„Þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 08:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það muni taka rúma viku að sjá árangurinn af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um land allt um helgina. Ná þurfi tölum yfir smitaða vel niður og ná utan um þær hópsýkingar sem eru í gangi áður en farið verði að slaka á takmörkunum. Þegar svo verði farið í að aflétta aðgerðum þurfi að gera það tiltölulega hægt. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann kvaðst ekki vera búinn að fá endanlega staðfestingu á fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær en sagði tölur helgarinnar alveg þokkalegar. Það þyrfti þó að skoða í því ljósi að heldur færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er allavega ekki í stórum vexti og ég vona að við séum ekki að fá fleiri hópsýkingar,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað gæti gerst þegar farið væri að slaka á hertum aðgerðum, hvort veiran myndi ekki bara blossa upp aftur, sagði Þórólfur það mikið velta á því hvernig við högum okkur sem einstaklingar. „Það fer náttúrulega eftir því hvað við förum hratt í það að aflétta aðgerðum og það fer allt eftir því hvernig við hegðum okkur þegar við förum að aflétta aðgerðum. […] Þótt við afléttum aðgerðum og höldum áfram sem einstaklingar í þessu landi að passa okkur og gæta okkar á þessum grunnreglum þá gætum við haldið veirunni verulega niðri áfram. Ef ekki þá fáum við bara aftur svona hópsýkingar eins og við erum búin að vera að sjá. Þannig að ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum, hvernig við hegðum okkur og hvernig við gerum. Ætlum við að sleppa fram af okkur beislinu þegar fer að létta á eða þegar við höldum að þetta sé búið? Þá fáum við veiruna örugglega í bakið ef bóluefni verður ekki komið,“ sagði Þórólfur. Hann var einnig spurður að því hvað mælti gegn því að leggja megináhersluna á það að vernda eldri borgara og viðkvæma hópa mjög vel fyrir veirunni en leyfa öðrum að fara um eins og eðlilega. Þórólfur sagði mjög margt mæla gegn því, til dæmis það að yngra fólk gæti einnig veikst alvarlega af Covid-19 og þurft á innlögn á gjörgæslu og öndunarvélaraðstoð að halda. Þá væri líka þekkt að yngra fólk glímdi við langvarandi alvarlegar afleiðingar Covid-19. Því væri mjög erfitt að ákveða hvar setja ætti mörkin ef farið væri í svona útfærslu á aðgerðum. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það muni taka rúma viku að sjá árangurinn af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um land allt um helgina. Ná þurfi tölum yfir smitaða vel niður og ná utan um þær hópsýkingar sem eru í gangi áður en farið verði að slaka á takmörkunum. Þegar svo verði farið í að aflétta aðgerðum þurfi að gera það tiltölulega hægt. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann kvaðst ekki vera búinn að fá endanlega staðfestingu á fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær en sagði tölur helgarinnar alveg þokkalegar. Það þyrfti þó að skoða í því ljósi að heldur færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er allavega ekki í stórum vexti og ég vona að við séum ekki að fá fleiri hópsýkingar,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað gæti gerst þegar farið væri að slaka á hertum aðgerðum, hvort veiran myndi ekki bara blossa upp aftur, sagði Þórólfur það mikið velta á því hvernig við högum okkur sem einstaklingar. „Það fer náttúrulega eftir því hvað við förum hratt í það að aflétta aðgerðum og það fer allt eftir því hvernig við hegðum okkur þegar við förum að aflétta aðgerðum. […] Þótt við afléttum aðgerðum og höldum áfram sem einstaklingar í þessu landi að passa okkur og gæta okkar á þessum grunnreglum þá gætum við haldið veirunni verulega niðri áfram. Ef ekki þá fáum við bara aftur svona hópsýkingar eins og við erum búin að vera að sjá. Þannig að ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum, hvernig við hegðum okkur og hvernig við gerum. Ætlum við að sleppa fram af okkur beislinu þegar fer að létta á eða þegar við höldum að þetta sé búið? Þá fáum við veiruna örugglega í bakið ef bóluefni verður ekki komið,“ sagði Þórólfur. Hann var einnig spurður að því hvað mælti gegn því að leggja megináhersluna á það að vernda eldri borgara og viðkvæma hópa mjög vel fyrir veirunni en leyfa öðrum að fara um eins og eðlilega. Þórólfur sagði mjög margt mæla gegn því, til dæmis það að yngra fólk gæti einnig veikst alvarlega af Covid-19 og þurft á innlögn á gjörgæslu og öndunarvélaraðstoð að halda. Þá væri líka þekkt að yngra fólk glímdi við langvarandi alvarlegar afleiðingar Covid-19. Því væri mjög erfitt að ákveða hvar setja ætti mörkin ef farið væri í svona útfærslu á aðgerðum. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent