Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 18:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Ef yfirvöld þyrftu sífellt að bregðast við smitum á nýjum stöðum tæki lengri tíma að ná tökum á faraldrinum. „Það er mjög erfitt og myndi örugglega taka miklu lengri tíma að vera tína þetta inn mismunandi eftir svæðum. Að mínu mati er skynsamlegast að taka þetta bara allt í einu núna með leiftursókn og ná þessu niður og geta þá miklu fyrr slakað á aftur. Annars gætum við lent í því að vera að elta þetta fram og til baka, nákvæmlega eins og við höfum verið að gera,“ sagði Þórólfur í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Undanfarið hafa harðari reglur verið í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið en landsbyggðina en frá og með miðnætti verður breyting þar á. Samkomur verða takmarkaðar við tíu manns, tveggja metra reglan verður áfram í gildi og aukin áhersla á grímunotkun. Þá verða allar sundlaugar lokaðar og íþróttastarf leggst af í bili. „Við höfum verið með harðari reglur hér á höfuðborgarsvæðinu en höfum verið að sjá núna undanfarið vaxandi útbreiðslu fyrir norðan og á fleiri stöðum. Ég held að þetta sé skynsamlegri leið.“ Kári alltaf viljað loka við „minnstu og fæstu smit“ Aðspurður um ummæli Kára Stefánssonar, sem sagði það sennilega hafa verið skynsamlegra að loka öllu eftir hópsýkingu á Irishman pub í síðasta mánuði, segir Þórólfur afstöðu Kára alltaf hafa verið þá að grípa eigi til harðra aðgerða umsvifalaust. Hann kjósi frekar að reyna að ná faraldrinum niður með minna íþyngjandi aðgerðum. „Kári hefur náttúrulega alltaf verið á því frá upphafi að vera mjög harður og loka bara við minnstu og fæstu smit, það hefur verið hans afstaða og allt í góðu lagi með það. Svo eru aðrir sem vilja gera sem minnst, en við höfum alltaf sagt að við viljum reyna að ná þessu niður með eins lítið íþyngjandi aðgerðum og mögulegt er fyrir samfélagið,“ sagði Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir hertari aðgerðum. Hann segir yfirvöld hafa reynt að beina spjótum sínum að svæðum þar sem veiran hefur komið upp og beitt markvissum aðgerðum. Það hafi tekist vel til framan af en svo hafi faraldurinn tekið aðra stefnu. „Okkur hefur tekist að halda í horfinu með því, en við höfum ekki náð að keyra þetta alveg niður. Við bundum vonir við það í síðustu viku, þá var kúrvan alveg niður á við en þá komu allt í einu þessi smit upp sem við erum að eiga við núna og þá verðum við að stíga næsta skref. Ég held það sé betri nálgun að reyna að gera þetta eins mildilega og mögulegt er en vera svo tilbúin að stíga stærri skref ef það gengur ekki.“ Undanþágurnar valda ósamræmi Ný reglugerð heilbrigðisráðherra nær ekki yfir starfsemi grunnskólanna en ljóst er að einhverjar takmarkanir verða í gildi varðandi þá. Til að mynda eru börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin tveggja metra reglu líkt og áður, en nú er miðað við fæðingarárið 2015 og seinna. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku að sögn menntamálaráðherra. Þórólfur segir meira um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt var. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur. „Núna erum við að reyna að gera þetta á einsleitan máta og eins skýrt og mögulegt er, og þá kemur það upp að sumum finnst kannski verið að beita suma of hörðum aðgerðum og aðra ekki. Ég held að það sé mikilvægt að gera þetta svona núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. 30. október 2020 12:06 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Ef yfirvöld þyrftu sífellt að bregðast við smitum á nýjum stöðum tæki lengri tíma að ná tökum á faraldrinum. „Það er mjög erfitt og myndi örugglega taka miklu lengri tíma að vera tína þetta inn mismunandi eftir svæðum. Að mínu mati er skynsamlegast að taka þetta bara allt í einu núna með leiftursókn og ná þessu niður og geta þá miklu fyrr slakað á aftur. Annars gætum við lent í því að vera að elta þetta fram og til baka, nákvæmlega eins og við höfum verið að gera,“ sagði Þórólfur í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Undanfarið hafa harðari reglur verið í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið en landsbyggðina en frá og með miðnætti verður breyting þar á. Samkomur verða takmarkaðar við tíu manns, tveggja metra reglan verður áfram í gildi og aukin áhersla á grímunotkun. Þá verða allar sundlaugar lokaðar og íþróttastarf leggst af í bili. „Við höfum verið með harðari reglur hér á höfuðborgarsvæðinu en höfum verið að sjá núna undanfarið vaxandi útbreiðslu fyrir norðan og á fleiri stöðum. Ég held að þetta sé skynsamlegri leið.“ Kári alltaf viljað loka við „minnstu og fæstu smit“ Aðspurður um ummæli Kára Stefánssonar, sem sagði það sennilega hafa verið skynsamlegra að loka öllu eftir hópsýkingu á Irishman pub í síðasta mánuði, segir Þórólfur afstöðu Kára alltaf hafa verið þá að grípa eigi til harðra aðgerða umsvifalaust. Hann kjósi frekar að reyna að ná faraldrinum niður með minna íþyngjandi aðgerðum. „Kári hefur náttúrulega alltaf verið á því frá upphafi að vera mjög harður og loka bara við minnstu og fæstu smit, það hefur verið hans afstaða og allt í góðu lagi með það. Svo eru aðrir sem vilja gera sem minnst, en við höfum alltaf sagt að við viljum reyna að ná þessu niður með eins lítið íþyngjandi aðgerðum og mögulegt er fyrir samfélagið,“ sagði Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir hertari aðgerðum. Hann segir yfirvöld hafa reynt að beina spjótum sínum að svæðum þar sem veiran hefur komið upp og beitt markvissum aðgerðum. Það hafi tekist vel til framan af en svo hafi faraldurinn tekið aðra stefnu. „Okkur hefur tekist að halda í horfinu með því, en við höfum ekki náð að keyra þetta alveg niður. Við bundum vonir við það í síðustu viku, þá var kúrvan alveg niður á við en þá komu allt í einu þessi smit upp sem við erum að eiga við núna og þá verðum við að stíga næsta skref. Ég held það sé betri nálgun að reyna að gera þetta eins mildilega og mögulegt er en vera svo tilbúin að stíga stærri skref ef það gengur ekki.“ Undanþágurnar valda ósamræmi Ný reglugerð heilbrigðisráðherra nær ekki yfir starfsemi grunnskólanna en ljóst er að einhverjar takmarkanir verða í gildi varðandi þá. Til að mynda eru börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin tveggja metra reglu líkt og áður, en nú er miðað við fæðingarárið 2015 og seinna. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku að sögn menntamálaráðherra. Þórólfur segir meira um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt var. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur. „Núna erum við að reyna að gera þetta á einsleitan máta og eins skýrt og mögulegt er, og þá kemur það upp að sumum finnst kannski verið að beita suma of hörðum aðgerðum og aðra ekki. Ég held að það sé mikilvægt að gera þetta svona núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. 30. október 2020 12:06 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. 30. október 2020 12:06
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13