Hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til framkvæmda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2020 12:46 Ásgerður Kristín Gylfadóttir, nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Einkasafn Nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög á svæðinu til að vera dugleg að framkvæma og halda þannig uppi atvinnu á tímum kórónuveirunnar. Þá vill formaðurinn sjá frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudag og föstudag í gegnum fjarfundabúnað. Mörg málefni voru tekin fyrir þar sem stiklað var á stóru í hinum ýmsu málaflokkum. Nýr formaður samtakanna var kjörinn en það er Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Mest var talað um framtíðina, nýsköpun og hvernig við getum brugðist við þeim aðstæðum, sem við eru í samfélaginu í dag, hvernig við getum snúið vörn í sókn og skapað störf og gott mannlíf á Suðurlandi áfram,“ segir nýi formaðurinn. Ásgerður segir að nú sé vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 í gangi hjá sveitarfélögunum og vonar hún að þær áætlanir sýni áfram kraft og dugnað sveitarfélaganna á tímum kórónuveirunnar, í stað þess að draga í land og gera lítið sem ekkert. „Þetta er nú gullna spurningin, sem við erum öll að spyrja okkur og auðvitað erum við öll að skoða hvað eru lögbundnar skyldur sveitarfélaga og hverju við verðum að halda til streitu. Skilaboðin til okkar eru klárlega þau að halda áfram og halda uppi framkvæmdastigi í sveitarfélögunum en þetta hangir auðvitað saman með því hvernig fjárhagsstaðan er en hún er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist vera sameiningarsinni sveitarfélaga og vill sjá að sveitarfélög á Suðurlandi í smærri eða stærri hópum sameinist. „Það eru náttúrulega viðræður í gangi hjá fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Ég horfi á ýmis svæði og þar sem er mikil samlegð í verkefnum mætti fara að tala saman líka og þar kemur inn styrkir frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð við sameiningar þannig að það getur styrkt samfélagið þegar svona bjátar á eins og heimsfaraldurinn eða það sem herjar á okkur núna.“ Ársþingið var haldið í gegnum fjarfundabúnað í ár vegna Covid -19 en á síðasta árið fór þingið fram á Hótel Geysi þar sem sveitarstjórnarmenn gátu komið saman kátir og glaðir. Hér eru kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á þeim fundi. Frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög á svæðinu til að vera dugleg að framkvæma og halda þannig uppi atvinnu á tímum kórónuveirunnar. Þá vill formaðurinn sjá frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudag og föstudag í gegnum fjarfundabúnað. Mörg málefni voru tekin fyrir þar sem stiklað var á stóru í hinum ýmsu málaflokkum. Nýr formaður samtakanna var kjörinn en það er Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Mest var talað um framtíðina, nýsköpun og hvernig við getum brugðist við þeim aðstæðum, sem við eru í samfélaginu í dag, hvernig við getum snúið vörn í sókn og skapað störf og gott mannlíf á Suðurlandi áfram,“ segir nýi formaðurinn. Ásgerður segir að nú sé vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 í gangi hjá sveitarfélögunum og vonar hún að þær áætlanir sýni áfram kraft og dugnað sveitarfélaganna á tímum kórónuveirunnar, í stað þess að draga í land og gera lítið sem ekkert. „Þetta er nú gullna spurningin, sem við erum öll að spyrja okkur og auðvitað erum við öll að skoða hvað eru lögbundnar skyldur sveitarfélaga og hverju við verðum að halda til streitu. Skilaboðin til okkar eru klárlega þau að halda áfram og halda uppi framkvæmdastigi í sveitarfélögunum en þetta hangir auðvitað saman með því hvernig fjárhagsstaðan er en hún er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist vera sameiningarsinni sveitarfélaga og vill sjá að sveitarfélög á Suðurlandi í smærri eða stærri hópum sameinist. „Það eru náttúrulega viðræður í gangi hjá fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Ég horfi á ýmis svæði og þar sem er mikil samlegð í verkefnum mætti fara að tala saman líka og þar kemur inn styrkir frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð við sameiningar þannig að það getur styrkt samfélagið þegar svona bjátar á eins og heimsfaraldurinn eða það sem herjar á okkur núna.“ Ársþingið var haldið í gegnum fjarfundabúnað í ár vegna Covid -19 en á síðasta árið fór þingið fram á Hótel Geysi þar sem sveitarstjórnarmenn gátu komið saman kátir og glaðir. Hér eru kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á þeim fundi. Frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira