Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2020 07:18 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, er ötull stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. Tilefni færslunnar er frétt á vef Fréttablaðsins í gær þar sem greint var frá kórónuveirusmiti í sendiráðinu. Í fréttinni var vísað í heimildir blaðsins varðandi það að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með kórónuveiruna í liðinni viku. Engu að síður hafi allir starfsmenn verið kallaðir til vinnu um helgina vegna flutninga sendiráðsins í nýtt húsnæði við Engjateig. Starfsmennirnir eigi að aðstoða við flutningana. Rætt var við Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúa sendiráðsins, í fréttinni sem kannaðist ekki við málið. Í Facebook-færslu sendiráðsins í nótt er fullyrt að tekist hafi að vígja nýja sendiráðið án þess að upp kæmi kórónuveirusmit. „Löngu eftir“ að sendiráðið var vígt hafi hins vegar íslenskur starfsmaður sendiráðsins smitast og var smitið rakið til smits sem kom upp í íslenskum skóla. Has Fake News Arrived in Iceland? America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having...Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Thursday, October 29, 2020 Ekki kemur fram í færslunni hvenær sendiráðið var vígt eða hvort búið sé að flytja þangað og þá hvenær það ætti að hafa verið. Hins vegar má sjá í Twitter-færslu sendiherrans Jeffrey Ross Gunter að sendiráðið var vígt 20. október. Gunter tísti í gær og sagði flutninga standa yfir. Hann væri mjög spenntur fyrir því að vera innan skamms í nýju húsnæði. All @usembreykjavik are on the move. Excited to be in the #NewUSEmbassy shortly! Making it happen for #America and #Iceland. Thank you again to friend & strong leader @AddisonTadDavis, your tremendous team at @State_OBO, & all our great colleagues @StateDeptDSS. Success! pic.twitter.com/UtVnrVcoWf— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 29, 2020 Í færslu sendiráðsins á Facebook segir að það sé til skammar að sjá Fréttablaðið stunda „ábyrgðarlausa blaðamennsku“. Þá hafi Ísland því miður eina hæstu tíðni kórónuveirusmita í Evrópu. Ekki er farið nánar í þá tölfræði í Facebook-færslunni en samkvæmt nýjustu tölum Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar er fjórtán daga nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi 256. Það er vissulega hátt en er mun hærra í mörgum öðrum Evrópulöndum, til að mynda Belgíu þar sem það er 1498, í Hollandi er það 771, í Frakklandi 680 og í Bretlandi 431. Í færslunni segir síðan að það sé hræðilegt og sorglegt að „Falsfrétta-Fréttablaðið“ (Fake News Fréttablaðið) hafi verið svo „ófaglegt og sýnt svo mikla óvirðingu með því að nota kórónuveiruna í pólitískum tilgangi í þessari krísu. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur alltaf verið og er eitt öruggasta athvarfið frá Covid-19 á Íslandi,“ segir svo í færslunni. Ötull stuðningsmaður Trumps Jeffrey Ross Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, árið 2018. Forsetinn hefur einmitt ítrekað undanfarin ár sakað fjölmiðla sem hann telur ekki hliðholla sér um falsfréttaflutning og jafnvel ráðist að einstaka blaðamönnum á fréttamannafundum. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Trumps. Í sumar voru sagðar fréttir af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Þá vildi hann aukna öryggisgæslu en í frétt CBS var sendiherrann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt frá því hann kom til landsins í fyrra. Þá vakti Gunter einnig mikla athygli hér á landi í sumar þegar hann tísti um kórónuveiruna og kallaði hana „ósýnilegu Kínaveiruna“. Fjölmargir gagnrýndu sendiherrann fyrir þessi orð, eins og fjallað var um hér á Vísi. