Ólafur Ingi: Þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast Anton Ingi Leifsson skrifar 1. nóvember 2020 12:45 Ólafur Ingi Skúlason hefur væntanlega leikið sitt síðasta tímabil. VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, skilur ákvörðun KSÍ að blása mótið af Íslandsmótin. Mannslíf séu í húfi og því sé réttara að huga þeim að en að klára knattspyrnutímabilin. Ólafur Ingi var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær þar sem hann fór yfir tímabilið, ákvörðun KSÍ og framhaldið hjá sjálfum sér. Fylkismenn áttu enn möguleika á Evrópusæti og þeir eru líklega það lið sem hefurlátið minnst í sér heyra af þeim liðum sem áttu einhvern möguleika á einhverju meira en þeir að endingu fengu. Aðspurður út í það svaraði Ólafur: „Hvað á maður að segja? Það er enginn að taka þessa ákvörðun létt. Það er klárt að þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir KSÍ að taka. Það er enginn að þessu til þess að skemma fyrir einhverjum eða af því menn taka þann pól í hæðina að þeir nenni þessu ekki lengur. Það er held ég alveg á hreinu að það er búið að fara í alvöru vinnu að skoða þetta. Er þetta raunhæft eða er þetta möguleiki?“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Ég held að við verðum að treysta því að þeir sem taki þessar ákvarðanir, hljóta gera það í samvinnu við landlækni og aðra sem þekkja stöðuna betur en við hin, að þetta sé ekki gerlegt og sé ekki málið. Þá þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast af því staðan er svona. Við verðum að virða þetta. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt og við erum búin að eiga gott tímabil. Við hefðum fengið að njóta þess að hafa einhverju um að keppa í síðustu leikjunum og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Og vona að það yrði nóg. Það er því miður ekki hægt.“ Ólafur segir einnig að veikindi nákominna fjölskyldumeðlima láti hann skilja stöðuna enn betur. „Það þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast. Staðan er þannig að við erum á þessum fordæmalausum tímum. Þetta eru skrýtnar aðstæður. Það eru mannslíf í húfi. Pabbi minn er útskrifaður læknaður af krabbameini í lungun. Hann má alls ekki fá þetta. Þegar þetta er nálægt manni skilur maður að það er ekkert hægt að taka sénsa með þetta.“ Viðtalið við Ólaf í heild sinni má heyra hér að neðan en það hefst er um hálftími er liðinn af þættinum. Þar sagði hann einnig að hann hafi líklega leikið sinn síðasta leik en vildi þó ekki alveg staðfesta það. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, skilur ákvörðun KSÍ að blása mótið af Íslandsmótin. Mannslíf séu í húfi og því sé réttara að huga þeim að en að klára knattspyrnutímabilin. Ólafur Ingi var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær þar sem hann fór yfir tímabilið, ákvörðun KSÍ og framhaldið hjá sjálfum sér. Fylkismenn áttu enn möguleika á Evrópusæti og þeir eru líklega það lið sem hefurlátið minnst í sér heyra af þeim liðum sem áttu einhvern möguleika á einhverju meira en þeir að endingu fengu. Aðspurður út í það svaraði Ólafur: „Hvað á maður að segja? Það er enginn að taka þessa ákvörðun létt. Það er klárt að þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir KSÍ að taka. Það er enginn að þessu til þess að skemma fyrir einhverjum eða af því menn taka þann pól í hæðina að þeir nenni þessu ekki lengur. Það er held ég alveg á hreinu að það er búið að fara í alvöru vinnu að skoða þetta. Er þetta raunhæft eða er þetta möguleiki?“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Ég held að við verðum að treysta því að þeir sem taki þessar ákvarðanir, hljóta gera það í samvinnu við landlækni og aðra sem þekkja stöðuna betur en við hin, að þetta sé ekki gerlegt og sé ekki málið. Þá þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast af því staðan er svona. Við verðum að virða þetta. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt og við erum búin að eiga gott tímabil. Við hefðum fengið að njóta þess að hafa einhverju um að keppa í síðustu leikjunum og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Og vona að það yrði nóg. Það er því miður ekki hægt.“ Ólafur segir einnig að veikindi nákominna fjölskyldumeðlima láti hann skilja stöðuna enn betur. „Það þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast. Staðan er þannig að við erum á þessum fordæmalausum tímum. Þetta eru skrýtnar aðstæður. Það eru mannslíf í húfi. Pabbi minn er útskrifaður læknaður af krabbameini í lungun. Hann má alls ekki fá þetta. Þegar þetta er nálægt manni skilur maður að það er ekkert hægt að taka sénsa með þetta.“ Viðtalið við Ólaf í heild sinni má heyra hér að neðan en það hefst er um hálftími er liðinn af þættinum. Þar sagði hann einnig að hann hafi líklega leikið sinn síðasta leik en vildi þó ekki alveg staðfesta það.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira