Veitti sitt fyrsta viðtal eftir hvarfið og sagðist saklaus Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 21:58 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Rannsókn málsins teygir anga sína víða og náði óvæntum vendipunkti í gær, þegar Tom Hagen var handtekinn. Samsett/EPA Tvö ár eru liðin frá hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska auðkýfingsins Tom Hagen, sem hvarf af heimili þeirra í Lorenskógi í Noregi þann 31. október árið 2018. Tom veitti sitt fyrsta viðtal vegna málsins af því tilefni og var það sýnt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Í viðtalinu segir Tom það vera þungt að sitja undir ásökunum um að hafa myrt eiginkonu sína til fimmtíu ára. „Ég hef ekkert að játa,“ sagði Tom þegar fréttamaður spurði hann hvort hann hefði haft aðkomu að hvarfi eða morði eiginkonu sinnar. Hann fór yfir þeirra fyrstu kynni, en þau kynntust á námsárum sínum í keilusal og segir Tom þau hafa smollið saman um leið. Það sé erfitt að vera einn núna eftir að hafa eytt nánast öllu lífi sínu með eiginkonunni. Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf af heimili þeirra hjóna þann 31. október 2018. Þau höfðu verið gift í 49 ár.AP Trúir því að almenningur búi yfir upplýsingum Aðspurður hvers vegna hann ákvað að veita viðtal sagðist Tom hafa gert það vegna þess að hann trúir því að einhver búi yfir upplýsingum um hvarf eiginkonu sinnar. Sjálfur hefur hann stöðu grunaðs í málinu en segir það fráleitt. Þrátt fyrir að vera einn af ríkustu mönnum Noregs var Tom Hagen tiltölulega óþekktur fram til ársins 2018. EPA Tom var settur í gæsluvarðhald fyrr á árinu en var sleppt eftir að Hæstiréttur Noregs hafnaði framlengingu. Neðra dómstig úrskurðaði að Hagen skyldi sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Meðal sönnunargagna í málinu eru skilnaðarpappírar sem fundust á heimili þeirra hjóna. Voru þeir taldir ýta undir þá kenningu að Anne-Elisabeth vildi skilja við Tom, en aðeins hún hafði undirritað pappírana. Tom segir hjónabandið hafa verið sterkt, en þau hafi skiljanlega upplifað erfiðleika eins og önnur hjón. „Hjónaband sem hefur varað í um það bil fimmtíu ár, það eru ekki margir sem hafa upplifað það. Þau sem hafa upplifað það vita að lífið er upp og niður. Ég og Lisbeth töldum okkur eiga gott hjónaband. En það hafa verið áskoranir, eins og hjá öllum. Það er ekkert til þess að leyna.“ Ósanngjarn kaupmáli Greint var frá því í sumar að Tom sagðist hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Lögfræðingar í Noregi hafa bent á að kaupmálinn hafi verið svo ósanngjarn að hann hefði varla haldið gildi sínu. Við skilnað ætti Anne-Elisabeth þannig tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Í viðtalinu segir Tom kaupmálabreytinguna hafa verið gerða árið 1993 þegar þau hjónin gengu í gegnum erfiða tíma í hjónabandi sínu. Breytingin hafi aldrei komið til tals eftir það, en Anne-Elisabeth hafi þó alla tíð vitað af breytingunni. Hann segist vona að upplýsingar komi fram í kjölfar viðtalsins sem geti hjálpað til við rannsókn málsins. Sjálfum þyki honum erfitt að vera málaður upp sem morðingi í fjölmiðlum. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02 Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tvö ár eru liðin frá hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska auðkýfingsins Tom Hagen, sem hvarf af heimili þeirra í Lorenskógi í Noregi þann 31. október árið 2018. Tom veitti sitt fyrsta viðtal vegna málsins af því tilefni og var það sýnt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Í viðtalinu segir Tom það vera þungt að sitja undir ásökunum um að hafa myrt eiginkonu sína til fimmtíu ára. „Ég hef ekkert að játa,“ sagði Tom þegar fréttamaður spurði hann hvort hann hefði haft aðkomu að hvarfi eða morði eiginkonu sinnar. Hann fór yfir þeirra fyrstu kynni, en þau kynntust á námsárum sínum í keilusal og segir Tom þau hafa smollið saman um leið. Það sé erfitt að vera einn núna eftir að hafa eytt nánast öllu lífi sínu með eiginkonunni. Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf af heimili þeirra hjóna þann 31. október 2018. Þau höfðu verið gift í 49 ár.AP Trúir því að almenningur búi yfir upplýsingum Aðspurður hvers vegna hann ákvað að veita viðtal sagðist Tom hafa gert það vegna þess að hann trúir því að einhver búi yfir upplýsingum um hvarf eiginkonu sinnar. Sjálfur hefur hann stöðu grunaðs í málinu en segir það fráleitt. Þrátt fyrir að vera einn af ríkustu mönnum Noregs var Tom Hagen tiltölulega óþekktur fram til ársins 2018. EPA Tom var settur í gæsluvarðhald fyrr á árinu en var sleppt eftir að Hæstiréttur Noregs hafnaði framlengingu. Neðra dómstig úrskurðaði að Hagen skyldi sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Meðal sönnunargagna í málinu eru skilnaðarpappírar sem fundust á heimili þeirra hjóna. Voru þeir taldir ýta undir þá kenningu að Anne-Elisabeth vildi skilja við Tom, en aðeins hún hafði undirritað pappírana. Tom segir hjónabandið hafa verið sterkt, en þau hafi skiljanlega upplifað erfiðleika eins og önnur hjón. „Hjónaband sem hefur varað í um það bil fimmtíu ár, það eru ekki margir sem hafa upplifað það. Þau sem hafa upplifað það vita að lífið er upp og niður. Ég og Lisbeth töldum okkur eiga gott hjónaband. En það hafa verið áskoranir, eins og hjá öllum. Það er ekkert til þess að leyna.“ Ósanngjarn kaupmáli Greint var frá því í sumar að Tom sagðist hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Lögfræðingar í Noregi hafa bent á að kaupmálinn hafi verið svo ósanngjarn að hann hefði varla haldið gildi sínu. Við skilnað ætti Anne-Elisabeth þannig tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Í viðtalinu segir Tom kaupmálabreytinguna hafa verið gerða árið 1993 þegar þau hjónin gengu í gegnum erfiða tíma í hjónabandi sínu. Breytingin hafi aldrei komið til tals eftir það, en Anne-Elisabeth hafi þó alla tíð vitað af breytingunni. Hann segist vona að upplýsingar komi fram í kjölfar viðtalsins sem geti hjálpað til við rannsókn málsins. Sjálfum þyki honum erfitt að vera málaður upp sem morðingi í fjölmiðlum.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02 Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02
Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59
Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56
Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27