Heims- og Evrópumeistarinn Nobby Stiles látinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2020 16:31 Nobby Stiles (lengst til hægri) fagnar heimsmeistaratitlinum 1966 ásamt Alf Ramsey og Bobby Moore. getty/Hulton Archive Nobby Stiles, sem varð heimsmeistari með enska landsliðinu og Evrópumeistari með Manchester United, er látinn, 78 ára. Stiles hafði lengi glímt við Alzheimer og krabbamein. Stiles ólst upp hjá United og lék með félaginu nær allan sinn feril. Hann varð Englandsmeistari með United 1965 og 1967 og Evrópumeistari 1968. Stiles lék 28 landsleiki fyrir England og var hluti af enska liðinu sem varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Hann er einn þriggja Englendinga sem hafa bæði orðið heims- og Evrópumeistarar ásamt Sir Bobby Charlton og Ian Callaghan. We re incredibly saddened to learn of the passing of Nobby Stiles, a key member of our @FIFAWorldCup-winning squad, at the age of 78.All of our thoughts are with Nobby s loved ones. pic.twitter.com/NJygFddX7F— England (@England) October 30, 2020 Stiles lék sem varnarsinnaður miðjumaður og fékk það hlutverk bæði með United og enska landsliðinu að dekka portúgalska snillinginn Eusébio. Hann gerði það í undanúrslitum HM 1966 þar sem England vann Portúgal, 2-1, og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tveimur árum síðar þegar United sigraði Benfica, 4-1. Eftir að ferlinum lauk þjálfaði Stiles Preston North End, Vancouver Whitecaps og West Brom. Þá var hann þjálfari í unglingaakademíu United og þjálfaði m.a. hinn fræga '92-árgang. Rest in Peace Nobby. Thank you for all you did for us. You taught us how to fight for everything in that red shirt . Your studs are your best friends out there pic.twitter.com/njE02x7yDx— Gary Neville (@GNev2) October 30, 2020 Stiles var í byrjunarliði Englendinga þegar þeir unnu Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM 1966. Eftir leikinn steig hann frægan dans með heimsmeistarastyttuna í annarri hendi og fölsku tennurnar sínar í hinni. Dansinn kemur fyrir í laginu fræga, Three Lions (Football's Coming Home). watch on YouTube Eftir andlát Stiles eru aðeins fjórir af ellefu úr byrjunarliði Englands í úrslitaleik HM 1966 á lífi: George Cohen, Sir Bobby Charlton, Geoff Hurst og Roger Hunt. Enski boltinn Andlát Bretland England Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Nobby Stiles, sem varð heimsmeistari með enska landsliðinu og Evrópumeistari með Manchester United, er látinn, 78 ára. Stiles hafði lengi glímt við Alzheimer og krabbamein. Stiles ólst upp hjá United og lék með félaginu nær allan sinn feril. Hann varð Englandsmeistari með United 1965 og 1967 og Evrópumeistari 1968. Stiles lék 28 landsleiki fyrir England og var hluti af enska liðinu sem varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Hann er einn þriggja Englendinga sem hafa bæði orðið heims- og Evrópumeistarar ásamt Sir Bobby Charlton og Ian Callaghan. We re incredibly saddened to learn of the passing of Nobby Stiles, a key member of our @FIFAWorldCup-winning squad, at the age of 78.All of our thoughts are with Nobby s loved ones. pic.twitter.com/NJygFddX7F— England (@England) October 30, 2020 Stiles lék sem varnarsinnaður miðjumaður og fékk það hlutverk bæði með United og enska landsliðinu að dekka portúgalska snillinginn Eusébio. Hann gerði það í undanúrslitum HM 1966 þar sem England vann Portúgal, 2-1, og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tveimur árum síðar þegar United sigraði Benfica, 4-1. Eftir að ferlinum lauk þjálfaði Stiles Preston North End, Vancouver Whitecaps og West Brom. Þá var hann þjálfari í unglingaakademíu United og þjálfaði m.a. hinn fræga '92-árgang. Rest in Peace Nobby. Thank you for all you did for us. You taught us how to fight for everything in that red shirt . Your studs are your best friends out there pic.twitter.com/njE02x7yDx— Gary Neville (@GNev2) October 30, 2020 Stiles var í byrjunarliði Englendinga þegar þeir unnu Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM 1966. Eftir leikinn steig hann frægan dans með heimsmeistarastyttuna í annarri hendi og fölsku tennurnar sínar í hinni. Dansinn kemur fyrir í laginu fræga, Three Lions (Football's Coming Home). watch on YouTube Eftir andlát Stiles eru aðeins fjórir af ellefu úr byrjunarliði Englands í úrslitaleik HM 1966 á lífi: George Cohen, Sir Bobby Charlton, Geoff Hurst og Roger Hunt.
Enski boltinn Andlát Bretland England Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira