Búist við snjókomu og hríðarveðri á fjallvegum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 13:15 „Eins og svo oft á þessum árstíma fellur úrkoma til fjalla gjarnan sem snjór,“ skrifar veðurfræðingur. Vísir/Vilhelm Búast má við hríðarveðri á fjallvegum austan til á landinu frá því um miðnætti í kvöld og til hádegis á morgun. Hríðin kemur til vegna lægðar sem nú fer norður með Austurlandi að því er segir í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Einkum má búast við hríðarveðri á Fagradal og á Fjarðarheiði þar sem einnig er viðbúið að verði nokkuð blint sökum skafrennings, og einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #Veður: Með lægð sem fer norður með Austurlandi eru horfur á hríðarveðri á fjallvegum eystra frá því um miðnætti og til hádegis ámorgun. Einkum á Fagradal og Fjarðarheiði og nokkuð blint í skafrenningi, en einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 31, 2020 Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að næstu tvo daga verði allnokkrar lægðir á sveimi í kringum landið. Einna mest verði úrkoman á austanverðu landinu framan af en færist síðan norður á morgun þegar tekur að kólna. Þeir sem hugi á ferðalög ættu að vera búnir til vetrarakstur enda úrkoma á þessum ártíma gjarnan í formi snjókomu. „Fyrir norðan á morgun færist hins vegar snjólínan talsvert neðar og gæti snjóað niður á laglendi um kvöldið. Hins vegar verður lengst af þurrt syðra á morgun en í dag má búast við minnkandi skúrum,“ segir ennfremur í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Minnkandi sunnanátt og skúrir í dag, en bjartviðri N-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í norðanátt og fer að rigna á A-landi í kvöld. Norðan og norðvestan 8-15 á morgun, en 15-20 á Austfjörðum fram eftir morgni. Rigning eða slydda um landið N-vert og seinna snjókoma á köflum, en lengst af þurrt sunnan jökla. Hiti 0 til 8 stig, mildast SA-lands. Á mánudag: Vestan 5-13 m/s, en 13-18 við NA-ströndina. Él N-lands og slydda eða snjókoma um kvöldið, annars stöku skúrir eða él, en þurrt SA-til á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Á þriðjudag: Hvöss norðvestanátt, en mun hægari V-lands. Él á N- og NA-landi fram eftir degi, en bjartviðri S- og V-til. Fer að lægja seinni partinn. Hiti 0 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan. Á miðvikudag og fimmtudag: Hvöss suðvestanátt, rigning og milt veður, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Á föstudag: Suðvestanátt og skúrir eða él, en þurrt og bjart veður A-lands. Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Búast má við hríðarveðri á fjallvegum austan til á landinu frá því um miðnætti í kvöld og til hádegis á morgun. Hríðin kemur til vegna lægðar sem nú fer norður með Austurlandi að því er segir í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Einkum má búast við hríðarveðri á Fagradal og á Fjarðarheiði þar sem einnig er viðbúið að verði nokkuð blint sökum skafrennings, og einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #Veður: Með lægð sem fer norður með Austurlandi eru horfur á hríðarveðri á fjallvegum eystra frá því um miðnætti og til hádegis ámorgun. Einkum á Fagradal og Fjarðarheiði og nokkuð blint í skafrenningi, en einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 31, 2020 Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að næstu tvo daga verði allnokkrar lægðir á sveimi í kringum landið. Einna mest verði úrkoman á austanverðu landinu framan af en færist síðan norður á morgun þegar tekur að kólna. Þeir sem hugi á ferðalög ættu að vera búnir til vetrarakstur enda úrkoma á þessum ártíma gjarnan í formi snjókomu. „Fyrir norðan á morgun færist hins vegar snjólínan talsvert neðar og gæti snjóað niður á laglendi um kvöldið. Hins vegar verður lengst af þurrt syðra á morgun en í dag má búast við minnkandi skúrum,“ segir ennfremur í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Minnkandi sunnanátt og skúrir í dag, en bjartviðri N-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í norðanátt og fer að rigna á A-landi í kvöld. Norðan og norðvestan 8-15 á morgun, en 15-20 á Austfjörðum fram eftir morgni. Rigning eða slydda um landið N-vert og seinna snjókoma á köflum, en lengst af þurrt sunnan jökla. Hiti 0 til 8 stig, mildast SA-lands. Á mánudag: Vestan 5-13 m/s, en 13-18 við NA-ströndina. Él N-lands og slydda eða snjókoma um kvöldið, annars stöku skúrir eða él, en þurrt SA-til á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Á þriðjudag: Hvöss norðvestanátt, en mun hægari V-lands. Él á N- og NA-landi fram eftir degi, en bjartviðri S- og V-til. Fer að lægja seinni partinn. Hiti 0 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan. Á miðvikudag og fimmtudag: Hvöss suðvestanátt, rigning og milt veður, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Á föstudag: Suðvestanátt og skúrir eða él, en þurrt og bjart veður A-lands.
Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira