Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 20:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til þess að sporna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum faraldursins á fyrirtæki og rekstraraðila. Frumvarp um tekjufallsstyrki verður víkkað og viðspyrnustyrkir kynntir til sögunnar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að breytingar verði gerðar á frumvarpi um tekjufallsstyrki svo úrræðið nái til fleiri rekstraraðila og gildi í lengri tíma. Eru styrkirnir hugsaðir til þess að styðja við fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, án þess að hafa verið gert að loka, frá 1. apríl til 31. október. Þá verður nýtt úrræði, viðspyrnustyrkir, lagt fram í frumvarpi sem nú er í undirbúningi. Viðspyrnustyrkirnir verða veittir í framhaldi af tekjufallsstyrkjum og fram á næsta ár. Þeim er ætlað að tryggja að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins „geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist,“ líkt og segir í tilkynningu. Breytingar á tekjufallsstyrkjum eru eftirfarandi: Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila. Þá hefur ríkisstjórnin rætt mögulega framlengingu hlutabótaleiðar, sem rennur út um áramótin, og hefur félags- og barnamálaráðherra hafið undirbúning að framlengingu hennar. „Loks má nefna að Alþingi hefur til meðferðar frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um framhald lokunarstyrkja. Í því felst að heimildir til greiðslu lokunarstyrkja miðast ekki eingöngu við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda sem þegar hafa komið til framkvæmda heldur taka einnig til frekari takmarkana sem kunna að koma til síðar.“ Dæmi um styrkveitingar miðað við framangreindar breytingar á fyrirliggjandi frumvörpum: Rekstraraðili með fimm starfsmenn eða fleiri sem gert var að loka (lokunarstyrkur og tekjufallsstyrkur) Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000 Rekstraraðili með 5 starfsmenn eða fleiri sem ekki var gert að loka en myndi eingöngu eiga rétt á tekjufallsstyrk – miðast við hámark tekjufallsstyrks 70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22 Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til þess að sporna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum faraldursins á fyrirtæki og rekstraraðila. Frumvarp um tekjufallsstyrki verður víkkað og viðspyrnustyrkir kynntir til sögunnar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að breytingar verði gerðar á frumvarpi um tekjufallsstyrki svo úrræðið nái til fleiri rekstraraðila og gildi í lengri tíma. Eru styrkirnir hugsaðir til þess að styðja við fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, án þess að hafa verið gert að loka, frá 1. apríl til 31. október. Þá verður nýtt úrræði, viðspyrnustyrkir, lagt fram í frumvarpi sem nú er í undirbúningi. Viðspyrnustyrkirnir verða veittir í framhaldi af tekjufallsstyrkjum og fram á næsta ár. Þeim er ætlað að tryggja að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins „geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist,“ líkt og segir í tilkynningu. Breytingar á tekjufallsstyrkjum eru eftirfarandi: Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila. Þá hefur ríkisstjórnin rætt mögulega framlengingu hlutabótaleiðar, sem rennur út um áramótin, og hefur félags- og barnamálaráðherra hafið undirbúning að framlengingu hennar. „Loks má nefna að Alþingi hefur til meðferðar frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um framhald lokunarstyrkja. Í því felst að heimildir til greiðslu lokunarstyrkja miðast ekki eingöngu við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda sem þegar hafa komið til framkvæmda heldur taka einnig til frekari takmarkana sem kunna að koma til síðar.“ Dæmi um styrkveitingar miðað við framangreindar breytingar á fyrirliggjandi frumvörpum: Rekstraraðili með fimm starfsmenn eða fleiri sem gert var að loka (lokunarstyrkur og tekjufallsstyrkur) Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000 Rekstraraðili með 5 starfsmenn eða fleiri sem ekki var gert að loka en myndi eingöngu eiga rétt á tekjufallsstyrk – miðast við hámark tekjufallsstyrks 70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð
Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila.
Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000
70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22 Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22
Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24
Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47