Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 08:18 Kaffihús og veitingastaðir opnuðu að nýju í Melbourn fyrir helgi. AP/Asanka Brendon Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta í nótt og sagði að þetta hefði ekki gerst frá 9. júní. Hann sendi sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsmanna og áströlsku þjóðarinnar. Hunt sagði þetta hafa verið mikið átak og niðurstaðan væri afrek, þó enn væri mikil vinna óunnin. Zero community transmission cases today - Australia wide. The first national zero community transmission day since June 9. Thank you to all of our amazing health & public health workers & above all else, the Australian people. pic.twitter.com/jYuFO54mHj— Greg Hunt (@GregHuntMP) November 1, 2020 Samkvæmt frétt Reuters segja sérfræðingar að skjót og umfangsmikil viðbrögð hafi skipt miklu máli í baráttu Ástrala gegn veirunni og sömuleiðis hafi það hjálpað að fólk hafi verið duglegt við að fara eftir sóttvarnarreglum. Einhverjar ströngustu sóttvarnarreglur heimsins voru að mestu leyti felldar niður í Viktoríu í síðustu viku eftir 111 daga. Kannanir hafa sýnt að meirihluti íbúa studdi aðgerðirnar. Lögreglan kvartaði þó yfir því í ágúst að margir íbúar Melbourne, stærstu borgar fylkisins, færu ekki eftir reglunum. Sjá einnig: Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Enn er 61 virkt smit í Melbourne. Ráðamenn í fylkinu vara við því að íbúar megi ekki verða kærulausir. „Að sjá 50 þúsund nýsmitaða á dag í Frakklandi, að sjá Belga senda sjúklinga út úr landi vegna álags. Þessu hefðum við mögulega staðið frammi fyrir ef okkur hefði ekki tekist að ná tökum á ástandinu,“ hefur Reuters eftir Brett Sutton, sem stýrir heilbrigðiskerfi Viktoríufylkis. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta í nótt og sagði að þetta hefði ekki gerst frá 9. júní. Hann sendi sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsmanna og áströlsku þjóðarinnar. Hunt sagði þetta hafa verið mikið átak og niðurstaðan væri afrek, þó enn væri mikil vinna óunnin. Zero community transmission cases today - Australia wide. The first national zero community transmission day since June 9. Thank you to all of our amazing health & public health workers & above all else, the Australian people. pic.twitter.com/jYuFO54mHj— Greg Hunt (@GregHuntMP) November 1, 2020 Samkvæmt frétt Reuters segja sérfræðingar að skjót og umfangsmikil viðbrögð hafi skipt miklu máli í baráttu Ástrala gegn veirunni og sömuleiðis hafi það hjálpað að fólk hafi verið duglegt við að fara eftir sóttvarnarreglum. Einhverjar ströngustu sóttvarnarreglur heimsins voru að mestu leyti felldar niður í Viktoríu í síðustu viku eftir 111 daga. Kannanir hafa sýnt að meirihluti íbúa studdi aðgerðirnar. Lögreglan kvartaði þó yfir því í ágúst að margir íbúar Melbourne, stærstu borgar fylkisins, færu ekki eftir reglunum. Sjá einnig: Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Enn er 61 virkt smit í Melbourne. Ráðamenn í fylkinu vara við því að íbúar megi ekki verða kærulausir. „Að sjá 50 þúsund nýsmitaða á dag í Frakklandi, að sjá Belga senda sjúklinga út úr landi vegna álags. Þessu hefðum við mögulega staðið frammi fyrir ef okkur hefði ekki tekist að ná tökum á ástandinu,“ hefur Reuters eftir Brett Sutton, sem stýrir heilbrigðiskerfi Viktoríufylkis.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16