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum næstkomandi þriðjudag. Þar sækist Trump eftir endurkjöri en ef marka má skoðanakannanir á hann á brattann að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sendiráð á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. Tilefni færslunnar er frétt á vef Fréttablaðsins í gær þar sem greint var frá kórónuveirusmiti í sendiráðinu. Í fréttinni var vísað í heimildir blaðsins varðandi það að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með kórónuveiruna í liðinni viku. Engu að síður hafi allir starfsmenn verið kallaðir til vinnu um helgina vegna flutninga sendiráðsins í nýtt húsnæði við Engjateig. Starfsmennirnir eigi að aðstoða við flutningana. Rætt var við Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúa sendiráðsins, í fréttinni sem kannaðist ekki við málið. Í Facebook-færslu sendiráðsins í nótt er fullyrt að tekist hafi að vígja nýja sendiráðið án þess að upp kæmi kórónuveirusmit. „Löngu eftir“ að sendiráðið var vígt hafi hins vegar íslenskur starfsmaður sendiráðsins smitast og var smitið rakið til smits sem kom upp í íslenskum skóla. Has Fake News Arrived in Iceland? America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having...Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Thursday, October 29, 2020 Ekki kemur fram í færslunni hvenær sendiráðið var vígt eða hvort búið sé að flytja þangað og þá hvenær það ætti að hafa verið. Hins vegar má sjá í Twitter-færslu sendiherrans Jeffrey Ross Gunter að sendiráðið var vígt 20. október. Gunter tísti í gær og sagði flutninga standa yfir. Hann væri mjög spenntur fyrir því að vera innan skamms í nýju húsnæði. All @usembreykjavik are on the move. Excited to be in the #NewUSEmbassy shortly! Making it happen for #America and #Iceland. Thank you again to friend & strong leader @AddisonTadDavis, your tremendous team at @State_OBO, & all our great colleagues @StateDeptDSS. Success! pic.twitter.com/UtVnrVcoWf— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 29, 2020 Í færslu sendiráðsins á Facebook segir að það sé til skammar að sjá Fréttablaðið stunda „ábyrgðarlausa blaðamennsku“. Þá hafi Ísland því miður eina hæstu tíðni kórónuveirusmita í Evrópu. Ekki er farið nánar í þá tölfræði í Facebook-færslunni en samkvæmt nýjustu tölum Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar er fjórtán daga nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi 256. Það er vissulega hátt en er mun hærra í mörgum öðrum Evrópulöndum, til að mynda Belgíu þar sem það er 1498, í Hollandi er það 771, í Frakklandi 680 og í Bretlandi 431. Í færslunni segir síðan að það sé hræðilegt og sorglegt að „Falsfrétta-Fréttablaðið“ (Fake News Fréttablaðið) hafi verið svo „ófaglegt og sýnt svo mikla óvirðingu með því að nota kórónuveiruna í pólitískum tilgangi í þessari krísu. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur alltaf verið og er eitt öruggasta athvarfið frá Covid-19 á Íslandi,“ segir svo í færslunni. Ötull stuðningsmaður Trumps Jeffrey Ross Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, árið 2018. Forsetinn hefur einmitt ítrekað undanfarin ár sakað fjölmiðla sem hann telur ekki hliðholla sér um falsfréttaflutning og jafnvel ráðist að einstaka blaðamönnum á fréttamannafundum. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Trumps. Í sumar voru sagðar fréttir af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Þá vildi hann aukna öryggisgæslu en í frétt CBS var sendiherrann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt frá því hann kom til landsins í fyrra. Þá vakti Gunter einnig mikla athygli hér á landi í sumar þegar hann tísti um kórónuveiruna og kallaði hana „ósýnilegu Kínaveiruna“. Fjölmargir gagnrýndu sendiherrann fyrir þessi orð, eins og fjallað var um hér á Vísi. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum næstkomandi þriðjudag. Þar sækist Trump eftir endurkjöri en ef marka má skoðanakannanir á hann á brattann að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda Demókrata.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sendiráð á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira