Víðir harðorður vegna framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana: „Þetta er svo mikið kjaftæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 11:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi fyrr í haust. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var harðorður á upplýsingafundi dagsins þegar hann ræddi grímuskyldu í verslunum og framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana sem reyni að leiðbeina viðskiptavinum vegna þeirrar skyldu. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar er viðskiptavinum skylt að vera með grímu inni í verslunum. Víðir sagði einstaklinginn auðvitað bera ábyrgð á því að vera með grímu í samræmi við grímuskylduna. „Það er ótrúlegt að heyra dæmi frá starfsfólki verslana um ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum þegar starfsmenn, sem oft er ungt fólk, er við dyrnar og er að leiðbeina fólki. Þetta er alveg ótrúlegt. Við erum að reyna að vinna þetta saman og þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir. Faraldurinn ekki í veldisvexti Upplýsingafundurinn byrjaði venju samkvæmt á því að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fór yfir tölur dagsins og stöðuna almennt í faraldrinum. Um helgina greindust samtals fimmtíu smit innanlands, 24 á laugardag og 26 í gær, sunnudag. Það eru töluvert færri en greindust á hverjum virkum degi liðinnar viku og sagði Þórólfur að taka þyrfti tölum helgarinnar af ákveðinni varúð þar sem mun færri sýni væru tekin um helgar. Þórólfur sagði kúrfu samfélagssmita heldur á leiðinni niður en næstu dagar myndu skera betur úr um hver þróunin væri í þeim efnum. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa saman í þeim hertu sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um helgina. Tilgangurinn með reglunum væri að ná faraldrinum niður eins fljótt og mögulegt væri og ef það tækist yrði hægt að slaka á takmörkunum eftir tvær vikur. Það væri þó mikilvægt að fara sér hægt í slíkum tilslökunum. Þórólfur sagði að við værum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt eins og sæist í mörgum löndum í kringum okkur. Hann sagðist ekki vilja sjá slíkt gerast hér og því væri mikilvægt að standa saman næstu vikurnar. Vonandi yrði þá til dæmis hægt að halda aðventuna og jólin með minni takmörkunum en nú væru í gildi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var harðorður á upplýsingafundi dagsins þegar hann ræddi grímuskyldu í verslunum og framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana sem reyni að leiðbeina viðskiptavinum vegna þeirrar skyldu. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar er viðskiptavinum skylt að vera með grímu inni í verslunum. Víðir sagði einstaklinginn auðvitað bera ábyrgð á því að vera með grímu í samræmi við grímuskylduna. „Það er ótrúlegt að heyra dæmi frá starfsfólki verslana um ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum þegar starfsmenn, sem oft er ungt fólk, er við dyrnar og er að leiðbeina fólki. Þetta er alveg ótrúlegt. Við erum að reyna að vinna þetta saman og þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir. Faraldurinn ekki í veldisvexti Upplýsingafundurinn byrjaði venju samkvæmt á því að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fór yfir tölur dagsins og stöðuna almennt í faraldrinum. Um helgina greindust samtals fimmtíu smit innanlands, 24 á laugardag og 26 í gær, sunnudag. Það eru töluvert færri en greindust á hverjum virkum degi liðinnar viku og sagði Þórólfur að taka þyrfti tölum helgarinnar af ákveðinni varúð þar sem mun færri sýni væru tekin um helgar. Þórólfur sagði kúrfu samfélagssmita heldur á leiðinni niður en næstu dagar myndu skera betur úr um hver þróunin væri í þeim efnum. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa saman í þeim hertu sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um helgina. Tilgangurinn með reglunum væri að ná faraldrinum niður eins fljótt og mögulegt væri og ef það tækist yrði hægt að slaka á takmörkunum eftir tvær vikur. Það væri þó mikilvægt að fara sér hægt í slíkum tilslökunum. Þórólfur sagði að við værum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt eins og sæist í mörgum löndum í kringum okkur. Hann sagðist ekki vilja sjá slíkt gerast hér og því væri mikilvægt að standa saman næstu vikurnar. Vonandi yrði þá til dæmis hægt að halda aðventuna og jólin með minni takmörkunum en nú væru í gildi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira