Ólafur Ingi: Þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast Anton Ingi Leifsson skrifar 1. nóvember 2020 12:45 Ólafur Ingi Skúlason hefur væntanlega leikið sitt síðasta tímabil. VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, skilur ákvörðun KSÍ að blása mótið af Íslandsmótin. Mannslíf séu í húfi og því sé réttara að huga þeim að en að klára knattspyrnutímabilin. Ólafur Ingi var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær þar sem hann fór yfir tímabilið, ákvörðun KSÍ og framhaldið hjá sjálfum sér. Fylkismenn áttu enn möguleika á Evrópusæti og þeir eru líklega það lið sem hefurlátið minnst í sér heyra af þeim liðum sem áttu einhvern möguleika á einhverju meira en þeir að endingu fengu. Aðspurður út í það svaraði Ólafur: „Hvað á maður að segja? Það er enginn að taka þessa ákvörðun létt. Það er klárt að þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir KSÍ að taka. Það er enginn að þessu til þess að skemma fyrir einhverjum eða af því menn taka þann pól í hæðina að þeir nenni þessu ekki lengur. Það er held ég alveg á hreinu að það er búið að fara í alvöru vinnu að skoða þetta. Er þetta raunhæft eða er þetta möguleiki?“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Ég held að við verðum að treysta því að þeir sem taki þessar ákvarðanir, hljóta gera það í samvinnu við landlækni og aðra sem þekkja stöðuna betur en við hin, að þetta sé ekki gerlegt og sé ekki málið. Þá þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast af því staðan er svona. Við verðum að virða þetta. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt og við erum búin að eiga gott tímabil. Við hefðum fengið að njóta þess að hafa einhverju um að keppa í síðustu leikjunum og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Og vona að það yrði nóg. Það er því miður ekki hægt.“ Ólafur segir einnig að veikindi nákominna fjölskyldumeðlima láti hann skilja stöðuna enn betur. „Það þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast. Staðan er þannig að við erum á þessum fordæmalausum tímum. Þetta eru skrýtnar aðstæður. Það eru mannslíf í húfi. Pabbi minn er útskrifaður læknaður af krabbameini í lungun. Hann má alls ekki fá þetta. Þegar þetta er nálægt manni skilur maður að það er ekkert hægt að taka sénsa með þetta.“ Viðtalið við Ólaf í heild sinni má heyra hér að neðan en það hefst er um hálftími er liðinn af þættinum. Þar sagði hann einnig að hann hafi líklega leikið sinn síðasta leik en vildi þó ekki alveg staðfesta það. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, skilur ákvörðun KSÍ að blása mótið af Íslandsmótin. Mannslíf séu í húfi og því sé réttara að huga þeim að en að klára knattspyrnutímabilin. Ólafur Ingi var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær þar sem hann fór yfir tímabilið, ákvörðun KSÍ og framhaldið hjá sjálfum sér. Fylkismenn áttu enn möguleika á Evrópusæti og þeir eru líklega það lið sem hefurlátið minnst í sér heyra af þeim liðum sem áttu einhvern möguleika á einhverju meira en þeir að endingu fengu. Aðspurður út í það svaraði Ólafur: „Hvað á maður að segja? Það er enginn að taka þessa ákvörðun létt. Það er klárt að þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir KSÍ að taka. Það er enginn að þessu til þess að skemma fyrir einhverjum eða af því menn taka þann pól í hæðina að þeir nenni þessu ekki lengur. Það er held ég alveg á hreinu að það er búið að fara í alvöru vinnu að skoða þetta. Er þetta raunhæft eða er þetta möguleiki?“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Ég held að við verðum að treysta því að þeir sem taki þessar ákvarðanir, hljóta gera það í samvinnu við landlækni og aðra sem þekkja stöðuna betur en við hin, að þetta sé ekki gerlegt og sé ekki málið. Þá þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast af því staðan er svona. Við verðum að virða þetta. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt og við erum búin að eiga gott tímabil. Við hefðum fengið að njóta þess að hafa einhverju um að keppa í síðustu leikjunum og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Og vona að það yrði nóg. Það er því miður ekki hægt.“ Ólafur segir einnig að veikindi nákominna fjölskyldumeðlima láti hann skilja stöðuna enn betur. „Það þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast. Staðan er þannig að við erum á þessum fordæmalausum tímum. Þetta eru skrýtnar aðstæður. Það eru mannslíf í húfi. Pabbi minn er útskrifaður læknaður af krabbameini í lungun. Hann má alls ekki fá þetta. Þegar þetta er nálægt manni skilur maður að það er ekkert hægt að taka sénsa með þetta.“ Viðtalið við Ólaf í heild sinni má heyra hér að neðan en það hefst er um hálftími er liðinn af þættinum. Þar sagði hann einnig að hann hafi líklega leikið sinn síðasta leik en vildi þó ekki alveg staðfesta það.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn