með fimmtán stig, stigi á eftir toppliði Liverpool, en Leeds er í 12. sætinu með tíu stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti